Bjössi litli lætur ekki gabba sig

Nú æsast leikar.  Á meðan Bjössi litli spókar sig um á Hveravöllum og nýtur fegurðar landsins fer heimavarnaliðið á stúfana og heldur til fjalla í von um að komast í fótspor Bangsa.

Komið hefur í ljós við rannsókn málsins að nafnið Karen þýðir ,,hin hreina"  nefnd hefur verið sett í málið til að fá botn í  hvernig nafnið tengist Hvítabirninum.  Það eina sem nefndin hefur komið sér saman um er að hvítt tengist jú hreinu og tæru.  Nefndin situr nú og fundar um málið.

Á meðan sprangar heimavarnaliðið um hálendið í von um að verða varir við einhver ummerki Bjössa.

Bjössi er fullkomlega meðvitaður um þá hættu sem stafar af þessum mörgu tvífætlingum og heldur sig til hlés. 

Ferðamennirnir sem töldu sig hafa séð spor eftir Bjössa voru sýnd spor hesta, gæsa og þúfutittlinga en þeir standa enn við framburð sinn og segjast þekkja þessi spor frá heimalandi sínu. 

Kemst heimavarnaliðið á sporið?

Er Bjössi særður eða veikur þarna uppi á reiginfjöllum eða er e.t.v. bara enginn Hvítabjörn þarna á ferð?

Verður leitinni hætt?

Allt getur gerst!  Alltaf eykst spennan!  Backpacker 

 

 


mbl.is Leit að hálendisbirni heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Eins og þú veist Ía mín þá heiti ég ekki Karen en mig dreymdi draum s.l. nótt (alveg satt).  Ég var stödd á mínum æskuslóðum og sá þar ísbjörn einn mikinn og stóran í fjöruborðinu, en hann var ekki hvítur þessi björn.  Hann var brúnn (sennilega af því hann hefur verið að velta sér upp úr hveradrullu!), en með hvítum flekkjum.  Ég nálgaðist Bjössa til að skoða hann aðeins nánar, en þá stakk hann sér til sunds og sinnti út Súgandafjörðinn og hvarf sjónum mínum.

Nafnið mitt merkir "sigurvegari", en það eitt og sér hefur aldrei dugað mér í þeim stríðum sem ég hef háð, en í þessu tilviki lagði Björn á flótta áður en að til stríðs kom.  En ég á frænku sem heitir Karen.

Sigrún Jónsdóttir, 20.6.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sigrún eins gott að mig fari ekki að dreyma Bjössa mitt nafn hefur þá merkingu að það sé engin björg! 

Já Hallgerður það mundi ég líka gera, bara láta mig hverfa út í hafsauga

Ía Jóhannsdóttir, 20.6.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband