Allt Masaaia þjóðflokknum að kenna að það suðar endalaust í höfðinu á mér, janvel í svefni.

Ég vaknaði um miðja nótt og trúði varla mínum eigin eyrum.  Nei, nú var þetta að verða einum of mikið.   Mín fyrsta hugsun var að rjúka fram úr rúminu og hundskamma minn elskulega þar sem ég var 100% viss um að hann væri að horfa á boltann um miðja nótt eða hvaðan kom annars þetta þóþolandi býflugnasuð sem hefur verið að gera mig hálfsturlaða undanfarið.

Ég reis upp við dogg og viti menn svarf ekki minn svefni hinna réttlátu við hlið mér.  OK, þá hefur hann gleymt að slökkva á tækinu, æddi fram, en þar var allt eins og það átti að vera, lokað sjónvarp og hljóðið sem mér fannst ég hafa heyrt var þagnað.

Jahérna haldið að ég hafi bara ekki dreymt þetta bölvaða hljóð og fannst ég standa í miðju flugnagerinu.  Svona er þetta búið að fara í mínar fínustu síðan þeir byrjuðu að senda út leikina, svo annað ég ÞOLI ekki fótbolta.

Jæja fyrst ekki gat ég látið skapillskuna bitna á mínum manni í það skiptið.  Svo er nú búið að vera frí frá þessum bolta í nokkra daga.

  Ég þarf örugglega áfallahjálp þegar þessu er lokið.

Ég er ekkert þakklát þessum hirðingjum af Masaai þjóðflokknum sem fundu upp þessa lúðra fyrir held ég mörg um tugi ára.  Þarna ganga þeir, þessir hávöxnu Kenýa menn með flaxandi skykkjur og reist spjót til himins. 

Jæja hver er siður í landi hverju og ég viss um að þessir Afríkubúar væru ekki hrifnir af okkar siðum eða matarvenjum, sbr. sviðakjömmum.

Ég ætla að reyna núna að vera aðeins duglegri að blogga þar sem ég held að ég sé öll að koma til.

Ef til vill er það rigningin og rokið sem veldur því?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elskan gott að heyra frá þér.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 19:05

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Get hughreyt þig með því að nú geturðu bætt þessu hljóði við öll myndbönd á youtube, sem þér hugnast að horfa á. Þarna á tækjastikunni er fótbolti, sem þú smellir á til að fá herlegheitin yfir allt.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2010 kl. 19:21

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég skil þig afar Ia mín þetta hljóð er óþolandi og óhafandi, ég er mjög hrifin af boltanum, en lækka eins og ég get vagna þessa hljóða sem mér finnst vera eins og frá miljónum af bíum.
En annars er yndislegt að heyra að þú sért öll að koma til, en mundu bara að maður þarf að vera harðari og harðari við sjálfan sig dag frá degi, oft er það afar erfitt, en nauðsynlegt.

Orku og ljós ég sendi þér.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.7.2010 kl. 08:29

4 Smámynd: Ragnheiður

Já það er áreiðanlega rigningin og rokið sem kemur hressileikanum af stað - það hlýtur að felast orka í því ?

gott að sjá þig

Vúvúzela er ekki skemmtilegur lúðrablástur ..sammála því.

Ragnheiður , 2.7.2010 kl. 16:02

5 identicon

Heil & sæl elsku Ía - mikið er gott að viðbragðið er í fína lagi sem og allt annað hjá´þér ætið mín kæra. Mikið skil ég það sem þú segir um "suðið" shit það er gersamlega óþolandi hvaðan sem það kemur - úff en ég er á nákvæmlega sama máli þarna NÚNA "ég ÞOLI ekki fótbolta" sorry "drengir en þannig er það. Og það er gersamlega óþolandi að neyðast til að greiða fyrir þetta umfram "testosteron" sem margi karlmenn fá bullandi útrás á - sorry ég skil það ekki. En mín kæra - gangi þér gasalega vel með að halda sönsum og lafa utan við "óhljóð" urrg-sarg-suð-hávaða -hvað sem það heitir ég þakka fyrir að fá að stýra "mínum hávaða" almost ein og sjálg - NB oftast. Sendi þér mail - vænti og vona huch hhcs mín kæra - kær kveðja frá þjáningasystur - Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 20:24

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gaman að heyra frá þér á ný

Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2010 kl. 21:02

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kannski er það bara þessu leiðinda lúðrum að þakka að þú ert að hressast !! verður maður ekki alltaf að vera jákvæður ?  annars yndislegt að heyra frá þér, ertu komin heim?  knús til þín elskan.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2010 kl. 12:19

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að lesa frá þér mín kæra

Jónína Dúadóttir, 6.7.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband