5. febrúar. Fallegur dagur hér í henni Reykjavík.

Hvað er með þessar gæsir sem vappa hér um allar jarðir.  Elta okkur jafnvel hér á bílastæðinu þá sérstaklega ef við erum með matarskjatta meðferðis.  Aldrei verið hrifin af gæsum, þátt fyrir að ég sé mjög elsk af fuglum.

Það er efni hér í stórveislu ef einhver hefur áhuga, en sjálfsagt má nú ekki lóga þessu fiðurfé.

Þegar ég stóð frá henni Eir minni í hádeginu þakkaði ég pent og sagði henni að nú fengjum við frí yfir helgina og ég væri farin á djammið.  Stelpunum á deildinni fannst þetta alveg tilvalið og hvöttu mig óspart til þess að eiga skemmtilega helgi sem ég ætla jú líka að gera.

Hann faðir minn hefði átt afmæli í dag, orðið 91 árs ef hann hefði lifað.  Ég fann fyrir honum með mér í dag og var það góð tilfinning. Við, ég og minn elskulegi skelltum okkur í blómabúð og keyptum nokkur grös sem við færðum móður minni.

Djamið er nú e.t.v. aðeins og stórt tekið upp í sig en ég ætla alla vega að njóta góða veðursins og reyna að gera eitthvað uppbyggjandi.

Góða og skemmtilega helgi kæru vinir og vandamenn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gæsir eru ekki góðar á þessum árstíma, en skil nú ekki hvað þær eru að álpast í miðri Reykjavík.

Hann Pabbi þinn er örugglega að hjálpa litlu stelpunni sinni og er það vel.

Yndislega helgi til ykkar hjóna
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2010 kl. 17:10

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk Milla mín.  Já hann er hér núna elsku kallinn.  Það fór aldrei mikið fyrir honum en ég finn hann hér samt.  Góða helgi norður.

Ía Jóhannsdóttir, 5.2.2010 kl. 17:34

3 Smámynd: Ragnheiður

Góða helgi Ía mín.

Við fáum örugglega oft fylgd á lífsins leið, erfiðu sporin göngum við áreiðanlega aldrei einar.

Ragnheiður , 5.2.2010 kl. 18:43

4 identicon

Góða helgi Ía mín

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 19:19

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kauptu uppáhaldsblómin þín og stilltu þeim upp í fallegum vasa. Dröslaðu svo vasanum með þér á milli herbergja og njóttu blómanna og helgarinnar.

Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2010 kl. 22:06

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða helgi

Jónína Dúadóttir, 6.2.2010 kl. 07:09

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 njóttu

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2010 kl. 18:11

8 identicon

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 20:47

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn þó seint sé, held ég hafi bara komið umskiptingur af spítalanum um daginn, farin að sofa út á morgnanna.
Annars njóttu dagsins með þínu eða bara í einrúmi sem er líka gott.
Kærleikskveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.2.2010 kl. 10:11

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 Til hamingju með pabba þinn í fyrradag ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.2.2010 kl. 10:37

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. við höldum alltaf upp á afmæli pabba, þó hann hafi dáið fyrir rúmum 40 árum og syngjum afmælissönginn við leiðið hans. Ég er viss um að hann kíkir við.

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.2.2010 kl. 10:38

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er aldeilis líf (Fuglalíf)kringum tig Ía mín og gæsirnar elta tig á röndum ...

Blessud sé minning pabba tíns ,hann er örugglega ad fylgjast med tér og veita tér tá hjálp sem í hans valdi stendur .Tú hefur örugglega átt góda helgi med skemmtilegu fólki um daginn,nú er komin enn ein helgin ,vona ad tú njótir hennar einnig.

Hjartanskvedjur frá okkur í Hyggestuen kæra Ía mín .

Gudrún Hauksdótttir, 13.2.2010 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband