Loksins ásættanlegt nafn. Næstum búin að sætta mig við þetta þökk sé 5. - 7. bekk grunnskóla.

Þegar ég var heima í haust og barnabarnið var á leið út í leikskólann lét faðir hans einhverja dulu yfir höfuðið á blessuðum drengnum.  Ég reyni alltaf að skipta mér sem minnst af en þarna gat ég ekki orða bundist og spurði:

-Hvað er þetta eiginlega?

-Þetta er Buff

-Buff hvað?

-Bara Buff

-Og á drengurinn að far út með þetta á höfðinu?

-Já af hverju ekki, það eru allir með svona í leikskólanum, þetta er inn.

Hugsaði já en barnið er tveggja ára veit ekkert hvað er inni eða úti.  Þetta er sem sagt inn hjá foreldrum.

-Já er það sagði ég og hverju á þetta lufsuverk að skýla, það er við frostmark úti

-Hann er með aðra húfu í skólanum.

Amman þagði en hugsaði aumingja barnið hann lítur út fyrir að vera niðursetningur með þennan skræpótta skýluklút. Lítur út eins og förukerling.

Það skal tekið fram að á meðan ég dvaldi á heimilinu og fór út með drenginn á meðal fólks var buffið týnt og tröllum gefið.

Haldið þið ekki að minn elskulegi hafi keypt sér svona buff þarna uppi á LOST landinu en það hvarf líka með óskiljanlegum hætti sko áður en við komum heim.

Ég skil núna og veit að það var nafnið á þessu þarfa háls, eyrna og höfuðskjóli, sko auðvitað var ég frædd um gildi buffsins, sem fór svona hrikalega fyrir brjóstið á mér. 

  B U F F !  Lindu, Góu eða hakkað buff langaði mig nefnilega til að spyrja.  Ónefni sem ég bara sætti mig ekki við og þ.a.l. þoldi ég ekki þennan höfuðbúnað. Einfalt mál.

Skjóla merkir jú fata en getur líka merkt skjól ef við horfum fram hjá öllum sólarmerkjum.

Er næstum búin að sætta mig við að börn gangi með þennan skýluklút um höfuð.

 

 

 

 

 


mbl.is Höfuðfatið heitir skjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 22.1.2009 kl. 19:49

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Buff...Nefnilega.

Ég á eitt slíkt med fánum   ísland-danmörk.

Hef svo sem ekki notad tad enntá en kannski einhverntímann.

kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 22.1.2009 kl. 20:07

3 identicon

þetta hét strokkur í gamla daga, svona 1960 og eitthvað. 

eb (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:46

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég hélt að öll börn með Buff á Íslandi væru með krabbamein. Rosalega hefur krabbameinið breiðst út síðan ég var lítil, hugsaði ég. Hvergi sást í fallegt barnshár eða koll - þetta var sorglegt. - Það sem maður getur misskilið hlutina. Auðvitað varð ég himinlifandi þegar ég uppgötvaði sannleikann.

Eva Benjamínsdóttir, 22.1.2009 kl. 21:48

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já eb ég man vel eftir strokkunum en þeir voru prjónaðir og ég átti nokkra svoleiðis.  Þetta lítur út eins og tóbaksklútur í sparifötunum.

Ía Jóhannsdóttir, 22.1.2009 kl. 22:01

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hehe...mér finnst þetta líka alveg ferlega ljótt.  Strokkurinn var mikið gerðarlegri og ég er að hugsa um að prjóna einn appelsínugulan núna

Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:57

7 Smámynd: Ragnheiður

Hehehehe já ...þetta er algert ógeð, ég færi frekar út með gamaldagsskjólu á höfðinu

Ragnheiður , 23.1.2009 kl. 00:24

8 identicon

Er þetta ekki fremur nokkurs konar skupla? Kær kveðja, Þorgils Hlynur

Þorbergsson.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 02:23

9 identicon

Á ég að segja þér svolítið? Mig langar í Buff! ég er klár á því að það er notarlegt að vera með Buff.Ekkert vesen með hárið ..........

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 07:02

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hallgerður ég vissi að þú værir pínu spes og hættu svo að ljúga hehehe.

 Takk fyrir innlitið Þorgils sko þetta fer eftir því hvernig það er notað skilst mér

Gaman að heyra frá ykkur öllum.

Ía Jóhannsdóttir, 23.1.2009 kl. 09:42

11 identicon

Takk fyrir að meta mig spes. Sé þig hinsvegar ekki Buffaða með þetta þykka fallega hár

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 09:44

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 23.1.2009 kl. 09:52

13 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 23.1.2009 kl. 10:55

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég mun aldrei þola þennan höfuðbúnað, það eru til buff/skjóla í öllum útgáfum,
sem sagt frá öllum teiknimyndunum á síðan var ég eitt skipti í Húsasmiðjunni og mér voru gefin svona buff nokkur stykki nú ég í sakleysi mínu gaf ljósunum mínum buff
viti menn var þetta þá ekki gangandi auglýsing fyrir Húsasmiðjuna það duttu nú af mér allar hömlur og sagði í ruslið með þetta, nei amma þetta er svo flott.
nei þá voru nú lambhúshetturnar betri þó það höfuðfat hafi aldrei fallið í kramið hjá mér, en nú er ég hætt áður en þið kallið mig snobbaða, en svona er ég bara.
Þoli heldur ekki moonbuts. Lofa að hætta núna.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2009 kl. 11:12

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Milla heldurðu að við séum dálítið aftan á kúnni?  Heyra bráðum Ohh hún amma! hehehe...

Hallgerður ég geng með hatta og ekkert kjaftæði

Ía Jóhannsdóttir, 23.1.2009 kl. 11:19

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér góða helgi 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 13:05

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Ía við erum bara konur með góðan smekk

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.1.2009 kl. 14:01

18 identicon

Ía, buff er snilld! Ég á 2 buff og nota þau alltaf þegar ég fer út að hlaupa eða á snjóbretti.... annaðhvort á hausinn sem eyrnaband (eða e-ð) eða um hálsinn :o)

Ragga (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:54

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekkret skjól í skjólu þessari.

-

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband