Færsluflokkur: Ferðalög

En hvað það var skrítið..................

Einn fjögra ára sat hjá afa og ömmu í flugvélinni á leið frá Akureyri til Reykjavíkur í gærkvöldi og spurði og talaði stanslaust allan daginn.  En afi af hverju? og amma er þetta rétt hjá afa eða er hann bara að bulla?  Amman svaraði að auðvitað hefði afi rétt fyrir sér en sendi pínu harkalegt augnaráð yfir ganginn til afans þar sem hann sat með smá glott á vörum.

  Varaði við að fylla krakkann af lygasögum og ævintýrum sem hann gæti ekki staðið við og væru uppspuni eða hinn heilagi sannleikur.FootinMouth

Það var nú dálítið þreytt amma sem steig út úr flugvélinni í gærkvöldi og í sannleika sagt brá fyrir létti þegar hún bar mömmuna og pabbann í móttökunni sem tóku fagnandi syni sínum og sáu að hann var í góðum málum og afinn og amman höfðu klárað hlutverkið með sóma.InLove

Amman vaknaði hálf tuskuleg í morgun en hún átti pantaðan tíma hjá uppáhaldslækni sínum og gat ekki hugsað sér að láta hann sleppa við að taka á móti henni svona um hádegið þrátt fyrir að jafnvægið væri ekki alveg hundrað prósent hvað þá getan en stundum er þægilegt að nota leikhæfileikana og getað platað flesta upp úr skónum sem ég notaði óspart í morgun eða svo hélt ég en minn ágætis doktor er ekkert auðvelt að fara í kringum og hann sér um leið hvernig ástandið er án þess að koma við mann með litla fingri.

Ég alveg, svona líka,  reyndi að sína fram á að mér liði bara vel og hann sagði jú reyndar að hann gæti séð að ég væri miklu betri og þá gubbaði ég auðvitað út úr mér að ég hefði verið með svima í morgun en bara af því ég hefði komið að norðan sein í gærkvöldi úr barnaafmæli sem stóð í þrjá daga að góðum íslenskum sið.  If we do it we do it with stile!

Minn elskulegi doktor brosti og sagði ,, Já og eftir slík partí á maður að taka sér þriggja daga hvíld, alls ekki minna"  Já, já svaraði ég, bláeyg og ljóshærð (hvíthærð) lofa því næst!  Síðan ræddum við um ýmis mál og hann sagðist jafnvel vera að fara að yfirgefa þetta krummaskuð fljótlega á næsta ári.  Ég gat næstum grátið.  Þetta verður þá í annað sinn sem ég missi hann héðan og held ég að í þetta sinn sé það for good.  Djöfullinn, þessi þjóð hér og stjórn eða eigum við ekki að segja stjórnleysi.  Ég er farin líka a.s.a.p.

Jæja ég er komin heim í hvíld og ætla að gera eins og læknirinn minn segir mér.  Taka það rólega og njóta hverrar mínútu hér í þessu guðsvolaða landi þar sem sumir fá næstum hjartastopp þegar þeir heyra mig bölsótast yfir öllu hér, ósómanum og svo líka því sem vel er gert því ég kvarta líka yfir því stundum.

Þið þarna úti farið vel með ykkur og verið þæg, prúð og stillt. 

Það ætla ég að gera. 

 Haga mér alveg eins og dúkka, dusta á mér kjólinn og dansa svo niður bæjarhólinn.  Amma hefur lagt vendinum og gefur mér stóran bita af sköku sem ég þakka fyrir og og hoppa og skoppa út á hlað en hún amma mín horfir á mig hvar sem ég er stödd í heiminum.

.....  EN HVAÐ ÞAÐ VAR SKRÍTIР ............

  


Nú er að forgangsraða og vera skynsöm.

Það er hljótt í húsinu enda Þórir Ingi farinn heim til Íslands.  Hefði alveg verið til í að hafa hann svolítið lengur en nú varð skynsemin að ráða.  Enga vitleysu en við vorum farin að ná saman ég og hann stutti minn og allt gaman tekur enda. 

 ´

Ég held líka að ég fari heim fljótlega og heimsæki lækninn minn á Lansanum.  Enga taugaveiklun fólkens.  Ég verð aðeins að forgangsraða og hlusta á skynsemina sem  betur fer tekur af mér völdin öðru hvoru.  Ekkert til að hafa stórar áhyggjur af. 

Það er eins og óhamingjan elti okkur vinina hér í Prag.  Núna rétt áðan hringdi ein vinkona okkar frá USA(Patty) og tilkynnti okkur að eiginmaður hennar til tugi ára hefði kvatt þennan heimí seinustu viku.  Þau höfðu flutt til USA í haust sem leið og annar góðvinur okkar hér í Prag er illa haldinn eftir hjartaslag og má þ.a.l. ekki fljúga svo þau eru ,,stökk"  Já það er ekki bara á Íslandi þar sem vinir og vandamenn kveðja okkur en maður má búast við öllu þegar komið er á þennan aldur. Paul vinur okkar og pókerfélagi Þóris var 86 ára en kona hans var miklu yngri.  

Við biðjum ykkur Guðs blessunar og sendi ykkur öllum ljós.


Þannig ilmaði haustið þá hér í sveitinni næstum alveg gleymt af undirritaðri.

Á morgun verður vika síðan við renndum hér í hlaðið, bæði með tárvot augu.  Við vorum loksins komin heim eftir átta mánaða útiveru. 

 Erró okkar tók á móti okkur vælandi og tók það nokkurn tíma að róa hann niður hundspottið okkar. 

Við erum núna fyrst að átta okkur og t.d. vorum við bæði hálf rugluð hvar hlutirnir væru þá sérstaklega í eldhúsinu en allt fannst þetta að lokum.

Nú er að njóta á meðan ég get og ekki verra að Soffa mín kemur á morgun með litla skottið sitt og verða þau hér í viku.

Líf og fjör að Stjörnusteini.Grin

Farið vel með ykkur.  Þangað til næst.

  Veit ekki hversu dugleg ég verð að setja hér inn á síðuna mína næstu vikur en læt heyra í mér ef eitthvað merkilegt kemur upp á. 

   


Loksins, loksins, loksins.

Í morgun fékk ég grænt ljós.  Ég má fara heim!  Ég næstum rauk upp um hálsinn á doktornum en hélt aftur af mér því þannig framkoma gengur ekki við hálærðan doksa og minn elskulega í sætinu við hliðina á mér.

En sem sagt ég má fara heim og við förum 20 ágúst að öllu óbreyttu og verðum í þrjár vikur eða þar til annað kemur í ljós til hins verra eða betra.  Ég get varla beðið er farin að skipuleggja í huganum hvernig ég á að nota tímann heima og undirbúa boð fyrir vini mína sem ég hef saknað óbærilega (þó allir hér hafi verið okkur góð þá eigum við samt líka vini til 20 ára úti í Prag), knúsa hundinn minn og klippa rósir og runna, ok fæ mann í það, engan æsing.

Þegar ég las bloggið hans Ómars Vadimarssonar í morgun glotti ég út í annað, þetta var eins og skrifað frá mínu hjarta ég er svo 100% sammála honum og ég er viss um að fleiri sem búið hafa langtímum erlendis skilja okkar afstöðu. Ég ætla ekki að fara að endurtaka hann hér en farið inn á bloggið hans og þá vitið þið hvað ég meina.

Egill okkar og fjölskylda eru að fara heim til Prag á morgun. Fyrst gamla fékk grænt ljós þá gáfu þau sér líka grænt.  Það er búið að vera mikill styrkur að hafa þau hér nálægt okkur og Soffa okkar kemur svo í tíu daga til Prag á meðan við erum þar, ekki verra.

Jæja folkens svona gengur þá lífið hér og sem sagt allt í góðu, er á meðan er. 

Já m.a.o. Takk fyrir góðar undirtektir fyrir fyrri færslu.  Það var ótrúlegt hvað þetta vakti mikið umtal og fólk hringdi meiraðsegja til að þakka mér fyrir og sagði að ég hefði hrist upp í þeim.

Að sjálfsögðu voru nokkrar óánægjuraddir enda tók ég stórt upp í mig en leið sjálfri betur á eftir.  Maður er nú ekki með breitt ,,sterabak" til einskis!

Stundum þakkar maður fyrir málfrelsið og ritfrelsið þó annað sé geðveikt ómögulegt í þessu landi og e.t.v. skrifa ég um það seinna til að losa um eitthvað af því sem fer svo ótrúlega mikið í mínar fínustu.

Sem sagt búið ykkur undir meir af svona löguðu nú eða bara hættið að lesa mig..  

  


Guð ekki láta hann taka ORA baunirnar og þar með eyðilegja jólin!

Hann lyfti upp hendi og stoppaði okkur þar sem við komum ýtandi vögnunum á undan okkur troðfullum af farangri svo varla sást í nema bleikan nefbroddinn á okkur.

Minn elskulegi var á undan, einhver hissa, nei ég bara spyr svona?

Vörður tollgæslunnar stöðvaði hann og í fyrsta skipti fór um mig smá fiðringur.  Ekki það að ég sé smeyk við þessa verði laga og réttar en þarna á undan mér í einni töskunni var jólamaturinn, fiðurfé, Hólsfjallahangikjöt eða næstum því og ORA. 

 Guð ekki láta hann taka ORA baunirnar!  Ég grátbændi almættið í huganum þar sem ég sá þennan í hvítu skyrtunni stöðva minn mann. 

Ég mundi eftir því þegar við vorum einu sinni tekin í tollinum á Keflavík vegna þess að við vorum með svo hrikalega mikinn farangur og beðin um að opna eina tösku.  Rótað upp óhreinum nærum og sælgæti frá USA.  Lokað síðan en þá segir sonur okkar:  Pabbi vá gott að hann fann ekki byssuna!  Og hvað? Jú auðvitað rifið upp úr öllum töskunum. 

Nú sá ég jólamatinn okkar á hraðleið í tékkneskar ruslafötur eða á nægtaborð yfirvaldsins.

Minn fór í vasann og veifaði diplópassanum en við honum var fussað og spurt hvað hann ætlaði að vera lengi í landinu.  Þá stakk minn hendi í hinn vasann og dró upp græna passann þar sem stendur að við séum með dagvistar og næturleyfi í Tékklandi til ársins 2089.

Mistök sem gerð voru af yfirvaldi þegar við fengum græna passann. 

Tollarinn gerði enga athugasemd og vísaði okkur inn í landið með bugti og honor.

Andsk.... man eftir því núna ég gleymdi að kaupa Makintosið og Nóa Sirius.

Jólin ónýt, get svo svarið það!

Er einhver á leið hingað?  Endilega takið með Nóa Sirius. 

 Makkintosið fæ ég sjálfsagt í Mark &Spencer.

Farin að leita að jóla eithvað....alla vega telja niður til jóla. 


Þá er að koma sér heim til Prag.

Nú veit ég hvað það er þegar talað er um bleika voga. 

Ætla samt ekkert að vera að segja ykkur það.  Held því bara fyrir mig, alla vega í bili. 

Annars er það pakkedí, pakk í dag.  Jólagjafir til ættingja hér heima.  Jólamaturinn sem á að fara heim til Prag.  Vakumpakkað fiðurfé, langhangið Húskarla lambakjöt, laufabrauð, og fl. sem er ómissandi um hátíðina.  Ekki segja mínum elskulega að ég laumaði nokkrum Ora grænum ofan í tösku en hann mundi hreinlega missa sig ef hann vissi að yfirvigtin er þeim að kenna.

Já þessi tími er búinn að vera hrikalega fljótur að líða hér heima í góðum félagsskap ættingja og vina.  Mikið gaman, mikið fjör en nú er kominn tími til að halda heim á leið og búa sig undir jólin og allt það stúss sem þeim fylgir. 

Eða eins og minn elskulegi sagði hér rétt áðan: Mikið verður gott að koma heim. 

Takk fyrir elskurnar mínar allar skemmtilegu stundirnar hér heima sl. vikur.

 


Komin aftur í dalinn minn.

Einu sinni bjuggum við í Fossvoginum og nú erum við aftur komin heim í dalinn okkar nema aðeins framar, nær víkinni.  Vóvó engan asa!  Við erum ekki flutt heim aðeins að hluta til.  Þetta verður svona útskotið okkar hér næstu árin.  Þið vitið svona kósíheitarútskot. 

Á meðan við vorum að dóla okkur í henni stóru Ameríku var fjölskyldan hér heima á fullu að koma íbúðinni í stand. Sjá um að þeir leggðu parketið rétt, ljósin tengd og koma húsgögnum og öðru dóti haganlega fyrir. Ómetanleg þessi fjölskylda okkar.  Svo láta þau svo vel að stjórn það er fyrir öllu. Takk elskurnar mínar þið eigið inni hjá mér heilan helling. 

Og hér sit ég og horfi yfir sundin blá, alveg að sjóndeildarhringnum.  Ég get næstum veifað til stórbóndans að Bessastöðum.  Sé að það er verið að færa þeim morgunkaffið.  Humm.... þarf að fá mér svona James!

Hér framundan glyttir í Perluna og milli ,,Lífs og dauða"  þá tekur við fjallasýnin, Esjan, Skálafell, Hengillinn og Bláfjöllin.  Stórkostlegt Panorama! 

Hér á okkur eftir að líða vel!

En ekki er til setunnar boðið.  Nú skal bretta upp ermar og fara að koma sér að verki.

 

 

 


HAPPY ´,,HALLÓ-VÍN" ! - Nornarkveðja frá USA.

 Er þetta ekki alveg frábært.  Hér sit ég á móti frumburðinum og hamast við að berjast gegn svínaflensu en hann alveg svona ,,kúl" glamrandi á sína tölvu og við erum í henni stóru Ameríku. 

 Þvílíkur bömmer, ég hafði það af að áskotnast SVÍNA- flensuófétið þessa daga sem ég var heima um daginn.

Ok, ég lifi það af en samt, þetta er ekkert að grínast með.  Ógisslega pirrandi! 

Á morgun ætla ég að vera hrikalega ,,kúl" amma með nornarhatt og alles!  Galdra til hægri og vinstri og búin að reyna í allan dag að koma því inn í lítinn þriggja ára koll að amma hans sé NORN!  Búin að lita mig í litabókina en veit ekki hvort þetta hefur sýjast inn í þriggja ára lítinn koll.

Amma er jú bara amma, pínu rugluð á köflum eins og gengur og gerist.

Sú stutta,aðeins tveggja ára tekur þessari ömmu bara eins og hún kemur fyrir, kexruglaðri.

Segi ykkur famhaldið á morgun.

HAPPY HALLÓ - VÍN!!!!! 


Við snerumst öndverð.

Þegar fólk verður yfir sig áhugasamt um að þóknast mér og mínum þá á ég það til að fara í algjöran baklás og það sama gegnir hjá mínum elskulega.

Í gær fórum við í smá leiðangur um borgina við sundin blá.  Okkur vanhagaði ýmislegt bæði stórt og smátt þannig að við visiteruðum nokkrar velvaldar verslanir.  Það fór ekkert á milli mála að verslunarfólk var mikið í mun að selja sína vöru og hvar sem við komum voru góð tilboð í gangi. En það er nú ekki alveg nóg að vera með góð tilboð sölumenn verða líka að kunna að selja vöruna.

Við komum t.d. inn í verslun þar sem okkur var tekið eins og við værum algjörir hálfvitar, snúið út úr spurningum okkar og jafnvel ekki svarað nema með annarri spurningu. Sölumanneskjan setti sig á háan hest og það sem við vorum að skoða kostaði marga, marga ísl. peninga, má eiginlega segja að hún væri í hærri kantinum.  Þar sem við þekktum þessa vöru af gamalli reynslu vorum við e.t.v. dálítið spennt fyrir að kaupa aftur svipað en að sjálfsögðu breytist allt með árunum og verður fullkomnara og þá vill maður fá upplýsingar eða jafnvel prófa.

Við hjónin snerumst öndverð vegna óþægilegrar framkomu viðkomandi og verslunin missti af góðri helgarsölu.

Annar verslunarmaður tók svo vel á móti okkur að við komumst snarlega í verslunarham og það vakti athygli sölumannsins sem sagðist elska að fá svona samhent hjón sem vissu nákvæmlega hvað þau vildu.  Við vorum svo samhljóma í neijunum og jáunum að það vakti almenna ánægju í versluninni.

Ætla að fara núna að plana daginn.

 


Fjölskyldudagar næstu vikur hér og þar og alls staðar.

Við lentum í fallegu haustveðri eftir þægilegt flug. Við erum enn og aftur komin í heimsókn heim.  Vildi bara láta vita af okkur. 

 Verðum hér í nokkra daga áður en við höldum öll litla fjölskyldan til stóru Ameríku þar sem við ætlum að heimsækja Mikka og Mínu, Guffa og alla hina sem einn lítill er núna í óðaönn að upplýsa ömmuna um.

Sumir eru hrikalega vondir aðrir góðir.    

Síðan skilst mér að jólin séu líka alveg að koma alla vega er verið að tala um að skreyta jólatré og jólseinninn komi og þeir eru víst tveir að mér skilst.

Á milli þess sem talað er við sjálfan sig er verið að upplýsa fáfróða ömmuna um öll heimsins gæði og líka vandamál.  Sem sagt ekki kjaftstoppað í allan morgun.

Svo á maður líka bæderman tannbusta og bædermann takkrem sem búið er að pakka niður. Ætlar með fimm tökkur í fluvélina til Mikka mús landið.

Það verður yfirvigt á þriðjudaginn er ég hrædd um.       

Hrikalega líkur mömmu sinni eins og hún var á hans aldri.    

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband