Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Þegar færslur detta út trekk í trekk þá verður maður dálítið pirró ja eins og núna

.......en ég ætla að reyna alla vega einu sinni enn.  Móðursystir mín sagði mér einu sinni að hún væri búin að læra alla íslensku Flóruna og nú held ég að ég sé búin að fara í gegn um alla ísl. bókaflóruna því hvað er hægt að gera annað en lesa þegar maður liggur hálf back og pælir í hver verður næstur - íslenskur, erlendur (nei ekki sá Erlendur) svo eru þessir höfundar svo misjafnir eins og þeir eru margir og nennan ekki alveg 100% til þess að fara í gegn um misgóða höfunda.

Ég ætla ekki að segja ykkur hversu marga höfunda ég er búin að þræla mér í gegn um en þeir eru ansi margir og sumir alveg hundleiðinlegir aðrir la la en margir hverjir bráðskemmtilegi og góðir pennar en ég ætla nú ekki að fara að tíunda þetta fyrir ykkur núna en kemur ef til vill að því einn daginn þegar ég er í stuði.  Mér þótti skemmtilegast að garfa í gegnum barnabækur. H.C. Andersen og Gimmsævintýri.

Mínar mestu áhyggjur eru þær að ég komist ekki í gegn um allan staflann en OK þá verð ég bara að lesa dag og nótt því í skal klára þetta, verst að það bætist alltaf við bunkann tala nú ekki um þeger höfundar eru farnir að keppast við að hafa bæku sínar sem lengstar.  Engin maður með mönnum nema bókin telji fimm til sexhundruð blaðsíður.  Hún má þá vera þeim mun skemmtilegri eða æsifengin að ég hafi getu í þannig doðrant.

Nú ætla ég að sjá hvort þessi færsla fer í gegn nú ef ekki þá það.

 

 


Hvað er planið þegar þú verður stór?

Ég sat í sjónvarpssófanum og um mig skoppuðu barnabörnin, þriggja og fjögra gjörsamlega upptekin af sjálfum sér.  OK ég spurði aftur og var lítið um svör.  Sá stutti fjögra ára fór inn í barnaherbergið en skotta litla skottaðist í kringum ömmu sína.

Í sjónvarpinu var einhver þáttur um fólk sem hafði getið sér nafns innan þjóðfélagsins og þ.á.m. var Diddu sem var komin til Verona og smakkaði á dýrindis ítölskum krásum og þess á milli tók nokkur stef.  Skotta litla snerist á hæl og snarstansaði þegar hún heyrði Diddú opna fyrir hljóðpípurnar og eins og við manninn mælt þá fór hún að fylgjast með dýfunni okkar. Ég reyndi að skjóta inn á milli laga að þetta væri mjög góð vinkona okkar afa en sú athugasemd fór inn um annað og út um hitt þar sem söngurinn heillaði Elmu Lind gjörsamlega og ekki vegur að ná kontakt við þá stuttu svo ég ákvað bara sjálf að þessi stelpa yrði einn daginn óperusöngkona enda ekki langt að sækja það í ættirnar.

Ég leyfði henni að vera í sínum draumheimi og gekk inn í barnaherbergið þar sem fjögra ára puttinn lá á maganum og málaði í gríð og erg.  Amman alveg.....Váááá hvað þetta er flott!  Ég fór ekkert út í spurningar heldur sló því föstu að þarna færi listamaður mikill sem ætti framtíð fyrir sér.  Nóg væri af hæfileikunum.

Ég gerðist svo djörf að spyrja hvað þetta væri og þá var hann kominn með frænku sína á pappírinn og svei mér þá ef það líktist skottu ekki bara ótrúlega mikið.

Ég ákvað að þar færi mikill myndistamaður með árunum, ekki spurning.

Á meðan þau fara ekki út á leiklistabrautina þá er allt í góðu.   Amma búin að prófa það og sér ekkert vit í því ja nema fara erlendis en það stóð nú ekki svo léttilega til boða á þeim árunum.

Æ hvað er ég að bulla hér núna.

  Gerið bara það sem ykkur langar til elskurnar og verið hamingjusöm og lifið lífinu lifandi!


Nú er maður komin á aldur sem vert er að tala um.

Í gær var haldið upp á afmælið mitt með pomp og prakt!  Mikill gestagangur, blóm, sætindi, kossar og knús með tilheyrandi lúxus gjöfum og söng.

Takk fyrir ykkar nærveru og skemmtilegheit!

Enn sannast það hversu góða fjölskyldu ég á og hvað ykkar nærvera er mér mikils virði dúllurnar mínar.

Mikið gaman og mikið fjör.  Saknaði Bríetar og Elmu Lindar en þær voru farnar heim til Prag en Egill minn fór í bítið í morgun.

Kvöldinu var slegið upp í matarveislu á Holtinu og stóð það (hótelið) alveg fyrir sínu eins og flest alla tíma sem við höfum komið þangað undanfarin fjörutíu ár eða svo.

Takk fyrir skemmtilegan dag kæru vinir og fam.


En hvað það var skrítið..................

Einn fjögra ára sat hjá afa og ömmu í flugvélinni á leið frá Akureyri til Reykjavíkur í gærkvöldi og spurði og talaði stanslaust allan daginn.  En afi af hverju? og amma er þetta rétt hjá afa eða er hann bara að bulla?  Amman svaraði að auðvitað hefði afi rétt fyrir sér en sendi pínu harkalegt augnaráð yfir ganginn til afans þar sem hann sat með smá glott á vörum.

  Varaði við að fylla krakkann af lygasögum og ævintýrum sem hann gæti ekki staðið við og væru uppspuni eða hinn heilagi sannleikur.FootinMouth

Það var nú dálítið þreytt amma sem steig út úr flugvélinni í gærkvöldi og í sannleika sagt brá fyrir létti þegar hún bar mömmuna og pabbann í móttökunni sem tóku fagnandi syni sínum og sáu að hann var í góðum málum og afinn og amman höfðu klárað hlutverkið með sóma.InLove

Amman vaknaði hálf tuskuleg í morgun en hún átti pantaðan tíma hjá uppáhaldslækni sínum og gat ekki hugsað sér að láta hann sleppa við að taka á móti henni svona um hádegið þrátt fyrir að jafnvægið væri ekki alveg hundrað prósent hvað þá getan en stundum er þægilegt að nota leikhæfileikana og getað platað flesta upp úr skónum sem ég notaði óspart í morgun eða svo hélt ég en minn ágætis doktor er ekkert auðvelt að fara í kringum og hann sér um leið hvernig ástandið er án þess að koma við mann með litla fingri.

Ég alveg, svona líka,  reyndi að sína fram á að mér liði bara vel og hann sagði jú reyndar að hann gæti séð að ég væri miklu betri og þá gubbaði ég auðvitað út úr mér að ég hefði verið með svima í morgun en bara af því ég hefði komið að norðan sein í gærkvöldi úr barnaafmæli sem stóð í þrjá daga að góðum íslenskum sið.  If we do it we do it with stile!

Minn elskulegi doktor brosti og sagði ,, Já og eftir slík partí á maður að taka sér þriggja daga hvíld, alls ekki minna"  Já, já svaraði ég, bláeyg og ljóshærð (hvíthærð) lofa því næst!  Síðan ræddum við um ýmis mál og hann sagðist jafnvel vera að fara að yfirgefa þetta krummaskuð fljótlega á næsta ári.  Ég gat næstum grátið.  Þetta verður þá í annað sinn sem ég missi hann héðan og held ég að í þetta sinn sé það for good.  Djöfullinn, þessi þjóð hér og stjórn eða eigum við ekki að segja stjórnleysi.  Ég er farin líka a.s.a.p.

Jæja ég er komin heim í hvíld og ætla að gera eins og læknirinn minn segir mér.  Taka það rólega og njóta hverrar mínútu hér í þessu guðsvolaða landi þar sem sumir fá næstum hjartastopp þegar þeir heyra mig bölsótast yfir öllu hér, ósómanum og svo líka því sem vel er gert því ég kvarta líka yfir því stundum.

Þið þarna úti farið vel með ykkur og verið þæg, prúð og stillt. 

Það ætla ég að gera. 

 Haga mér alveg eins og dúkka, dusta á mér kjólinn og dansa svo niður bæjarhólinn.  Amma hefur lagt vendinum og gefur mér stóran bita af sköku sem ég þakka fyrir og og hoppa og skoppa út á hlað en hún amma mín horfir á mig hvar sem ég er stödd í heiminum.

.....  EN HVAÐ ÞAÐ VAR SKRÍTIР ............

  


Þegar sorgin knýr dyra og gerir jafnvel boð á undan sér.

Í gær ákvað ég að leggja mig í eftirmiðdaginn, fá mér smá kríu eins og amma mín kallaði það.  Það var ekki eins og það sigi á mig höfgi helur bara lá ég þarna og lét mig hverfa smá stund, hélt um þríkrossinn minn sem ég er búin að bera meir og minna síðan ég veiktist en vinur okkar, Ásgeir Gunnarsson hannaði þennan kross ekki löngu áður en hann kvaddi þetta líf.  Við hlið hans stóð systir hans Þórhildur Gunnarsdóttir, blessuð sé minning þeirra.  Þau voru þögul en eins og þau væru að vara mig við einhverju óþægilegu, stóðu og gengu umhverfis rúmið og mikil blíða fylgdi þeim eins og alltaf í lifenda lífi. 

Takk fyrir að koma og vara mig við.

Ég stóð upp   úr rúminu ogþar sem ég stóg  við gluggann fór ég að pæla í þessari heimsókn en í því kemur minn elskulegi upp og tekur um axlir mér og segir ég hef slæmar fréttir.  Æ nei ekki enn ein fréttin sem kemur okkur úr jafnvægi (hélt e.t.v. að það væru foreldrar okkar eða einhver annar nákominn)

En þá kom það,  góðvinkona okkar til margra ára, Þórunn Gestsdóttir hafði kvatt þennan heim þá um daginn eða daginn áður.  Þessi fallega dugmikla kona sem aldrei bognaði undan byrgði eða gaf sig.  Þórunn, Þórhildur og Maggi, maður Þórhildar bjuggu ekki langt frá hvort öðru og gott samand þarna á milli alla tíð.  

Alltaf var jafn jákvæð og hress með allt og ekkert var það sem maður gat ekki unnið á!   Elsku Þórunn mín takk fyrir að vera þú og gefa svo mikinn kraft frá þér.  Minnist þín með söknuði.  Við sjáumst áður en langt um líður.

 Sendi börnunum ykkar dýpstu samúðarkveðjur svo og fjölskyldunni allri.

Guð blessi ykkur.  Ég kveiki ljós vinkona fyrir ykkur öll.  Ía og Þórir

 

 


Þannig ilmaði haustið þá hér í sveitinni næstum alveg gleymt af undirritaðri.

Á morgun verður vika síðan við renndum hér í hlaðið, bæði með tárvot augu.  Við vorum loksins komin heim eftir átta mánaða útiveru. 

 Erró okkar tók á móti okkur vælandi og tók það nokkurn tíma að róa hann niður hundspottið okkar. 

Við erum núna fyrst að átta okkur og t.d. vorum við bæði hálf rugluð hvar hlutirnir væru þá sérstaklega í eldhúsinu en allt fannst þetta að lokum.

Nú er að njóta á meðan ég get og ekki verra að Soffa mín kemur á morgun með litla skottið sitt og verða þau hér í viku.

Líf og fjör að Stjörnusteini.Grin

Farið vel með ykkur.  Þangað til næst.

  Veit ekki hversu dugleg ég verð að setja hér inn á síðuna mína næstu vikur en læt heyra í mér ef eitthvað merkilegt kemur upp á. 

   


Loksins, loksins, loksins.

Í morgun fékk ég grænt ljós.  Ég má fara heim!  Ég næstum rauk upp um hálsinn á doktornum en hélt aftur af mér því þannig framkoma gengur ekki við hálærðan doksa og minn elskulega í sætinu við hliðina á mér.

En sem sagt ég má fara heim og við förum 20 ágúst að öllu óbreyttu og verðum í þrjár vikur eða þar til annað kemur í ljós til hins verra eða betra.  Ég get varla beðið er farin að skipuleggja í huganum hvernig ég á að nota tímann heima og undirbúa boð fyrir vini mína sem ég hef saknað óbærilega (þó allir hér hafi verið okkur góð þá eigum við samt líka vini til 20 ára úti í Prag), knúsa hundinn minn og klippa rósir og runna, ok fæ mann í það, engan æsing.

Þegar ég las bloggið hans Ómars Vadimarssonar í morgun glotti ég út í annað, þetta var eins og skrifað frá mínu hjarta ég er svo 100% sammála honum og ég er viss um að fleiri sem búið hafa langtímum erlendis skilja okkar afstöðu. Ég ætla ekki að fara að endurtaka hann hér en farið inn á bloggið hans og þá vitið þið hvað ég meina.

Egill okkar og fjölskylda eru að fara heim til Prag á morgun. Fyrst gamla fékk grænt ljós þá gáfu þau sér líka grænt.  Það er búið að vera mikill styrkur að hafa þau hér nálægt okkur og Soffa okkar kemur svo í tíu daga til Prag á meðan við erum þar, ekki verra.

Jæja folkens svona gengur þá lífið hér og sem sagt allt í góðu, er á meðan er. 

Já m.a.o. Takk fyrir góðar undirtektir fyrir fyrri færslu.  Það var ótrúlegt hvað þetta vakti mikið umtal og fólk hringdi meiraðsegja til að þakka mér fyrir og sagði að ég hefði hrist upp í þeim.

Að sjálfsögðu voru nokkrar óánægjuraddir enda tók ég stórt upp í mig en leið sjálfri betur á eftir.  Maður er nú ekki með breitt ,,sterabak" til einskis!

Stundum þakkar maður fyrir málfrelsið og ritfrelsið þó annað sé geðveikt ómögulegt í þessu landi og e.t.v. skrifa ég um það seinna til að losa um eitthvað af því sem fer svo ótrúlega mikið í mínar fínustu.

Sem sagt búið ykkur undir meir af svona löguðu nú eða bara hættið að lesa mig..  

  


Þú berð ábyrgð og þér ber skilda að hugsa vel um aldraða foreldra ef þau eru á lífi.

Að vakna upp einn daginn og gera sér grein fyrir því að nú er farið að halla undan fæti og nýtt verkefni hefur bæst við lífsstílinn þ. e. a. nú er komið að okkur að þakka fyrir góða umönnun foreldra og borga fyrir eins vel og maður getur. Þá vaknar oft spurningin erum við nægilega hraust sjálf til að standa í þessu og eigum við góð systkin sem eru tilbúin að taka þátt í þessu með okkur? 

Ég er heppin.  Á þrjú systkin sem öll taka þátt í því að hugsa um aldraða móður okkar.  Erum samt óskaplega heppin þar sem hún er hress og getur séð um sig sjálf að mestu leiti alvg að verða 86 ára, en auðvitað fylgir þessu kvabb og rugl öðru hverju sem við reynum að leiða hjá okkur eins og hægt er. 

Verðum stundum pirruð, bara eðlilegt.

Annað er með tengdaföður minn sem á fimm börn en engin virðist hafa tíma fyrir hann.  Ekki bara það en þau talast varla við.  Hann er orðinn mjög farlama og ótækt að hafa hann á Eir lengur þar sem hann getur engan vegin hugsað um sig og er ekki á sjúkradeildinni.

Ég skrifa þetta nú hér til að létta aðeins á sálinni.  Mér hefur fundist minn elskulegi alveg hafa haft nóg á sinni könnu með mig veika í nær átta mánuði fyrir utan árið á undan í Prag. Það er ekki bara hann Þórir minn sem er búinn að standa með mér í gegn um þessi veikindi, stundum finnst mér hann ofvernda mig en á að vera þákklát fyrir allt sem hann gerir fyrir mig.  Einnig hafa  

dóttir okkar og sonur, þeirra makar staðið eins og klettar við hlið okkar allan tímann og þess vegna veit ég hvað það er mikils virði að eiga góð og tillitsöm börn sem jafnvel fljúga yfir til Íslands til að fylgjast með gömlu kerlingunni. (ég er nú ekki alveg svo gömul samt)!

Nú stendur yfir ferðamannahelgi ársins og þá að sjálfsögðu öll fjölskylda míns elskulega í sumarhúsum eða annars staðar.  Það er eins og sumir hafi heldur ekki síma við höndina!

Á miðvikudaginn fór minn elskulegi í brjósklosaðgerð og á þ.a.l. að taka það rólega næstu vikur en er farinn að keyra bílinn og transporta upp á Eir til gamla ef hann hringir og það er ekki ósjaldan núna að hann er ósjálfbjarga heima hjá sér gamli maðurinn og eini afkomandinn sem honum dettur í að hringja í er Þórir.

Jæja þá er ég búin að koma þessu frá mér og eftir helgina verður að fara að ganga í því að koma gamla tengdó á öruggan stað þar sem hann fær almennilega hlynningu.

Ef til vill koma þessi skrif mín einhverjum til að hugsa sem er í svipaðri aðstöðu.

Komi fólki til að hugsa og framkvæma en ekki bera allar áhyggjur heimsins á herðunum og gera ekkert í málunum.  Nú tala ég til þeirra sem eiga systkini en deila ekki ábyrgð og allt liggur eins og mara á einum bróður eða systur.

Talið saman en þegið ekki þunnu hljóði.

 


Sumarsmellur Siglfirðinga algjör hitt-samba!

Í gærkvöldi hitti ég eðalperluvinkonur mínar sem ég hafði ekki séð í allt of langan tíma og hreinlega vanrækt.  Ég vona að mér sé fyrirgefið það hér og nú.

Ef einhver hefur legið á hleri og heyrt í okkur masið og hláturrokurnar þá er það svo sem allt í lagi en á tímabili var ég fegin að við vorum ekki staddar í blokkaríbúð því það hefði örugglega einhver verið búin að hringja á babú-bílinn og senda okkur inn við sundin blá.

Þegar konur á sjötugsaldri eru farnar að syngja og leika Mærin fór í dansinn, Frímann fór á engjar.  Rifja upp alla hina leikina sem við fórum í.  Hvernig við strikuðum parís allt upp í tröllaparís, kíló, einn, tveir , þrír, fjórir, fimm, Dimmalimm.  Sippó, teyjutwist, snú snú og hvað þetta nú allt hét. 

Við skemmtum okkur mikið við endurminningarnar og hlátrasköllin heyrðust um langan veg.  Þegar farið var að rifja upp gamla sénsa frá 1966 fannst mér tími til kominn að pilla mig heim og ein vinkonan gaf mér far upp í Kópavoginn.

Jésus hvað það var gaman!  Er alveg á því að halda áfram að reyna að mæta með þeim næsta þriðjudag.  Ekkert smá uppbyggjandi að hitta þessar stelpudruslur.

Birna mín takk fyrir móttökurnar og frábærar veitingar! 

Gangi ykkur vel á hátíðinni fyrir norðan og veit að Sambasmellurinn verður hitt!  Hvað heitir hann:  Sumarfrí á Siglufirði, eða eitthvað sollis.

Er farin út í sólina og sumarið.


Ég er svo þakklát og glöð fyrir alla og allt.

Ég sat fyrir framan lækninn minn í morgun og tárin þrengdu sér fram í augnkrókana.  Ég grét af gleði.  Ég var búin að kvíða svo fyrir þessari heimsókn til doctorsins en algjörlega að tilefnislausu.

Æxlin þrjú við heilann hafa haldið kyrru fyrir og hvorki fjölgað sér né stækkað.  Hafa staðið í stað og ef eitthvað er þá hafa þau jafnvel minnkað. Þannig að nú vonast maður til þess að svo verði áfram næstu árin.

Verið bara róleg þarna og hreyfið ykkur ekki, fyrst það er ekki hægt að fjarlægja ykkur ótuktirnar þá skal ég lifa með ykkur þarna ef þið lofið mér því að vera til friðs.

Blóðtappana þrjá sem myndast hafa við lungun ætla ég að vinna á með því að sprauta mig með blóðþynningarlyfjum í nokkra mánuði eða ár og strax komin með fallegan rósóttan maga í öllum litum marbletta-flórunnar

Gasa sætt!

Nú er að halda áfram að byggja upp og hella í sig ljósi og jákvæðum hugsunum. 

Takk fyrir allar góðar kveðjur og kraft sem þið hafið sent mér.

Þetta hjálpar svo sannarlega.

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband