Hvers vegna kom ekki þessi yfirlýsing fyrr frá útlendingastofnun?

Útlendingastofnun kemur með greinagóða lýsingu en hvers vegna ekki fyrr!?  Næstum þremur dögum of seint?  Nú eru allir kjaftstopp, vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.  Síðan kemur þetta klassíska og trúgjarnir segja:  Nú var þetta svona og málið dautt. 

Sátum hér í kvöld með vinum okkar og fl. fólki. Ég konsúlínan tilkynnti að ég hefði skrifað undir listann sem gekk í morgun um að bjarga Paul Ramses frá gálganum. 

Fékk ræðu frá mínum elskulega um það að ég  ætti ekki að skipta mér að svona málum. 

Eldur varð laus! Ræði það ekki á opinberum vetvangi en ég fékk stuðning frá Halldóri ritmeistara þar sem hann hafði líka skrifað undir samskonar lista.  Hjúkket hvað ég var fegin að fá stuðning frá ekki ómerkari persónu.

Umræður urðu fjörugar. Ég og Halldór stóðum föst við okkar skoðanir.  Flestir ráðamenn þjóðarinnar  voru komnir niður fyrir okkar sjónlínu.   Síðan var málið tekið út af dagsskrá.

Nú sit ég hér og veit ekkert í minn haus vegna þess að þessi blessuð útlendingastofnun sá sér ekki fært  að senda greinagóða skilgreiningu fyrr en í eftirmiðdaginn! Og við almúginn erum bara búin að básúna út okkar sjónarmið og mæta á mótmælafund til einskis vegna þess að auðvitað hefur þessi stofnun það vald að berja niður óbreittan almúgann og segja að rétt sé rangt.

 Var verið að funda í allan dag með yfirmönnum þjóðarinnar? Nei ég held ekki, það eru allir komnir í sumarfrí.

.  Málið auðheyranlega dautt. 

 En við öll höfum rétt á þvi að hafa í frammi okkar skoðanir og málfrelsi er sem betur fer enn viðurkennt í okkar einkennilega þjóðfélagi.

Sorgleg endalok eða....

     


mbl.is Útlendingastofnun: Ramses var ekki handtekinn á heimili sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi yfirlýsing breytir auðvitað andskotans engu. Manni sem er í lífshættu í heimalandi sínu er neitað um að mál hans sé einu sinni skoðað og hann sendur til Ítalíu, þar sem flóttamenn njóta sannarlega lítils skilnings. Það er það sem málið snýst um en ekki það hvort konan hans er hér ólöglega eður ei. Hann hefði auðvitað átt að fá hæli hér jafnvel þótt hann ætti enga fjölskyldu og hefði aldrei komið hingað fyrr.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Eva svo hjartanlega sammála, þetta er okkur til ævarandi skammar!!!!

Ía Jóhannsdóttir, 4.7.2008 kl. 23:26

3 identicon

Þetta er bara það venjulega: Fólk gerir sig að fífli og lætur tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Það vantaði ekkert annað en kertafleytingar niðri á Tjörn, þá hefði þetta verið fullkomið.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 01:24

4 Smámynd: Landfari

Þessi greinargerð eða rökstuðningur útlendigastofu breytir náttúrulega öllu.

Í fyrsta lagi er hún með dvalarleifi í Svíþjóð og getur sótt um hæli þar fyrir hann. Hann er búinn að fá hæli á Ítalíu og getur sótt um fyrir hana þar.

Hann er ekki í neinni lífshættu eins og haldið hefur verið fram né handtekinn á heimili sínu eins og haldið hefur verið fram á netinu til að auka dramað í þessari loftbólu sem mér er finnst orðið við æfi að kalla þetta mál.

Landfari, 5.7.2008 kl. 01:51

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

þessi greinargerð og þessi s.k. "rökstuðningur" er bara rugl! það er til í lögum nokkuð sem heitir "sanngirnissjónarmið" og er þá staða viðkomandi metin eftir aðstæðum. það eru bara of margir REGLUGERÐARÓNAR sem tröllríða öllu hér!

þetta er ekki liðsmaður hells Angels eða neitt álíka! Ekki kemur neinsstaðar fram af hverju konunni hans var synjað þó hún hefði dvalarleyfi í Svíþjóð!

það þarf engin rök fyrir synjun. Ákvarðanir eru teknar með næstum teningakasti.

Björn Bjarnasonn ráðherra segist ekkert hafa vitað af þessu máli og lýgur hann því og er það ekki í fyrsta skiptið!

Ógeðslegt mál og skömm fyrir Íslensku þjóðina. 

Óskar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 02:47

6 identicon

Óskar, það væri gaman að sjá hvernig ástandið yrði í landi undir þinni stjórn þar sem allir myndu bera fyrir sig sanngirnissjónarmið. Ættu þá stjórnvöld að leggja mat á það hvað sé sanngjarnt í hverju tilfelli? Það eru ansi mikil völd hjá einum aðila. Best væri að sleppa reglugerðunum og fara bara eftir því sem tilteknum starfsmönnum þykir sanngjarnt hverju sinni...það myndi stuðla að jafnræði og lýðræði. 

Unnur (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 07:25

7 identicon

Óskar, það væri gaman að sjá hvernig ástandið yrði í landi undir þinni stjórn þar sem allir myndu bera fyrir sig sanngirnissjónarmið. Ættu þá stjórnvöld að leggja mat á það hvað sé sanngjarnt í hverju tilfelli? Það eru ansi mikil völd hjá einum aðila. Best væri að sleppa reglugerðunum og fara bara eftir því sem tilteknum starfsmönnum þykir sanngjarnt hverju sinni...það myndi stuðla að jafnræði og lýðræði. 

Unnur (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 07:32

8 Smámynd: Landfari

Óskar, það eru bara engar forsedur tilað gera undantekningu frá reglunum til að veita þessum manni hæli hér.

Hann er ekki í neinni lífshættu, er með hæli á Ítalíu, á mjög góða möguleika á að fá hæli í Svíþjóð en engin sértök tengsl við Ísland annað en að hafa búið hér eihvern tíman áður í að því er virðist tiltölulega skamman tíma. Það væri hinsvegar frólegt að fá það uppgefið hvað það var langur tími.

Það eru tugir eða hundruðir manna í miklu verri stöðu en hann sem ekki fá hæli hér. Hvað sanngirnissjónarmið eru það að pikka hann út og veita honum hæli. Bara af því að einhver fór að blogga um hann og bjó til mikið drama um mál hans?

Landfari, 5.7.2008 kl. 10:22

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

þetta sögðu embættismenn útlendingastofnunar í Svíþjóð þangað til núna. Þeir sendu einn til Lybíu sem síðan var pyntaður í fangelsi og dreðinn. Almennigingur hefur meiri áhrif þar enn hér. Okkur vantar ekki embættismenn sem vita ekkert í sinn haus og fara bara eftir þeim reglum sem þeir plokka úr reglugerðarsafninu til að geta fengið útrás fyrir illmennsku sína. Þínar "forsendur" eins og þú vilt kalla þetta Landfari, eru ekki þær sömu og mínar.

Hverju má maður svosem búast við að Íslenskum sjórnvöldum sem hika ekki við að traðka á allri þjóðinni með lögleysu og beinum lögbrötum og engin gerir neitt! ég er bara ekki sammála þér Landfari og er með mjög ákveðna afstöðu í þessu máli og fleirum.

Hafðu það sem best. 

Óskar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 10:54

10 identicon

p.s. Óskar hefur þú lesið úrskurði Útlendingastofnunar? Í stuttu máli er þar vísað í reglugerðarákvæði og lög. Reglugerðir eru settar vegna fyrirmæla um það í lögum, sem eru sett af mönnum sem þú og landsmenn kjósið. Þá er oft, eins og í þessu máli, vísað í milliríkjasamninga sem Ísland hefur gengist undir og ber skylda að fylgja. Það er ágætt að kynna sé málin til hlítar áður en sleggjudómar eru lagðir á vinnubrögð stjórnvalda. Tek undir með Landfara, það væri fróðlegt að lesa fjölmiðla ef fjalla ætti um öll mál þar sem staða hælisleitenda er erfið og sorgleg, enda eru þau ótal mörg og þetta tilfelli einungis dropi í það stóra haf.

Unnur (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 10:58

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Unnur! Lýðræði byggir á sanngirni! Og að fólk sé jafnt fyrir lögum og að engum sé mismunað! Við erum að tala um eina manneskju enn ekki að opna landið upp á gátt. Kynntu þér aðstæður og sögu þessa fólks áður enn þú dæmir það.

Veistu nokkuð hvers vegna konu hans var synjað um landvistarleyfi? Það kemur hvergi fram í yfirlýsingarþvælunni frá útlendingastofnun.   

"Ættu þá stjórnvöld að leggja mat á það hvað sé sanngjarnt í hverju tilfelli?" segir þú Unnur! Já, samkvæmt lögum á það að vera svona náævæmlega eins og þú segir. Gott að þú skilur þetta.

Ég tek það fram að ég er ekki hæfur að stjórna landi. Ég er með bílpróf og ýmis önnur próf. Annars er furðulegt að maðu skuli þurfa að gangast undir test til að sjá hvort óhætt er að sleppa manni út í umferðina.

Ekkert próf þarf til að stjórna landinu. Bara kjaftavit. Og núna eru íslendingar að súpa seyðið af stjórn landsins sem hefur ekkert verksvit enn þess meira kjaftavaðlavit. Amen  

Óskar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 11:09

12 Smámynd: Landfari

Takk fyrir góðar óskir, hafðu það líka sem allra best Óskar minn.

Við erum vonandi þá bara sammála um að vera ósammála í þessu máli.

Landfari, 5.7.2008 kl. 12:42

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já landfari! Við getum ekki verið sammála í öllu. það yrði meira leiðinda lífið. Ég sé þetta bara öðruvísi enn þú og auðvitað á að fara eftir lögum! En það á ekki bara að "plokka" þær reglur sem þarf til að komið svona óréttlæti í framkvæmd.

Annars er ég nú oftast sammála þér landfari. Enn aldrei í þessu máli. Fisher fékk ríkisborgarétt sitjandi í fangelsi fyrir að brjóta lög heimalands síns. Ekkert mál að redda því. Ég var fylgismaður hans í því máli líka. Og samt hef ég engan áhuga á skák.

þetta er merkilegt mál að því leyti að siferði og reglur koma upp á yfirborðið. Hvað skyldi Jésús hafa ráðlagt fólki að gera í þessu máli? Ekki að ég sé neinn trúarmaður og hef aldrei verið. Enn siðfræði og gildi hennar meiga alveg vera með í umræðunni og þau eru reyndar lögbundinn, enn ekki notuð.

T.d. ef ameríkani frá Texas er eftirlýstur fyrir morð í sínu heimalandi, má ekki framselja hann samkv. íslenskum lögum. Og ekki má dæma hann hér. Hann yrði frjáls ferða sinna hér.

Það væri semsagt í lagi að veita mönnum landvistarleyfi ef þeir væru bara búnir að gera nógu mikið af sér í sínu heimalandi svo dauðadómur biði þeirra. það eru engin einföld svör til. Enn að senda hann úr landi var glappskot og þjóðinni til skammar. 

Óskar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband