Af hverju þarf að berja niður okkar baráttuþrótt?

Ég kveikti á útvarpinu til að fylgjast með mótmælunum í dag. 

 Vinur minn Hörður Torfa startaði og síðan tók við ræða Kartínar Oddsdóttur, og þvílík framsögn og kraftur!  Þarna fór kona að mínu skapi, með allt á hreinu og meðvituð um að hún var að tala til þjóðarinnar. Dampurinn féll því miður niður við ræður næstu ræðumanna, betur að Katrín hefði verið síðust á mælendaskrá.  En við lærum af mistökum. 

Ég var full af baráttuþrótti eftir að hafa hlustað á Rás 2, þökk sé allri okkar tækni og lækkaði ósjálfrátt, búin að fullvissa mig um að nú hefðu landar mínir gert góða hluti án þess að til einhverja átaka kæmi.  

Ég heyrði reyndar í Gerði þar sem hún sagði í miðri ræðu:  Hvað er að gerast?  Þá var verið að klæða Jón Sigurðsson forseta í bleikan kvennaklæðnað!!!!!!!!   

Gjörningar kalla þeir það!!!!   Jæja ég hef aldrei þolað gjörninga vegna þess að ég einfaldlega skil þá ekki. 

Var þetta nauðsynlegt?

Síðan, nokkrum mínútum seinna hækkaði ég í tölvunni. 

Óeirðir við Lögreglustöðina!!!!!!!!!!!!    Halló, var þetta líka á planinu? 

Þarf alltaf að skemma fyrir fólki sem vilja friðsamleg mótmæli með svona skrílslátum.  OK maðurinn var látinn laus, en þetta finnst mér lágkúra að hálfu mótmælenda.  Við náum engum árangri með svona hegðun. 

Stöndum frekar í þögn og mótmælum með kertum svo klukkutímum saman, það ber miklu meiri árangur.  Skiptist á, sínum einhug.  Ég skal gera mittbesta hér í fjarlægð.  

Við eigum eftir að sjá hvað verður í janúar og febrúar þegar fólkið okkar verður ekki lengur á vinnumarkaðnum. Allir góðir vættir veri með okkur þá.

Svo bíð ég bara góðrar nætur til ykkar allra þarna úti. 

 


mbl.is Fanganum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt, skil ekki svona gjörninga.  Hvað gerði Jón Sigurðsson til þess að verðskulda slíka niðurlæingu?  Helvítis skríll sem er að nýta sér ástandið, athyglissýki og soraskapur af verstu sort.  Skammast mín fyrir að vera Íslendingur í dag, ótrúlega mikið af hyski hérna.  Þögul mótmæli, friðsamleg eiga rétt á sér en svona, þetta er niðrandi fyrir land og þjóð!

Baldur (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:05

2 identicon

Því er ég sammála að þessi unga kona ,sló algjörlega í gegn.Hún kom öllu sem hún sagði vel til skila.Það sem gerðist við Lögreglustöðina sýnir held ég reiðina í fólki,kæmi mér ekki á óvart að eitthvað í líkingu við þessa uppákomu eigi eftir að endurtaka sig.Snilldarræðuskörungurinn hún Katrín Oddsdóttir kom að því í ræðu sinni að ráðamenn þjóðarinnar fengju eina viku til að boða til kosninga eða að taka ákvörðun um það,annars mundi fólkið sópa ráðamönnunum útúr ráðuneytunum og seðlabankanum,undirritaður mun taka þátt í því með glöðu geði.

Númi (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:06

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þeim tókst að berja bílstjórana niður í vor og ætla sennilega að beita sömu aðferð nú.

Það er sorglegt í ljósi þess að allt sem þeir þurfa að gera er að láta menn bera ábyrð á gjörðum sínum.

Það er krafan!

Vilborg Traustadóttir, 22.11.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bldur og Númi takk fyrir innlitið.  Við virðumst tala sama mál, o g svo er örugglega um fleiri hér úti. 

Ía Jóhannsdóttir, 22.11.2008 kl. 22:16

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sammála þér með "gjörningana"... skil þá ekki og vil þá ekkiEigðu góðan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 06:20

6 identicon

Ég skil ekki hvað þú ert að krítisera. Fyrirsögn þín spyr, afhverju þarf að berja niður baráttuþrótt, og svo er innihald textans þannig að hann ber niður baráttuþrótt fólks.

Það er engin handbók um það hvernig á að mótmæla eða hvað er "rétt" að gera undir þeim kringumstæðum sem við á Íslandi þurfum að þola. Það er sjálfssagt mjög þægilegt að sitja heima hjá sér í landiíburtulandi og krítisera ástandið eftir að hafa "hlustað" á mótmælin. En staðreyndin er samt orðin sú að fólk er dauðuppgefið, pirrað, reitt, sárt og þreytt á því að það sé komið fram við það eins og persona non grata. Ef að fólk vill vekja athygli með því að klæða styttur landsins, hvað með það? Er það að skaða einhvern?

Er að sópa ráðamönnunum út úr ráðuneytunum og seðlabankanum friðsælla? Hverning verður það gert? Með valdi? Eða ætlar fólk að biðja þá um að fara? Ég skil ekki hvað þið meinið.

linda (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 09:02

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Linda sitt sýnist hverjum.

Ía Jóhannsdóttir, 23.11.2008 kl. 09:12

8 identicon

Sammála þér bloggvinur.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 11:42

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Við erum á sömu línu í þessu sem flestu, ég er á móti skemmdarverkum, sama af hverra hendi þau koma. Las líka færsluna þína um hjartavernd og krabbameinsskoðunina (þetta er eitthvað sem ég er búin að gera í ár, er í slipp þetta árið, eins og Jenný orðaði það). Ég fer í bakraddasönginn með unga lækninum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.11.2008 kl. 20:32

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er alltaf þannig þegar búið er að fullreyna kurteis mótmæli, og þau eru að engu höfð, að einhver springur. - Og nú er það ljóst, eins og komið hefur fram í fréttum að handtaka mannsins var ólögleg. -

   Svo það er ekki nema vona að reiði fólks hafi verið mikil, þegar það braut sér leið inn á lögreglustöðina. - En ég verð nú að segja það, að hefði ég verið þarna og fengið einhverju ráðið, þá hefði ég  fengið mér spýtur og neglt fyrir dyrnar að utanverðu og lokað lögregluna þannig inni með þann handtekna, á meðan náð væri í lögfræðing og lögreglustjóra.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:56

11 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég sá einmitt þessa frett og þessi stúlka var frábær í sinni ræðu.

Kærleikur til þín 'Ia mín

Kristín Gunnarsdóttir, 24.11.2008 kl. 11:11

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er rétt hjá Lilju Guðrúnu, en ég er eigi með mótmælum sem meiða fólk, en stundum er það nauðsynlegt.
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband