Eru þið alveg að missa það þarna uppi á ísaköldu landi!

Vá bara það að detta niður á hugmyndina er eitt og sér túskildings virði en það að framkvæma þennan gjörning hlýtur að hafa kostað blood, sweat and tears.  Hugsið ykkur úthaldið hjá listamanninum.  Að standa í þessu í öllum veðrum (geri sterklega ráð fyrir að þetta hafi verið framið á Íslandi)  berjast á móti storminum í grenjandi rigningu bara til þess eins að bera grjót í haug, já og gangsstéttahellur eða eru þetta ekki hellur þarna efst?

Mér finnst hann alveg hafa átt skilið að fá annan túskilding fyrir það að hálf drepa sig á þessum burði en að kaupa  ljósmynd af fyrirbærinu fyrir 10 millur, Já sæll, er ekki alveg allt í lagi þarna heima!!!!

Láttu nú ekki svona Ía mín segja sumir núna, þetta er list! 

Sér er nú hver helvítis listin urra ég bara á móti!

  Alveg skítsama hvað ykkur finnst, þið megið kalla þetta list ég hef bara ekki geð í mér að meðtaka þetta núna. 

Á meðan leikskólagjöld hækka, bensín, olía, sígó og bjór sko ég meina allt þetta allra nauðsynlegasta sem almenningur þarf á að halda til að geta lifað þarna uppi á klakanum þá er verið að kaupa ljósmynd af gjörning! 

Ástæðan jú okkur vantaði svona í safnið!  Áttum enga svona mynd fyrir!  

Segið mér hver hefur gaman af því að skoða svona myndir og hvar í ósköpunum á hún svo að hanga?   Spyrjið eftir henni aftur eftir u.þ.b. hálft ár, þá verður svarið:  ,,Ha jú ég man eftir henni ætli henni hafi ekki verið komið fyrir hér niðri í geymslu". 

Og þar kemur hún til með að liggja um ókomin ár! 

Hér urra ég á eftir efninu!  Djöf..... það sem veröldin er klikkuð á köflum! 

 


mbl.is Dýrasta verkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það var mikið að þú stormaðir úr þér. þarna er ég sammála eins og við erum reyndar oft áður, hefði mátt nota þessa peninga í eitthvað nauðsynlegra, fjandinn.
Annars elskan góðan og blessaðan er ekki bara allt í góðu, mér heyrist það

Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.5.2009 kl. 10:08

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hæ Millan mín.  Jú ég er fín í dag. Átti eina af þessum lousy vikum en er öll að lifna við.

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 10:18

3 Smámynd: Muddur

Einhverjum þótti það list á sínum tíma að stilla upp krukku með saur og ýmsum líkamsvessum í búðarglugga á ónefndri verslun niðrí miðbæ. Voða flott, þótti sumum, þar til krukkan sprakk eftir að sólin hafði hitað hana of mikið. Það tók víst langan tíma að ná stybbunni úr versluninni.

Það sem ég á við með þessu er að ef út í það er farið er hægt að kalla gjörsamlega allt list. Ef einhver tekur sig til og kúkar á Ingólfstorgi eða flettir sig klæðum og atar sig út í sinnepi á Þingvelli, þá er það kallað gjörningur. Þetta hugtak er orðið svo teygt og absúrd að það hálfa væri nóg. Og að einhverjum skuli þykja svarthvít ljósmynd af manni sem liggur ofan á haug af grjóti virði 10 milljóna af almannafé í miðju efnahagshruni, þykir mér taka þetta listasnobb upp í nýjar hæðir fáránleikans. Þetta er eitthvað sem hugsanlega má eyða í ef mikið góðæri er í gangi, t.d. eftir svona 30 ár.

Muddur, 31.5.2009 kl. 10:32

4 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Ég sé ekki betur en sumir menn hafi farið svo illa í góðærinu að þeim sé ekki við bjargandi. Þetta er rétt hjá þér. Það er ekki í lagi hér heima. Nokkrir menn munu aldrei aftur sjá að þeir lifðu og lifa í einhverjum fáránleika og spreða peningum, sem þeir eiga ekkert í. Ég er nokkuð öruggur á því að við vitum bæði hvað þarf að gera varðandi þennan forstöðumann. 

ÞJÓÐARSÁLIN, 31.5.2009 kl. 10:41

5 identicon

Ótrúlegt það er það eina sem maður getur sagt Ég hefði frekað viljað sjá þessar tíu millr fara í fjölskylduhjálpina en í svona kjaftæði.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 11:00

6 identicon

Enda þarf listfræðing til að útskýra svona verk. Og er þá ekki betur heima setið? Elsku Ía mín gott að sjá þig aftur ég hef saknað þín..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 11:51

7 identicon

Einar úr Bláberjadal (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 12:01

8 identicon

Hér er almennileg og mjög falleg ljósmynd:

Listajón (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 12:12

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Muddur sterklega til orða tekið.  Þú skefur ekki af því.  Takk fyrir innlitið.

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 12:56

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst ég skynja að þér finnist þessi mynd ekki smart?

En ég er líka rosa næm.... Eigðu góða Hvítasunnu mín kæra.

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2009 kl. 12:57

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Þjóðarsál mín kær það verður að fara að ryksuga aðeins í hornin held ég.  Gaman að sjá þig hér inni, takk fyrir það.

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 12:58

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Ragan mín það mætti örugglega millifæra nokkrar millur á milli staða þarna heima.

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 13:02

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hrönn smart eður ei en það stendur svart á hvítu í Silfurtunglinu:

  Listin sjáið þér heimtar okkur með húð og hári, - hús og heimili er aukaatriði. 

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 13:05

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hallgerður já nú er ég komin alla vega í nokkra daga þar til næsta shitiríð byrjar.  Takk fyrir hlýju orðin þín til mín.

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 13:08

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Listajón ekki þekki ég þessa gullfallegu menn já jú ef þetta er ekki sjálfur Hannes Hólmsteinn mit i mellom þá væri ég ekki illa svikin. 

Verður hún til sölu bráðum eða fer hún á uppboð?

 Takk fyrir innlit. 

Ía Jóhannsdóttir, 31.5.2009 kl. 13:13

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Örugglega á uppboð, heyrðu elskan veit ekkert hvað varð um myndina mína.

Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.5.2009 kl. 15:30

17 Smámynd: Ragnheiður

Algerlega fáránlegt við aðstæður nú og í mínum huga alltaf, að eyða svona miklu fé í þetta rugl....já ég segi R U G L !

Ragnheiður , 31.5.2009 kl. 19:44

18 identicon

He he he góð!

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 19:47

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er súr list að mínu mati, skelfilega ljótt og ekki pening í eyðandi. Má ég þá frekar biðja um fallegar myndir sem lítil börn gera með fingrum sínum.  Margir eru illa fyrrtir, en þú ert gullmoli elsku Ía mín.  Hafðu það sem allra best.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 00:48

20 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta er æðislegt verk eftir frábæran listamann.

Páll Geir Bjarnason, 1.6.2009 kl. 03:01

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn elskuleg.
Kærleikskveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.6.2009 kl. 09:06

22 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Er sammála þér Ia mín hafðu það gott í dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.6.2009 kl. 10:02

23 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góður pistill Ía, en taktu eftir að það er verið að kaupa þetta verk af Gellerýi  i8, sem þýðir væntanlega að listamaðurinn sjálfur kemur þarna hvergi nærri.

  Þetta er í raun furðuleg sala, og afkáraleg kaup, á tímum þar sem allt er hrunið, líka veruleikaskyn þeirra sem hlut eiga að máli.  Tími þar sem allt er komið á haus   -   líka " i8 " kannski er það málið? 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2009 kl. 15:25

24 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Flott myndin af Hannesi Hólmstein og hans "selluvinum".

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband