Það kemur maður í manns stað. Takk fyrir mig í KOSTINUM í dag!

Að sjálfsögðu er það sárt þegar menn fara með fjölda fólks í hreina glötun og eiga tvímælalaust að borga fyrir allar misgjörðir alveg sama hversu dýrt drottins orðið er.  Lítil samúð hér með Jóhannesi og hans fjölskyldu.

Ég hef ekki mikið verið í matarbúðum hér síðan ég kom til landsins en í dag fannst mér tími til kominn að fara og versla inn á minn máta en ekki míns elskulega.  Þá datt mér í hug að kíkja í KOST hér í Kópavoginum. 

Ég hef rekið mig á það hér þessi fáu skipti sem ég hef farið í matvörubúð að vöruúrval er hrikalega takmarkað og hillur flestar fylltar með ódýrari vöruflokkum, útrunnið, eða hálf mokið og ónýtt,  því miður. 

Þess vegna gladdist ég þvílíkt í dag inn í Kost. Vöruúrvalið er e.t.v. ekki alveg eins og ég á að venjast frá heiman en var alveg tæmandi og margir vöruflokkar sem þú sérð ekki hvar sem er. 

Ég var fljót að fylla körfuna og kom heim með hluti sem ég gat sett í ísskápinn með ánægju. 

Frábært grænmeti og ávextir.  FERSKIR OG FALLEGIR.

Þakka kærlega fyrir góða þjónustu.  Hlaupið til og sett í poka með manni og allir brosandi.

VEL AFTUR KOSTINN      -     EKKI SPURNING!


mbl.is 80% vilja ekki Jóhannes í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt hjá þér elsku Ía mín að vöruúrvalið er ekki mikið, meira að segja minnir mig að það hafi verið miklu meira fyrir mörgum árum, Manstu eftir Silla og Valda, Kjöt og fisk, Vörumarkaðinum og fleiri búðum?

Ég fór yfirleitt í Fjarðarkaup er ég bjó fyrir sunnan, en kannski það sé orðið glatað núna þú ættir að prófa samt.

Hver á kost?

Hér fyrir Norðan höfum við Kaskó sem er ódýr og Samkaup/Úrval sem er dýr, svo fer maður til Akureyrar þá eru Samkaup Úrval, Nettó allt þetta eru búðir sem eru sprotar út úr kaupfélagsveldinu og SÍS, svo er það Hagkaup þar fær maður svona smá lúxusvöru, ekki nóg samt og Bónus sem er ódýrasta búðin og með ágætis vöruúrval miðað við lágvöruverslun.

Eins og ástandið er í landinu í dag og í heilt ár er maður búin að finna fyrir því í buddunni þá versla ég þar sem er ódýrast og það er í Bónus, mér er rétt sama hver á þessa verslun, ég get nefnilega ekki hætt að borða svo ég verð að vera varkár.

Það er eins og með bloggið mér er alveg sama hver er ritstjóri moggans.

Jóhannes og hans fólk dettur út úr Högum það segir sig sjálft, svo ég versla bara í Bónus er ég get.

Segja þér til gamans, afi minn og amma áttu 13 herbergja villu (þætti ekki stór í dag) svo er þau urðu eldri var verið að spyrja þau hvort þau vildu nú ekki minka við sig, nei nei sagði afi ég er búin að vinna fyrir þessu og öllu sem í því er, skulda ekki krónu og hér verð ég þar til yfir líkur.

Hann var líka af þeim skóla að eiga fyrir hlutnum áður en hann keypti hann.
Í dag er það ekki hægt.

Uss hvað ég er leiðinleg, rausa bara um búðir og rugl, hvernig hefur þú það ljúfust mín, ertu enn í meðferð?

Hugsa ætíð til þín og sendi þér ljós og orku
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2010 kl. 16:32

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Allt í lagi að skreppa í Kost því þeir eru með örðuvísi vörur ,t.d   pizzasósu morgunkorn  og margt fleira sem fást  ekkert annars staðar.

Hörður Halldórsson, 23.2.2010 kl. 17:11

3 identicon

Milla mín Kostur er nýja búðin hér í Kópavoginum sem Söllenberg opnaði ekki alls fyrir löngu.  Frábær búð

Ingibjörg Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 18:51

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskan þá veit ég það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2010 kl. 19:02

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra að þú sért ánægð með búðina, ég hef farið einu sinni af því ég var á ferð í bænum, en ég mundi ekki versla þarna að staðaldri. Hef ágætar búðir hér á Selfossi. Vona að þér líði sem best. kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 24.2.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband