Færsluflokkur: Kvikmyndir

Hin frábæra stjórnmálakona Mo.

Í gærkvöldi dróst ég inn í kvikmynd og hélt satt best að segja að ég væri að gráta úr mér augun.  Vaknaði í morgun nærri enn með ekka og þrútin í framan eins og rauðmagi.

Langt síðan ég hef séð svona áhrifamikla mynd (eða e.t.v. var það bara sálarástand mitt sem gerði það að verkum að ég var svona meir).

Myndin fjallaði um hina frábæru stjórnmálakonu Mo sem barðist fyrir Írland og ekki hvað síst fyrir sínum sjúkdómi sem ég á henni sameiginlegan.  Mo dó aðeins 55 ára gömul og var þá ansi langt leidd, búið að hrekja hana frá störfum og hún búin að gefast upp á því að berjast á móti. 

Það tók mig langan tíma að ná mér niður eftir myndina og er enn að hugsa um hana og hvað margir verða að berjast við þennan hræðilega sjúkdóm sem engin á svör við.

Sá sem lék læknir hennar líktist ótrúlega mínum eðal lækni hér á Íslandi og svörin sem hann gaf henni, umhyggjan og kærleikurinn sem lýsti frá honum var eins og kópia af mínum lækni. Frábær studia sem hann hefur verið búinn að þræla sér í gegnum. 

Fyrst ég er á annað borð farin að tala um sjónvarpið þá er bara best að halda áfram. 

 Hr. Borgarstjóri ekki láta þá senda frá sér, þá er ég að meina TV stöðvarnar, fleiri svona þætti með þér skjótandi úr byssum.  Þetta fer þér engan vegin.  Halda sig við ráðhúsið kallinn minn og störfin þar á meðan þú situr í því hásæti og njóttu á meðan er og gerðu gagn. Veistu, annars gerir Helgi ekki neina styttu af þér, nei segi bara svona.

Ég horfi ekki mikið á sjónvarpsstöðvarnar.  Sjálfsagt af því ég er með of margar og líka það er eins og þeir (allar stöðvar hér á landi) hafi lent á útsölu og fengið á gjafverði endalausa spítalaþætti eða ódýra löggu og bófa-hasarmyndir.  Sem betur fer er takki sem er rauður og þú getur ýtt á hann og þessi hörmung deyr hægt út á skjánum. Vá tæknin...................

Jæjasssss, þá er ég búin að rausa þessu út úr mér.  Eigið öll góða viku með hopp og hí og tra-la-la-la.......

   


Hann lítur nákvæmlega eins út og fyrir þrjátíu árum. Ætli hann hafi látið klóna sig?

Sumt get ég auðveldlega leitt hjá mér en annað getur farið þvílíkt í mínar fínustu.  Fyrir nokkrum mánuðum var fólk að kvarta undan auglýsingunum sem birtast hér til hægri þegar þú opnar Mbl.is  Mér gæti eiginlega ekki staðið meir á sama nema þegar ég í vor eða snemmsumars tók eftir því að góðvinur minn frá 1969 birtist á síðunni sem einn af aðalleikurunum í kvikmynd sem átti að byrja að frumsýna í einhverju kvikmyndahúsanna í Rvík. 

Þarna var hann kominn ljós lifandi alveg ein og hann leit út fyrir þrjátíu og eitthvað árum.  Með sömu gleraugun og allan pakkann. Nú er sjálfsagt einhver orðinn forvitinn og spyr:  Hver?  Um hvern er verið að tala?  Nú hann Magga Axels.  Get svarið það þarna droppar hann upp þrjátíu árum seinna og hefur ekki breyst baun.  Nákvæmlega alveg eins og hann leit út á þessum árum. 

Hver er Maggi Axels?  Jú hann útskrifaðist sem leikari með mér 1972, síðan gerðist hann ljósavitringur niðrí gamla Iðnó en held að hann starfi núna sem fasteignasali.  Hef ekki séð hann í mörg herrans ár.  En fyrr má nú rota en dauðrota.  Bara koma svona fram og láta alla halda að hann sé að leika aðalhlutverkið í The Hangover.  Einhvern gaur sem heldur á barni og spyr:  Howse baby is this? 

Ég vona að þeir fari að taka þessa auglýsingu út svo ég verði ekki alveg galin að hafa þetta fyrir augunum dagsdaglega.  Please!!!!!!!!!!!!!  Do it NOW!!!!!!!!!!!!!

Ef þú lest þetta Maggi minn sem er nú frekar ólíklegt væri gaman að heyra frá þér.  Léstu klóna þig? 


Flott framtak hjá Valdísi Óskarsdóttur

Innilega til hamingju Valdís mín með þetta framtak! Mér sýnist líka ,,kastið" ekki vera af verri endanum sem þú hefur valið til að vinna með þér.   Hlakka til að sjá myndina og óska þér alls hins besta í framtíðinni, hvar sem þú kemur til með að stinga niður fæti í heiminum. 

Kveðjur héðan úr sveitinni okkar í Tékklandi.


mbl.is Íslensk brúðkaupsveisla í Toronto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óboðnir gestir í anda Hitchcock komu í morgunkaffi.

Fersk morgungolan kom inn um opnar dyr eldhússins, ég sat með kaffibollan og rúllaði Mbl. í tölvunni. Fuglarnir höfðu óþarflega hátt og leituðu hér upp að húsinu með miklum vængjaþyt. Ég undraðist þessi læti í fuglunum. Það var engin smá hamagangur þarna úti.

Allt í einu var eins og ég dytti inn í kvikmynd Hitchcock, The Birds.  Þrír óboðnir gestir flugu inn í eldhúsið og stefndu beint að mér þar sem ég sat.  Ósjálfrátt bar ég hendur fyrir mig og var allt í einu komin í hlutverk Melanie sem Tippi Hedren lék á sínum tíma svo eftirminnilega. 

 Þetta var allt annað en þægileg uppákoma en sem betur fer voru þetta aðeins litlu sætu spörfuglarnir með gulu og grænu bringurnar en ekki svörtu ógeðslegu krákurnar úr The Birds. 

Jæja vinir mínir hvernig á ég nú að koma ykkur út hugsaði ég og leist ekkert á það að fá þá inn um allt hús.  Tveir þeirra tylltu sér upp á eldhússkáp en sá þriðji rataði sjálfur út fljótlega.  Þarna sátu þeir makindalega og sungu sitt dirrindí þó nokkra stund og ég var farin að hugsa um að bjóða þeim í kaffi, þetta var að verða voða heimilislegt.   En þeim hefur sjálfsagt verið farið að lengja eftir vini sínum því eftir smá stund flugu þeir sína leið út í bjartan vordaginn. 

Já það er oft gestkvæmt hér að Stjörnusteini.  Birdie     


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband