Loksins, loksins, loksins.

Í morgun fékk ég grænt ljós.  Ég má fara heim!  Ég næstum rauk upp um hálsinn á doktornum en hélt aftur af mér því þannig framkoma gengur ekki við hálærðan doksa og minn elskulega í sætinu við hliðina á mér.

En sem sagt ég má fara heim og við förum 20 ágúst að öllu óbreyttu og verðum í þrjár vikur eða þar til annað kemur í ljós til hins verra eða betra.  Ég get varla beðið er farin að skipuleggja í huganum hvernig ég á að nota tímann heima og undirbúa boð fyrir vini mína sem ég hef saknað óbærilega (þó allir hér hafi verið okkur góð þá eigum við samt líka vini til 20 ára úti í Prag), knúsa hundinn minn og klippa rósir og runna, ok fæ mann í það, engan æsing.

Þegar ég las bloggið hans Ómars Vadimarssonar í morgun glotti ég út í annað, þetta var eins og skrifað frá mínu hjarta ég er svo 100% sammála honum og ég er viss um að fleiri sem búið hafa langtímum erlendis skilja okkar afstöðu. Ég ætla ekki að fara að endurtaka hann hér en farið inn á bloggið hans og þá vitið þið hvað ég meina.

Egill okkar og fjölskylda eru að fara heim til Prag á morgun. Fyrst gamla fékk grænt ljós þá gáfu þau sér líka grænt.  Það er búið að vera mikill styrkur að hafa þau hér nálægt okkur og Soffa okkar kemur svo í tíu daga til Prag á meðan við erum þar, ekki verra.

Jæja folkens svona gengur þá lífið hér og sem sagt allt í góðu, er á meðan er. 

Já m.a.o. Takk fyrir góðar undirtektir fyrir fyrri færslu.  Það var ótrúlegt hvað þetta vakti mikið umtal og fólk hringdi meiraðsegja til að þakka mér fyrir og sagði að ég hefði hrist upp í þeim.

Að sjálfsögðu voru nokkrar óánægjuraddir enda tók ég stórt upp í mig en leið sjálfri betur á eftir.  Maður er nú ekki með breitt ,,sterabak" til einskis!

Stundum þakkar maður fyrir málfrelsið og ritfrelsið þó annað sé geðveikt ómögulegt í þessu landi og e.t.v. skrifa ég um það seinna til að losa um eitthvað af því sem fer svo ótrúlega mikið í mínar fínustu.

Sem sagt búið ykkur undir meir af svona löguðu nú eða bara hættið að lesa mig..  

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Frábært Ía mín, góða ferð heim.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.8.2010 kl. 16:04

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góðar fréttir Taktu það samt rólega þarna útiheima.... annars verð ég að koma ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2010 kl. 22:14

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh já Hrönslan mín, nóg pláss hjá mér en algjört skilyrði að kunna eithvað fyrir sér i garðrækt.  Skilst að landareignin sé komin í algjört mess.

Ía Jóhannsdóttir, 11.8.2010 kl. 11:11

4 identicon

Gott að heyra og góða ferð heim, og vonandi koma fleiri hressilegir pistlar fljótlega!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 21:40

5 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Góðar fréttir. Hafðu það sem best - farðu vel með þig.

Ómar Valdimarsson, 12.8.2010 kl. 00:10

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Til hamingju með græna ljósið!

Jóhanna Magnúsdóttir, 14.8.2010 kl. 08:23

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju og farðu nú vel með þig

Jónína Dúadóttir, 19.8.2010 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband