Þegar færslur detta út trekk í trekk þá verður maður dálítið pirró ja eins og núna

.......en ég ætla að reyna alla vega einu sinni enn.  Móðursystir mín sagði mér einu sinni að hún væri búin að læra alla íslensku Flóruna og nú held ég að ég sé búin að fara í gegn um alla ísl. bókaflóruna því hvað er hægt að gera annað en lesa þegar maður liggur hálf back og pælir í hver verður næstur - íslenskur, erlendur (nei ekki sá Erlendur) svo eru þessir höfundar svo misjafnir eins og þeir eru margir og nennan ekki alveg 100% til þess að fara í gegn um misgóða höfunda.

Ég ætla ekki að segja ykkur hversu marga höfunda ég er búin að þræla mér í gegn um en þeir eru ansi margir og sumir alveg hundleiðinlegir aðrir la la en margir hverjir bráðskemmtilegi og góðir pennar en ég ætla nú ekki að fara að tíunda þetta fyrir ykkur núna en kemur ef til vill að því einn daginn þegar ég er í stuði.  Mér þótti skemmtilegast að garfa í gegnum barnabækur. H.C. Andersen og Gimmsævintýri.

Mínar mestu áhyggjur eru þær að ég komist ekki í gegn um allan staflann en OK þá verð ég bara að lesa dag og nótt því í skal klára þetta, verst að það bætist alltaf við bunkann tala nú ekki um þeger höfundar eru farnir að keppast við að hafa bæku sínar sem lengstar.  Engin maður með mönnum nema bókin telji fimm til sexhundruð blaðsíður.  Hún má þá vera þeim mun skemmtilegri eða æsifengin að ég hafi getu í þannig doðrant.

Nú ætla ég að sjá hvort þessi færsla fer í gegn nú ef ekki þá það.

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hún er inni og ég búin að lesa

Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2010 kl. 11:32

2 identicon

Sko mín   kæra -tókst :)

Anna Sig (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 11:40

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hjúkket og snögg ertu Ásdís mín.  Takk fyrir innlitið

Ía Jóhannsdóttir, 11.11.2010 kl. 11:42

4 identicon

Áfram Ía............ég heyri að þú ert svo sannarlega ekki aðgerðarlaus.

xxx Erla

Erla (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband