Fyrir ykkur sem náðuð ekki Rás 2 - Eurovisionsports.tv/olympics

Snilld hjá strákunum!  Ég sem horfi ekki á handbolta datt niður í síðustu mínúturnar af leiknum.  Það var bara ekki hægt annað.  Var nú svo sem búin að gjóa augunum á skjáinn öðru hvoru og fylgdist með mörkunum úr fjarðlægð enda voru hrópin og köllin sem bárust úr barka míns elskulega þannig að hálf sveitin fylgdist örugglega með.

Annars varð uppi hér fótur og fit þegar minn elskulegi kom heim og ætlaði að stilla á Rás 2 og auglýst var um bilun en viðgerð stæði yfir.  Hann gjörsamlega spólaði hér um húsið þar sem ekki var sýnt frá leiknum á enskum eða þýskum stöðum, ja alla vega ekki þeim sem við getum náð.

Eftir bölsót og hótanir um að hringja í útvarpstjóra, ráðherra eða bara eitthvað hringdi sonur okkar og tilkynnti honum að hann gæti séð þetta á Eurovisionsports. tv/olympics  og hér með er þessu komið á framfæri til ykkar sem búið hér í nágrannalöndunum ef útvarpið klikkar aftur á sunndaginn. 

Þessi tenging bjargaði mínum frá því að fá taugaáfall eða eitthvað ennþá verra og nú get ég verið róleg á sunnudaginn ef Rás 2 klikkar aftur sem á auðvitað ekki að gerast þegar svona stórviðburðir eru í aðsigi. 

Flott hjá þér Þorgerður Katrín að halda út og hvetja strákana og ekki verra að boða til þjóðhátíðar.  Svona á að gera það, með stæl og ekkert öðruvísi!   


mbl.is Ráðherra boðar þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Hulla Dan

Er ekki stutt síðan að maðurinn ætlaði að horfa eða hlusta á einhvern leik og þá var allt bilað???
Minnir að ég hafi lesið það hjá þér.
Einhver álög á kappa...

Hulla Dan, 22.8.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Alveg rétt Hulla það eru einhver álög hér í gangi hehehe...  Annars fórum við bara út að borða og hann er orðinn pollrólegur með fullan maga.

Ía Jóhannsdóttir, 22.8.2008 kl. 19:29

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég kíkti á þessa síðu þar sem ég er í Hollandi og þeim er alveg sama. Hún er bara fyrir fólk með Windows og Internet Explorer. Ég á ekki svoleiðis. Ég kíkti því á dagskrána hjá Eurosport og gettu hvað, LEIKURINN VERÐUR SÝNDUR Í BEINNI!!! Hjartað tók kipp þegar ég sá það. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég stilli á Eurosport til að horfa á eitthvað, en ég get sko sagt þér að það verður stillt á Eurosport. Nú er bara að vona að þeir séu með sömu dagskrá allstaðar og að ég fái ekki endursýningu á listdansi á skautum. Mér sýndist leikurinn vera snemma að morgni þó. Skittirikki, fæ hvort eð er ekkert að sofa út síðan snúðurinn ákvað að verða til.

Afsakaðu bullið. Þetta er það fyrsta sem ég skrifa síðan ég frétti af leiknum í dag, svo ég er með kast af ófullnægðri þjóðrembu sem enginn vill deila með mér.

Villi Asgeirsson, 22.8.2008 kl. 20:08

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Villi takk fyrir það nú kætast allir (minn elskulegi) hér.  En okkur datt nú í hug að þetta yrði sýnt í beinni á Eurosport.  Þetta eru jú Olympic leikar og mikill viðburður að okkar litla smáríki sé í sviðsljósinu.  Góða skemmtun á sunnudaginn.

Já Hallgerður þetta er allt voða, voða spennó eða þannig heheh...

Ía Jóhannsdóttir, 22.8.2008 kl. 21:09

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Cinco Dancer  Cinco Dancer

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 00:10

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Það verður gott að hvíla sig eftir þennan viðburðaríka dag og guði sé lof að sjónvarpið mitt klikkaði ekki. Áfram Ísland á sunnudag, kross fingers og allt. Góða nótt

Eva Benjamínsdóttir, 23.8.2008 kl. 00:40

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Vonandi gengur þeim vel á morgun og að husbandið geti nú horft með.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 23.8.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband