Færsluflokkur: Matur og drykkur

Nú er maður komin á aldur sem vert er að tala um.

Í gær var haldið upp á afmælið mitt með pomp og prakt!  Mikill gestagangur, blóm, sætindi, kossar og knús með tilheyrandi lúxus gjöfum og söng.

Takk fyrir ykkar nærveru og skemmtilegheit!

Enn sannast það hversu góða fjölskyldu ég á og hvað ykkar nærvera er mér mikils virði dúllurnar mínar.

Mikið gaman og mikið fjör.  Saknaði Bríetar og Elmu Lindar en þær voru farnar heim til Prag en Egill minn fór í bítið í morgun.

Kvöldinu var slegið upp í matarveislu á Holtinu og stóð það (hótelið) alveg fyrir sínu eins og flest alla tíma sem við höfum komið þangað undanfarin fjörutíu ár eða svo.

Takk fyrir skemmtilegan dag kæru vinir og fam.


Hellisgerði, einn fallegasti garður sem við eigum en vantar punktinn yfir i-ið. Takk fyrir Klambratúnið Hr. Borgarstjóri.

Ég elska svona daga sem eitthvað jákvætt er í fréttum en ekki endalaus barlómur og væl. 

Nú hefur okkar góði Borgarstjóri Mr. Gnarr ákveðið að taka upp nafnið Klambratún og heiðra þannig minningu síðasta ábúanda að Klömbrum, Christian H. Christensen.  Þetta finnst mér frábært hjá okkar Borgarstjóra og hans fólki.

Annað rakst ég á líka í dag þar sem talað var um að fólk færi allt of lítið í Hellisgerði.  Ég og minn elskulegi vorum þar í gær í frábæru veðri og sóluðum okkur í bak og fyrir.  Jú það vakti athygli okkar hversu fáir voru þarna í þessu góða veðri og ekki amalegur staður þar sem allt er orðið svo gróið.  Sjálfsagt mætti bæta þjónustuna þar sem rekin er greiðasala í litlu húsi við leikvöllinn.

Um það leiti sem við vorum að fara kom par með unga dóttur og gengu að greiðasölunni.  Maðurinn segir: Nei hér er hægt að fá súpu með nacho.  Það hýrnar yfir konunni og þau ganga inn í húsið.  Eftir stutta stund kemur servetrisan út með kastarollu í hendinni og fer inn um kjallaradyr hússins.  Kemur út og þá segir maður við næsta borð:  Hvað ertu með í skjólunni heillin mín?  Hún svarar að bragði súpu!

Ég fékk velgju upp í háls.  Þarna var súpan sem sagt geymd, í kjallaranum innan um hagamýs og önnur skríðandi kvikindi. 

Stúlkukindin lét sig hverfa inn um dyr kofans en mínútu seinna komu hjónin út með skokkandi stelpuna í eftirdragi.  Þau höfðu auðsjáanlega misst matarlystina og líka alla löngun til að dvelja lengur í Hellisgerði þar sem ég sá þau taka blátt strik að bílastæðinu. 

Æ,æ,æ, þetta er ekki fallegt til afspurnar og ég vona að aðstandendur Hellisgerðis sjái sóma sinn í því að laga greiðasöluna áður en ég legg leið mína þangað aftur, því það ætla ég að gera einn daginn.  Garðurinn er þess virði að skoða og ganga sér til hressingar.

 


Það kemur maður í manns stað. Takk fyrir mig í KOSTINUM í dag!

Að sjálfsögðu er það sárt þegar menn fara með fjölda fólks í hreina glötun og eiga tvímælalaust að borga fyrir allar misgjörðir alveg sama hversu dýrt drottins orðið er.  Lítil samúð hér með Jóhannesi og hans fjölskyldu.

Ég hef ekki mikið verið í matarbúðum hér síðan ég kom til landsins en í dag fannst mér tími til kominn að fara og versla inn á minn máta en ekki míns elskulega.  Þá datt mér í hug að kíkja í KOST hér í Kópavoginum. 

Ég hef rekið mig á það hér þessi fáu skipti sem ég hef farið í matvörubúð að vöruúrval er hrikalega takmarkað og hillur flestar fylltar með ódýrari vöruflokkum, útrunnið, eða hálf mokið og ónýtt,  því miður. 

Þess vegna gladdist ég þvílíkt í dag inn í Kost. Vöruúrvalið er e.t.v. ekki alveg eins og ég á að venjast frá heiman en var alveg tæmandi og margir vöruflokkar sem þú sérð ekki hvar sem er. 

Ég var fljót að fylla körfuna og kom heim með hluti sem ég gat sett í ísskápinn með ánægju. 

Frábært grænmeti og ávextir.  FERSKIR OG FALLEGIR.

Þakka kærlega fyrir góða þjónustu.  Hlaupið til og sett í poka með manni og allir brosandi.

VEL AFTUR KOSTINN      -     EKKI SPURNING!


mbl.is 80% vilja ekki Jóhannes í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skellt sér á markaðinn fyrir framan Bauhaus Prühonice. Varúð sumar myndir eru frekar óhugnalegar.

Hér ar4 hugmyndin að setja inn nokkrar myndir en því miður var það ekki fræðilegur möguleiki.  Hef ekki hugmynd hvers vegna það gekk ekki.  Reyni að setja þessar myndir inn seinna.

Ég var að hugsa um öll þau grenitré sem standa hér óhreyfð um allt Tékkland og engin fær svo mikið sem skera eitt lítið niður ja nema þá að planta þremur í staðin. 

Nei elskurnar mínar hér fer maður í Bauhaus og kaupir Normansþyn bara eins og allir hinir á Íslandi og hinum norðurlöndunum.  Það var ekki auðvelt að velja tré í - 15° frosti í dag en hvað......

Er þetta nógu gott spyr minn elskulegi? (hér átti að vera flott mynd af mínum elskulega skoða té) 

Neip, ekki að ræða það, ég vil þetta svona eiga jólatré að vera elskan, þétt og beinvaxin. (hér ein af mér með tréð sem endaði hér inni í stofu)

  Það var líka verið að selja Vatnakarfa þarna fyrir utan og ég biðst velvirðingar ef þessar myndir fara eitthvað fyrir brjóstið á sumum.  En svona er þessi siður.  Fiskurinn er seldur lifandi og flestir kaupendur fara með hann heim í fötu og lætur hann svo synda í baðkerinu fram að jólu meða til 23 des.  Þá er hann slægður og venjulega panneraður og steiktur á pönnu.  Fiskurinn er frekar ófrýnilegur og ekki beint hvítur á litin heldur svoan ljós brúnn.  Ekki mín deild. ) hér áttu að koma myndir sem eru frekar óaugnalegar frá markaðinum.  Fiskur í kerjum og þar sem verið er að slægja á fullu)  Oj bara.....

 

Þarna skoðar minn í kerin og jafnvel segir bara til þess að ganga fram af mér: ,, Hvernig væri að hafa Karfa í matinn á aðfangadag og sleppa bara rjúpunum?"

,,Bíddu´ert þú ekki alveg ílagi maður?"  Ja ekki nema þú viljir að krakkarnir hætti að koma í mat til okkar á aðfangadag.  Þá er þetta fín hugmynd og svínvirkar ef út í það er farið"  Halló!!!!!!!!!!!!!!

Hér sést slögtunarborðið og það er ekki langt í að velgjan þrengi sér upp í háls þegar maður nálgast þennan ófögnuð.  En sinn er siður í landi hverju, ekki líkar þeim trosið sem við borðum á Þorranum svo...............

Lofa ykkur myndum seinna þegar tölvudruslan e r komin í betri tengingu.

 

 

Ætli þetta sé alt vegna kuldans sem herjar hér á okkur í sveitinni.  Ekki ólíklegt.

 

 


Jólin byrja að Stjörnusteini annað kvöld,

Á meðan Obama tók við friðarverðlaununum sátum við í norska Sendiráðinu hér í Prag á fyrsta degi kræsinga og ofáts sem kemur til með að standa yfir næstu vikur. 

Að sjálfsögðu kom veitingin upp á pallborðið og við ræddum þetta svona fram og til baka.  Annað sem rætt var af miklum áhuga var efnahagsástan okkar Íslendinga og hvort við værum alveg á því að ganga í EU.   Hvað veit ég um það.  Fáfróð manneskjan sem nennir ekki einu sinni að hugsa um pólitík hvað þá að setja mig niður við að skilja eymdarástan þjóðar minnar.

Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilin við ykkur þá eru þessi boð mér alls ekki að skapi og mér yfirleitt hundleiðist.  Í kvöld var ég næstum, eftir að hafa gúffað í mig graflax, purusteik og tilbehör og créme Brullée á eftir og var komin með gubbunu upp í háls, var ég næstum búin að standa upp frá borðinu og komin hálfa leið út úr húsinu.  Það sem mér leið illa!!!!

Það tók óratíma að keyra þess 50 km heim og nú er ég aðeins farin að jafna mig enda sit hér með Cheddar ost í annarri og glamra á lyklaborðið á milli þess sem ég sting upp í mig bita.  Málið er að það er bráðnauðsynlegt á éta sig niður á hverju kvöldi ef maður á að lifa þessar vikur af.

Mér var tilkynnt af mörgum í kvöld að jólin byrjuðu alls ekki í IKEA enda þvílík fjartæða að halda því fram.  Jólin byrja hér heima hjá okkur að Stjörnusteini. 

Það voru all margir sem sögðu mér að þeir væru búnir að liggja á hnjánum í marga daga, slíta gat á margar buxur,  til þess að biðja um snjó eins og gerist hér í fyrra þegar við héldum okkar árlega jólaboð.  Nú verður boðið til veislu annað kvöld og hann verður heldur betur að taka sig saman í andlitinu ef hann ætlar að snjóa.  Það er hiti hér og ekkert líklegt að hann breyti því næstu klukkustundirnar.

En veislan verður á morgun og hlökkum við mikið til að fá vini okkar hingað í þessa árlegu jólaveislu.

Segi ykkur seinna hvernig til tókst.

Ætla ekki að segja ykkur hvað mér líður illa í maganum eftir þetta át í kvöld en mikið hrikalega var purusteikin góð.  Enda kom frá Nils á Kampa.

 

 


mbl.is Mótmælaganga í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi hlaup á milli eldhúss og borðstofu hafa sett toll á mínar eðal fætur og ruglað heilabúið verulega í dag.

Dagurinn er búinn að vera svona upp og niður, út og suður.  Hlaupa úr einu í annað.  Aðallega að ganga frá eftir kalkúnveisluna í gærkvöldi.  Hér sjáið þið minn elskulega í Benihana ham, get svo svarið fyrir það.  Þið sem þekkið japanska steikhúsið Benihana vitið hvað ég er að fara.  Sjáið hvernig hann mundar hnífinn við að ,,carva" fuglinn sem var heil átta kíló fyrir sjö manns. 

Thanksgiving og X Mas cards 2009 003 Sjáið hvað minn er happy go lucky!!!!!

Já sem sagt á milli þess sem ég hljóp inn í eldhús og setti í uppþvottavélina vegna þess að ég nennti ekki að klára það í gærkvöldi, fór út og rak kattarkvikindi, sko villikött, sem var á kafi í ofnskúffunni löðrandi í fitu af fiðurfuglinum, leit eftir hvort ofninn sem var að sjálfhreinsa sig kveikti nokkuð út frá sér eins og einu sinni gerðist næstum því, heppin þá að vera heima.  Þá var ég á kafi að skrifa jólakort til ykkar allra, nema ykkar aularnir sem ég tók út af listanum og þíðir ekkert að röfla yfir því, búið og gert! 

Thanksgiving og X Mas cards 2009 006

Sko svona leit borðstofuborðið mitt út og svo verðið þið að ímynda ykkur skíðlogandi arineld í horninu á stofunni.  Koma svo, setja ímyndunaraflið í gang! 

Ok ég er búin að skrifa þessi 200 kort sem senda á hingað og þangað um heiminn.  Léttir? Já ekkert smá!

Nú get ég einbeitt mér að eldhúsinu sem er alveg að fara að taka á sig mynd eftir tiltekt dagsins frá klukkan níu í morgun. Ef einver er að undrast hvar Barbara er þá er hún í fríi í dag.  Bara eintómt vesen.

Jæja ég ætla nú að fara að huga að kalkúnsafgöngum og laga risa BLT samloku að hætti Ameríkana.

Síðan verður kvöldið tekið með ró og spekt.

Farin að bæta á arininn. 

Asnar búin að segja ykkur það, Barbara er í fríi í dag. 

 Þarf að gera allt sjálf!

Þíðir ekkert að smella á þetta ALLT, hefur ekkert að gera með sjá nánar, oh þið eruð svo miklir aular, meina það!

 


Allt tilbúið fyrir fullveldishátíðina hér að Stjörnusteini.

Stjönusteinn jólin 2008  Eins og sjá má á þessari mynd þá er allt tilbúið fyrir afmælishátíðina, 1. des fagnað og fyrstu viku í aðventu sem sagt allt í einum pakka hér í kvöld. 

Kalkúninn mallar hér í ofninum og það komast ekki fleiri pottar á eldavélina svo eitthvað verður að mæta afgangi en allt reddast þetta.

Í kvöld verðum við litla fjölskyldan hér í Prag og komum okkur í svona smá jólaskap.  Sakna þess að hafa ekki Soffu okkar og fjölskyldu hér núna en bara næsta ár.

Svo til hamingju með daginn kæru landar!  Ekki seinna vænna að óska ykkur til hamingju með daginn þar sem langt er liðið á hann, ja alla vega hér í þessu landi.

Njótið vel hvar sem þið eruð stödd á jarðarkringlunni.


mbl.is Krans lagður að leiði Jóns Sigurðssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundum síðasta kalkúninn í Prag og þökkum fyrir það!

 Nú er það Þakkagjörðadagurinn.  Mér finnst það svo sem allt í lagi að þakka fyrir mig og mína almennilega einu sinni á ári. 

 Annars er ég sí og æ að þakka almættinu en gott að fá tækifæri til að bjóða fjölskyldunni í stórveislu og þakka þeim prívat og persónulega fyrir að vera til og hafa gert svo lítið að velja mig sem foreldri.  Hugsið ykkur bara eins og þau höfðu úr mörgum góðum að velja................

Í gær fengum við upphringingu frá frumburðinum og hann fór svona í kring um hlutina eins og honum einum er lagið og spurði hvort ekki ætti að halda upp á Thanksgiving. Þessir krakkar eru orðin allt of eitthvað úttlensk.  Halló-vín, Thanksgiving, Dagur hinna látnu og ég veit ekki hvað og hvað.

Auðvitað var rokið upp til handa og fóta til þess að finna síðasta Móikanann ég meina síðasta Kalkúninn í Prag.  Dísús þeir vaxa sko ekki á trjánum daginn fyrir þakkagjörðahátíðina.  En í morgun tókst okkur að krækja í þann síðasta og hann skal nú steikjast og snúa á sunnudaginn.  Nenni ekki þessu í dag enda fuglinn gaddfreðinn.

Þá verð ég líka búin að hengja upp allar mínar þúsundir ljósasería úti og inni svo hér verður haldið vegleg veisla og þakkað til hægri og vinstri.

En ekki fyrr en á sunnudag, þíðir ekkert að koma hingað í dag. 

 


Guð ekki láta hann taka ORA baunirnar og þar með eyðilegja jólin!

Hann lyfti upp hendi og stoppaði okkur þar sem við komum ýtandi vögnunum á undan okkur troðfullum af farangri svo varla sást í nema bleikan nefbroddinn á okkur.

Minn elskulegi var á undan, einhver hissa, nei ég bara spyr svona?

Vörður tollgæslunnar stöðvaði hann og í fyrsta skipti fór um mig smá fiðringur.  Ekki það að ég sé smeyk við þessa verði laga og réttar en þarna á undan mér í einni töskunni var jólamaturinn, fiðurfé, Hólsfjallahangikjöt eða næstum því og ORA. 

 Guð ekki láta hann taka ORA baunirnar!  Ég grátbændi almættið í huganum þar sem ég sá þennan í hvítu skyrtunni stöðva minn mann. 

Ég mundi eftir því þegar við vorum einu sinni tekin í tollinum á Keflavík vegna þess að við vorum með svo hrikalega mikinn farangur og beðin um að opna eina tösku.  Rótað upp óhreinum nærum og sælgæti frá USA.  Lokað síðan en þá segir sonur okkar:  Pabbi vá gott að hann fann ekki byssuna!  Og hvað? Jú auðvitað rifið upp úr öllum töskunum. 

Nú sá ég jólamatinn okkar á hraðleið í tékkneskar ruslafötur eða á nægtaborð yfirvaldsins.

Minn fór í vasann og veifaði diplópassanum en við honum var fussað og spurt hvað hann ætlaði að vera lengi í landinu.  Þá stakk minn hendi í hinn vasann og dró upp græna passann þar sem stendur að við séum með dagvistar og næturleyfi í Tékklandi til ársins 2089.

Mistök sem gerð voru af yfirvaldi þegar við fengum græna passann. 

Tollarinn gerði enga athugasemd og vísaði okkur inn í landið með bugti og honor.

Andsk.... man eftir því núna ég gleymdi að kaupa Makintosið og Nóa Sirius.

Jólin ónýt, get svo svarið það!

Er einhver á leið hingað?  Endilega takið með Nóa Sirius. 

 Makkintosið fæ ég sjálfsagt í Mark &Spencer.

Farin að leita að jóla eithvað....alla vega telja niður til jóla. 


Það eru allar kýr hér með anorexíu.

það ganga um bakka Signu og njóta er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi.  Dagarnir sem við dvöldum í Paris voru fljótir að líða.  Við lékum við hvern okkar fingur og nutum þess í botn að slíta skósólunum í þessari fallegu borg menningar og lista. 

Það sem stendur uppi er heimsókn okkar í vinnustofu Erró en þar tók hann á móti okkur síðasta daginn sem við dvöldum í borginni.  Við gerðum stutt stans þar sem við vildum ekki trufla listamanninn en samt nóg til þess að við gátum rifjað upp gömul kynni.  Hlökkum til að hitta hann í Vínarborg í október.

Núna sit ég hér á einu af okkar draumahóteli 85 km suður af  Dijon í pínulitlu sveitaþorpi sem heitir Port Lesney svo lítið að það er ekki einu sinni merkt á korti.  Þetta er lítið Cháteau með frábæru umhverfi og Gourme eldhúsi.  Eitthvað sem við elskum að heimsækja.

Við fórum í göngu um bæinn um hádegi og fundum út að á þessum árstíma er þessi litli bær eins og dauðs manns gröf.  Það sást ekki sála á götunum og hverfisbúðin var lokuð sem og eina Bistroið í hverfinu svo við keyrðum hér í næsta þorp sem er frægt fyrir góð vín frá vínökrunum sem teygja sig hér upp eftir hlíðunum.

Hvert sem auga er litið eru bændur að tína vínberjaklasana af vínviðnum og gaman að sjá fólk hér eins og fiðrildi hér upp um allar hlíðar.  Við stálum okkur einum klasa og jammí hvað berin í ár smakkast vel.

Annað sem vakti athygli okkar hér á ferð okkar um sveitina i dag eru að hver einasta belja í sveitinni er með anorexíu á háu stigi.  Hef aldrei á ævi minni séð jafn mjóslegnar kýr.

Aumingja blessuð dýrin.

Í kvöld verður borðað hér margrétta dinner og drukkið gott vín héðan úr héraði og notið sveitasælunnar.

Á morgun er ferðinni heitið til Aix Provenc eða alla vega eitthvað á suðurleið.

Læt heyra í mér aftur næst þegar ég kemst í samband. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband