Hin frábæra stjórnmálakona Mo.

Í gærkvöldi dróst ég inn í kvikmynd og hélt satt best að segja að ég væri að gráta úr mér augun.  Vaknaði í morgun nærri enn með ekka og þrútin í framan eins og rauðmagi.

Langt síðan ég hef séð svona áhrifamikla mynd (eða e.t.v. var það bara sálarástand mitt sem gerði það að verkum að ég var svona meir).

Myndin fjallaði um hina frábæru stjórnmálakonu Mo sem barðist fyrir Írland og ekki hvað síst fyrir sínum sjúkdómi sem ég á henni sameiginlegan.  Mo dó aðeins 55 ára gömul og var þá ansi langt leidd, búið að hrekja hana frá störfum og hún búin að gefast upp á því að berjast á móti. 

Það tók mig langan tíma að ná mér niður eftir myndina og er enn að hugsa um hana og hvað margir verða að berjast við þennan hræðilega sjúkdóm sem engin á svör við.

Sá sem lék læknir hennar líktist ótrúlega mínum eðal lækni hér á Íslandi og svörin sem hann gaf henni, umhyggjan og kærleikurinn sem lýsti frá honum var eins og kópia af mínum lækni. Frábær studia sem hann hefur verið búinn að þræla sér í gegnum. 

Fyrst ég er á annað borð farin að tala um sjónvarpið þá er bara best að halda áfram. 

 Hr. Borgarstjóri ekki láta þá senda frá sér, þá er ég að meina TV stöðvarnar, fleiri svona þætti með þér skjótandi úr byssum.  Þetta fer þér engan vegin.  Halda sig við ráðhúsið kallinn minn og störfin þar á meðan þú situr í því hásæti og njóttu á meðan er og gerðu gagn. Veistu, annars gerir Helgi ekki neina styttu af þér, nei segi bara svona.

Ég horfi ekki mikið á sjónvarpsstöðvarnar.  Sjálfsagt af því ég er með of margar og líka það er eins og þeir (allar stöðvar hér á landi) hafi lent á útsölu og fengið á gjafverði endalausa spítalaþætti eða ódýra löggu og bófa-hasarmyndir.  Sem betur fer er takki sem er rauður og þú getur ýtt á hann og þessi hörmung deyr hægt út á skjánum. Vá tæknin...................

Jæjasssss, þá er ég búin að rausa þessu út úr mér.  Eigið öll góða viku með hopp og hí og tra-la-la-la.......

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert frábær Ia mín, ég er sjónvarpslaus eins og er og sakna þess ekki neitt hef mína tölvu og ljóðabækurnar mínar er núna að lesa fimmtu árstiðina eftir Toshiki Toma, ljóðin hans eru yndisleg.

Er að hugsa um að taka mér þessa mynd á leigu eða bara að kaupa mér hana hún hlýtur að vera þess verð að eiga hana.

Sammála þér með sjónvarðsefnið enda trúlega allt að fara á hausinn.

Eigðu sjálf góða viku framundan og farðu vel með þig lfúfust
Knús
Milla:):):)

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.9.2010 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband