Fór líka í þennan bláa flotta í kvöld

Já gott mál að hún komst í kjólinn og þetta líka flottan blápívóttan og glæsilegan.  Veit ekki alveg hvort hann á að tákna hafið okkar bláa eða jöklana en kemur flott út, smart og glæsó! 

Talandi um kjóla þá átti mín í stórvandræðum í dag þar sem hún fór að huga að einhverju til að klæðast í fyrir kvöldið.  Ekki neitt of formlegt heldur bara svona kasjual smart.  Þegar konur hafa misst fimmtán kíló er ekki miklar líkur á því að fötin frá því í fyrra passi lengur.  Kona er samt búin að bæta á sig einum fjórum á einum mánuði og geri aðrir betur.

Hafið þið lent í því að máta og máta í heilan klukkutíma og vera nærri á grátnum þar sem ekkert fannst viðeigandi eða passandi skápnum fyrir næsta boð.  Aldrei nokkurn tíma hef ég bölvað því að hafa misst kílóin fyrr en núna þessar síðustu vikur þar sem allt hangir niðrum mig í orðsins fyllstu. 

 Og fíflið ég fattaði ekki fyrr en nú að nú er must að fjárfesta í nýjum dressum. 

Ég bjargaði mér fyrir horn í kvöld þar sem ég fann 25 ára gamlan kjól, þennan litla svarta (minn er reyndar dökkblár) og skellti yfir mig marglitu silkisjali svo það sást ekki hvað hann var víður um rassinn og trosnaður á saumum og mætti í þessari múnderingu hjá vinum mínum í norska í kvöldmat. 

Við áttum saman skemmtilegt kvöld þrátt fyrir að ég var svona í hálfgerðum Öskubuskufíling.

Farin í  verslunarleiðangur.  Vantar tilfinnanlega svona sparidress með viðhengi og sollis, Jenný kallar það fyrirkomulag. 

 

  


mbl.is Jóhanna Guðrún söng í keppniskjólnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Uss, þessar flíkur sem þú átt eru hvort sem er svo mikið "2007", þannig að verslunarleiðangur er algjört must  Ég eiginlega dauðöfunda þig á gjaldgengri ástæðu til að endurnýja fataskápinn.....

Knús og kveðjur að Stjörnusteini

Sigrún Jónsdóttir, 7.5.2009 kl. 23:50

2 identicon

Elsku Ía -  flottust - ég sé þig fyrir mér í kóngabláum-dömukjól-glæsileg kona with or without kjólsins þá ertu það alltaf, NB eftir skápaflakkið þitt & tárin  það er eitthvað sem ég þekki vel, fer oft í nokkur dress áður en ég fíla einkennis-búninginn þennan gamla góða sem var á háaloftinu í nokkur en nú dugar hann vel. Talandi um kíló þá er ég að basla við að ná mér í nokkur slík, það hefur gengið frekar treglega (brennslan of hröð) en mjakast eftir að ég fór í blóðprufu og fékk örfandi skjaldkirtils-lyf v/þreytu & sífelldar syfju.....NB hann(skjaldi) hefur verið "latur" heitir það víst. Þannig að ég er að VAKNA aftur & vonandi fara kílóin að koma aftur sem ég skolaði niður fyrir tæpum 4 árum.....púfff. Gangi þér vel með þín kíló - þau koma vertu viss & mín líka og þá flöggum við í  heila, við skulum bara "tage det roligt".  En mín kæra þakka þér að lofa mér að "vera memm" & deila þessu með þér hér, skrifin þín eru svo hvetjandi & skemmtileg. Ég á eftir að komast til hinnar frægu Prag & var að tala um það við vin minn hvort við ættum ekki að skoða þá fallegu borg........þegar haustar. Nú fer það í nefnd & ekkert að vita hvað gerist í þeim málum þá mun ég fá mér mat eða kaffi á þínum "Reykjavíkurstað" sem ég hef heyrt svo mikið tala um. Hlakka alltaf til að lesa skrifin þín hér......kíki aftur á morgun áður en ég fer í Skorradal þar sem sælureyturinn "minn" er flestar helgar-kær kveðja  gangi þér áfram svo vel

mín kæra skólasystir.....Anna Sig  (Pollyanna þegar það á við) 

Anna Sig (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 00:49

3 identicon

Þú ert örugglega fín í öllu sem þú klæðist.Kveðja ljúfan.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 07:39

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já tek undir þetta með Rögnu þú ert örugglega fín í öllu sem þú ferð í, ég var að skoða föt á netinu í gær og tók þá eftir því að svona svart breitt belti var inn á allskonar flíkur, allt frá bolum og upp úr, þú gætir nú kannski reynt að kaupa eitt slíkt, nei ég meina bara það er nú kreppa en þetta er nú frekar ósmart svo farðu bara og keyptu þér föt og njóttu þess.
Ljós og kærleik til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2009 kl. 08:15

5 identicon

Kannast við þetta stóð í þessu áðan,get varla lokað skápunum en átti ekki spjör til að fara í í vinnuna

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 08:18

6 identicon

Gott að mín er að fara í búðir, þá er allt á réttu róli.  Manstu köflótta tímabilið þegar við útskrifuðumst?  Og hattarnir okkar - þinn bleikur og þú í bleikköflóttum jakka - minn rauður og ég í rauðu síðu pilsi - allt heimasaumað ójá.  Og við bara flottastar. 

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 10:13

7 Smámynd: Ragnheiður

ahh hér sárvantar mynd af þér...örugglega verið glæsilegust

Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 12:19

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Flottust!!! Alltaf, engin spurning

Kær kveðja frá Alsbúum

Guðrún Þorleifs, 8.5.2009 kl. 21:40

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stundum er allt í ökkla eða eyra í lífinu, við erum of eða van allt eftir aðstæðum hverju sinni.

En þú hefur örugglega slegið í gegn, ég efast ekki um það.

Ég er sammála þér með kjólinn hennar Jóhönnu, afskaplega fallegur og íslenskur, einhvern veginn.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband