Sumir geta ekki sofið fyrir fuglasöng..

 ..og þar á ég við minn elskulega.  Um leið og fuglarnir vakna er minn kominn á ról og kvartar óspart um þennan bölvaða hávaða frá fuglunum.  Annars er þetta nú meira sagt í gríni en alvöru.   

Af hverju er fólk að væla þetta. Það velur þetta sjálft ,að búa í miðborginni. Annars hélt ég nú að fólk sem byggi ,hvort sem það nú er við umferðagötu eða við skemmtistaði vendist því að sofa við hávaða. Ef þetta er svona bagalegt á það bara að flytja í rólegra hverfi.

Við gistum stundum í Lækjargötunni þegar við komum heim og ég verð að viðurkenna að það tók mig yfirleitt tvær til þrjár nætur að venjast hávaðanum frá götunni. Annað sem ég tók eftir var bölvað gargið í Mávunum sem sóttu í afganga næturinnar í húsaportum.  Það fannst mér miklu meira pirrandi en búmm,búmm,búmm frá diskótekunum.  Ætlar enginn að súa mávagreyin?  Þeir fylgja líka borgum og bæjum við sjó.  Einkennilegt að væla svona endalaust.

Hér í sveitinni okkar er svo mikil kyrrð á nóttunni að það mætti heyra saumnál detta og sumir gestir okkar hafa ekki getað sofið fyrstu næturnar vegna kyrrðarinnar enda það fólk vant að sofa við ys og þys stórborgar.

Eitt sinn komu hingað góðar vinkonur mínar og ég ákvað, vegna þess að við ætluðum aðeins út á lífið eitt kvöldið að gista í íbúð sem við eigum og staðsett er fyrir ofan veitingastaðinn okkar.  Sem sagt í hjarta borgarinnar.  

Ætli klukkan hafi ekki verið um eittleitið þegar við kvöddumst og ég hélt upp í íbúð.   Hávaðinn var svo mikill frá götulífinu að mér varð ekki svefnsamt um nóttina.  OK hvað átti ég til bragðs að taka, súa minn eigin veitingastað eða borgina?  Eftir að hafa velt mér fram og til baka í rúminu fór ég fram úr og tók mig til og endurskipulagði íbúðina.  Færði til sófa, stóla, borð og hillur og dundaði í þessu fram undir morgun. Hugsa að ég hafi nú ekki verið beint vinsæl af nágrönnum eftir þetta brambolt mitt og hefði sjálfsagt mátt búast við skömmum og svívyrðingum daginn eftir en ég var fljót að láta mig hverfa úr húsinu strax þegar birta tók.

Hef reyndar ekki lagt í að sofa aftur þarna niðurfrá.  Elska kyrrðina í sveitinni minni..  


mbl.is Hávaðinn óþolandi að sögn íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, sameiginlegur vinur okkar Mr. Bertelsson, var að skamma mig fyrir pistilinn um vælukjóana.  Er í víðáttu rusli.  Segi svona hann er krútt.

Svo skrifaði krúttið "Óje" og "gúggelígú" og þá fékk ég alvarlegt krúttkast.

En þú ert dúlla líka Ía mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehehhe  gat verið sjálf bæjarrottan. 

Ía Jóhannsdóttir, 21.6.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

USS. segi það líka hvað er fólk að kvarta, það velur þetta sjálft. Hjá okkur hér á hólnum er mikil kyrrð og ró, en er ég vakna á morgnanna  heyri ég fuglasönginn og finnst mér það yndislegt, það er ekki fyrr en um kl. 8 er fólk fer að fara til vinnu að maður heyrir í bílum.
Þegar ég kem til Reykjavíkur truflar það mig ekki neitt þó í miðborginni sé, held ég sé bara þannig að það truflar mig ekki neitt.
                                      Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.6.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta er misjafnt með fólk, ég ´get ekki sofnað ef það heirist eitthvað hljóð, það verður að vera algjör kyrrð, en það er yndislegt að vakna við fuglasöng.

Knús til þín Ía mín

Kristín Gunnarsdóttir, 22.6.2008 kl. 08:14

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Elska kyrrdina...Finnst samt voda gaman ad fara til køben sofa  1 nótt eda fleirri..Alltaf samt yndislegt ad koma heim  í rólegheitin.Ía mín tú minnir mig á hana kjarnakonuna módir mína med tessu uppátækji tínu tarna um nóttina og teirri konu er ekki leidum ad líkjast.

Knús á tig inn í gódan dag

Gudrún Hauksdótttir, 22.6.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband