Hellisgerði, einn fallegasti garður sem við eigum en vantar punktinn yfir i-ið. Takk fyrir Klambratúnið Hr. Borgarstjóri.

Ég elska svona daga sem eitthvað jákvætt er í fréttum en ekki endalaus barlómur og væl. 

Nú hefur okkar góði Borgarstjóri Mr. Gnarr ákveðið að taka upp nafnið Klambratún og heiðra þannig minningu síðasta ábúanda að Klömbrum, Christian H. Christensen.  Þetta finnst mér frábært hjá okkar Borgarstjóra og hans fólki.

Annað rakst ég á líka í dag þar sem talað var um að fólk færi allt of lítið í Hellisgerði.  Ég og minn elskulegi vorum þar í gær í frábæru veðri og sóluðum okkur í bak og fyrir.  Jú það vakti athygli okkar hversu fáir voru þarna í þessu góða veðri og ekki amalegur staður þar sem allt er orðið svo gróið.  Sjálfsagt mætti bæta þjónustuna þar sem rekin er greiðasala í litlu húsi við leikvöllinn.

Um það leiti sem við vorum að fara kom par með unga dóttur og gengu að greiðasölunni.  Maðurinn segir: Nei hér er hægt að fá súpu með nacho.  Það hýrnar yfir konunni og þau ganga inn í húsið.  Eftir stutta stund kemur servetrisan út með kastarollu í hendinni og fer inn um kjallaradyr hússins.  Kemur út og þá segir maður við næsta borð:  Hvað ertu með í skjólunni heillin mín?  Hún svarar að bragði súpu!

Ég fékk velgju upp í háls.  Þarna var súpan sem sagt geymd, í kjallaranum innan um hagamýs og önnur skríðandi kvikindi. 

Stúlkukindin lét sig hverfa inn um dyr kofans en mínútu seinna komu hjónin út með skokkandi stelpuna í eftirdragi.  Þau höfðu auðsjáanlega misst matarlystina og líka alla löngun til að dvelja lengur í Hellisgerði þar sem ég sá þau taka blátt strik að bílastæðinu. 

Æ,æ,æ, þetta er ekki fallegt til afspurnar og ég vona að aðstandendur Hellisgerðis sjái sóma sinn í því að laga greiðasöluna áður en ég legg leið mína þangað aftur, því það ætla ég að gera einn daginn.  Garðurinn er þess virði að skoða og ganga sér til hressingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku Ía mín. Mikið er ég fegin að þú skrifar oftar núna, maður er alveg orðinn háður þessum skrifum.

Gaman væri að frétta næst þegar þú ætlar í Hellisgerði, þá skal ég koma með góða köku og við fáum okkur kaffi í grænni lautu. Kveðja þín "gamla" vinkona Sigrún Erlends.

Sigrún Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 13:23

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skal gert vinkona.  Góða helgi ogsjáumst fljótlega.

Ía Jóhannsdóttir, 9.7.2010 kl. 15:03

3 identicon

Elsku Ía mín, gott að sjá þig hér. Þú hittir naglann á höfuðið eins og alltaf!

Maja (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 20:16

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð Ía mín, ég hef ekki komið í Hellisgerði í tuga ára, en var þar iðulega sem barn því ég átti langafa og ættingja í Hafnarfirði, eina sem ég man er að garðurinn er afar fallegur og svo voru stórar kóngulær í holum og hrauni mér skilst að þær séu þar enn.
Engin var nú greiðasalan í þá daga.

Kær kveðja í helgina ykkar hjóna
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.7.2010 kl. 22:44

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl Ía mín. Ég kom oft í Hellisgerði í gamla daga með börnin og þá tók ég með svala og kex, það voru góðar stundir og falleg náttúruna og mikið hægt að leika sér.  Hafðu það sem allra best mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.7.2010 kl. 12:36

6 identicon

Sæl Ía mín,

Við hjónin höfum verið að fylgjast með þér og þinni baráttu hér á blogginu þínu í nokkurn tíma og hugsum oft til þín.

Ógleymanleg verður okkur alltaf heimsóknin til ykkar Þóris fyrir margt löngu.

Óskum þér alls hins besta.

Hákon og Margrét Waage

Hákon Waage (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 13:54

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir góðar kveðjur kæru hjón.  Hafið það gott og bestu kveðjur frá okkur hér í sólinni á Íslandi.

Ía Jóhannsdóttir, 14.7.2010 kl. 21:33

8 Smámynd: K.H.S.

Sæl og blessuð.

Hellisgerði. Sá garður í Hafnarfyrði er mér ákaflega kær og takk fyrir að minna á hann. Þegar ég var ungur og fór með mínum foreldrum í sunnudagsbíltúra vorum við börnin spurð, og hvert viljið þið fara. Oftast var svarið í Hellisgerði. Þar var svertingi alveg eins og úr bókunum, að vísu bara haus en hann át fimmaura eins og honmum væri borgað fyrir og hló upphátt. Við settum fimmaur eða tveggeyring á tunguna á honum og undum svo uppá eyrað og kvikindið gleypti aurinn. Svona er þetta ennþá, við örkum í Bónus eða Hagkaup og troðum aurunum í gaphúsið sem hlær af ánægju.

K.H.S., 16.7.2010 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband