Sorgleg grein sem vekur mann til umhugsunar

Þegar ég las þessa grein eftir Ingibjörgu S. Benediktsdóttur í morgun setti mig hljóða.  Ef þetta er staðreynd þá er mikið að í okkar fyrirmyndar þjóðfélagi.  Sem betur fer hef ég aldrei orðið að horfa upp á slíkar hörmungar í minni fjölskyldu svo erfitt er að dæma en á hinn bóginn get ég heldur ekki rengt frásögn Ingibjargar. 

Vonandi vekur þetta fólk til umhugsunar og hvet ég alla til að lesa greinina.     


mbl.is Um 20 fíklar látist frá börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hreinlega treysti mér ekki til að setja mig inn í þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er mikil harmsaga og ekkert einsdæmi.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.5.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það má svo líka benda á minningargrein Jónínu Ben. um systurdóttur sína í blaðinu á mánudaginn og ég vona að Jónína fyrirgefi mér að bæta henni hérna inn:

„Guð gef mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt.“

Kristjana, systurdóttir mín varð aðeins 26 ára. Hún kemur aldrei aftur, því fær enginn breytt.

Það þarf annað og meira en æðruleysi til þess að sætta sig við dauða hennar eftir þá þrautargöngu sem foreldrar hennar og systkyni, synir hennar og aðrir nákomnir, hafa gengið.

Hafi Guð einhverntímann talað til mannsins þá virðist það hafa verið fyrir óralöngu svo ógeðslegur er eiturefnaheimurinn, hvort heldur sá löglegi eða sá ólöglegi. Guð gefi yfirvöldum styrk/kjark til þess að stöðva þetta lyfjaböl sem hér ræðst á allar stéttir samfélagsins.

Eitur drepur; greitt af Tryggingastofnun eða selt fólki í gegnum rúðu
á BMW bifreið.

Þannig var lífsbarátta elsku frænku allar götur frá því að hún var barn, stór vel gefin og hæfileikarík en alltaf í baráttu við sjálfa sig og aðra.

Snemma fékk Kristjana sjúkdómsgreininguna „Rosalega frekt
barn“. Læknavísindin, eins háþróuð og þau eru sögð vera, eiga fátt annað
en pillur við þeirri „sjúkdómsgreiningu“. Læknadóp er söluvara og eftirlitið veikt og vanmáttugt. Frelsi fólks til þess að skaða sjálft sig er auðvitað staðreynd og fátt við því að gera. En hvað með börn?

Skólakerfið gefur engan afslátt þegar venjulega útlítandi börn og unglingar geta ekki verið til friðs. Óhreinu börnin hennar Evu leita annað en í götótta velferðarþjónustuna, þau leita í vímuna!

Hvað þurfa margir unglingar að deyja til þess að yfirvöld átti sig á þeim glæp að úthýsa erfiðum unglingum úr skólum ?

Foreldrar sem gæfu aleiguna til þess börn þeirra fengju að lifa
drauma sína án þess að vera í vímu hrópa á aðstoð og skilning. Andlega
veikt fólk fær þó fátt annað en lyf sem síðan kalla á meira í dag en í
gær en svo einn daginn ekkert.

Frænka mín gekk inn í dauðann með enn einn 93.000 kr. lyfjaskammtinn
frá „geð“lækni og svo annan skammt frá „heimilis“ lækninum - sama dag. Henni leið illa.

Auðvitað á fólk ekki að skrifa minningagrein í bræði út í kerfi í kringum veikt fólk. Þess í stað ber að treysta á Guð og æðruleysið.

Í minningu frænku minnar, sem oft leit á mig sem sinn versta óvin, leyfi ég mér að vera öskureið. Það eitt hefði þjónað lund hennar. Kristjana Magnúsdóttir ég fyrirgef þér ljótu orðin og lofa að halda uppi merki þínu og vera „rosalega frek“ frænka Krissu.

Ég átti upplýsandi eftirmiðdag með Kristjönu fyrir nokkrum vikum og við skildum sem vinir og hún fór að mínum ráðum, en bara í 5 daga. Heimur eitursins er verri en ég vissi.

Elsku Krissa mín, þig langaði svo en ég fann að innst inni varst þú búin að gefast upp.

Í þínu síðasta SMSi til mín baðstu mig að hugsa vel um mömmu þína -
pabba stelpan sjálf.

Ég lofa að reyna elskan mín.

Þrautagöngu Kristjönu frænku er lokið, nú fá himnarnir að njóta fallegu söngraddarinnar sem við gleymum aldrei. Eftir situr sorgin og söknuðurinn eftir eldkláru barni sem átti sér gríðarlega merkilega drauma.

Megi þeir rætast í sonum hennar 6 og 10 ára. Þín vinsælustu orð að
lokum -“I love you“.

Jónína Benediktsdóttir.

Marinó G. Njálsson, 21.5.2008 kl. 14:01

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jenný: ég skil.

Hólmdís:  Því miður víst ekkert einsdæmi

Marinó:  Falleg minningagrein. 

Ía Jóhannsdóttir, 21.5.2008 kl. 14:32

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mikið rétt Hallgerður mín, þetta nístir inn í merg og bein

Ía Jóhannsdóttir, 21.5.2008 kl. 14:46

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég las þessa grein Ingibjargar í morgun og var mjög brugðið.

Sigrún Jónsdóttir, 21.5.2008 kl. 14:52

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ía, þær systur (Ingibjörg og Jónína) eru mjög reiðar út af þessu og skil ég það vel.

Ég vil jafnframt í leiðinni votta Hófí og Magga samúð mína. 

Marinó G. Njálsson, 21.5.2008 kl. 15:00

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Skelfileg staðreynd í okkar yfirborðskennda samfélagi.

Það þarf nauðsynlega að endurskoða lög um sjálfræði fólks.

Við þurfum að fara að sjá aðkomu ákæruvaldsins að málum þeirra lækna sem eru að metta hér markaðinn. Fólk hrósar happi yfir því að hér sé ekkert heróín, afhverju haldið þið að það sé? Vegna þess að markaðurinn sé ekki til??????

Hann er sko löngu orðinn til en er einokaður af læknum sem metta markaðinn með morfíni og skyldum lyfjum.

Það fyrst og fremst læknadópið sem er að drepa fíkla. Morfín, amfetamín, kodein ritalín, ofl ofl.

Þetta er ekkert annað en ólögleg fíkniefnasala hjá læknunum, ég segi sala því þeir taka jú gjald fyrir greiðann. Ég gef skít í það að þeir segist fá hótanir, þeir geta hringt á lögguna, svo mætti bara gera þeim þetta ómögulegt. Þögnin sem búið er að skapa í kringum þessa hættulegustu dópsala landsins er að drepa fólk.

Haraldur Davíðsson, 21.5.2008 kl. 15:27

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það sem svíður mest er hvað verður um blessuð börnin. 

Ía Jóhannsdóttir, 21.5.2008 kl. 16:43

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, hvað verður um blessuð börnin, tólf mæður tuttugu barna hafa látið lífið af völdum eiturlyfja s.l. tólf mánuði. - Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur varla verið fullmönnuð er það eftir síðustu stjórnarskipti. - og því illa starfhæf. - Þetta er hræðilegt ef blessuð börnin þessarar vesalings móður, þurfa að súpa seyðið, af því ófremdarástandi, sem átt hefur sér stað í stjórnun Reykjavíkurborgar síðustu mánuði. - 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.5.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband