Færsluflokkur: Bloggar

Hér á suðvesturhorninu skín sólin og ekki auðvelt að ímynda sér að hér rétt austan við heiðina sé ástandið grámóskulegt.

Þegar ég minnist föðursystur minnar sem upplifði Kötlu gömlu í sínum mikla ham 1918 gleymi ég aldri svipnum sem myndaðist á  hálffrosnu andlitinu          og hún rifjaði upp fyrir mér þennan tíma þar sem illfært vara ða komast lönd né leið. Amma mín bjó þá með mörg börn í ómegð.   sum flutt á mölina en önnur brjóstmylkingar.

Í hvert sinn sem jarðhræringar fundust jafnvel þegar hún var flutt suður fraus hún á spottinu og stóð sem negld við gólfið.  Man að það tók hana langan        tíma    að fá lit í andlitið og verða aftur eðlileg. Þetta   fannst mér stelpunni  óþægilegt þrátt fyrir að skilja sem minnst á þeim tíma.

Nú á þessum tímamótum þar sem við erum í landinu okkar tilneydd þá fer að horfa á alla hluti öðrum augum og  vonandi mildari   dauðlangar okkur heim en sættum okkur við svo komið.      Við  erum svo  afskaplega þakklát fyrir alla á góðu ummönnun  sem við höfum fengið hér heima og verðum hér þar il annað kemur í ljós.

Það   fer ekkert á milli mála að nú verð ég að fara og versla mér nýja tölvu.  Þessi er að syngja sitt síðasta.

SENDI YKKUR ÖLLUM LÖGIN HANS Atla Heimis út Dimmalimm sem eru í mínu uppáhaldi.

Þau róa og hvíla huga, 

 

Hugur minn er oft í sveitinni minni fyrir austan fjall og hjá vinum mínum sem búa það og ströglast við að halda lífi í búfénaði  og bjarga landareignum og mannvirkjum.  Mín samúð er með ykkur öllum og bið fyrir hverjum þeim sem sárt á um að binda.  En þjóðin okkar er sterk og hefur komist í gegn um svo ótal ánauðir aldir eftir aldir með dug og þor!

Dálítið ruglingsleg færsla en ég skrifa það alfarið á tölvuna sem senn fær ferðapassann í Sorpu.


Langt síðan síðast ég hef verið annars hugar, þið fyrirgefið letina eða hugsunarleysið.

Um hádegi gengum við langan göngutúr héðan að heiman og út að Nauthól. Við heilsuðum til hægri og vinstri þar sem margir voru á heilsubótagöngu í fallegu veðri.  Einnig tókum við eftir því að á korters fresti tóku á loft vélar sem við töldum vera ,,sight seeing" vélar á leið austur að Vatnajökli.  Það hefur ekki farið fram hjá mér allur sá fjöldi véla sem hafa tekið sig upp hér í dag þar sem ég hef setið með útsýni yfir Öskjuhlíðina eru vélar á ferð þó klukkan sé að verða sex. 

Ég finn að með þessu brambolti í jöklinum hjálpar það mér að koma góðu brambolti á líkama minn og sál.   Það er farið að virka heilmikið af þeirri meðferð sem ég hef gengið í gegn um undanfarið og ég trúi á virknina.

Ég ætla að fara heim í maí og hlakka til að njóta vorsins á veröndinni okkar og göngu í skóginum sem sendir góða og stranga strauma til mín.   Hlakka til að fara heim og knúsa hann Erró minn.  Hann hefur sent mér einhverja vini sína til þess að fylgjast með mér og hjálpa.  Takk fyrir það dúllu voffi minn!

Ég hef verið löt að skrifa nýlega en vona að ég taki mig til.  Einnig hef ég heldur ekki komið mér að því að lesa blogg og bið ykkur kæru bloggvinir afsökunar á letinni.  Ég vona að ég geti bætt úr þessari vitleysu fljótlega og þið fyrirgefið mér.

Bestu kveðjur til ykkar allra bloggvinir og þið sem lesið bloggið mitt öðru hverju.

Ég er öll að skríða saman, í alvöru tala.   Ég trúi að góðar framfarir núna og stórar breytingar á hverjum degi.  

Elska ykkur öll og við sjáumst vonandi fljótlega.  

   


Það er ekki ólíklegt að ég hafi sést á öryggismyndavélinni í gær en mér fannst ég ekkert vera í óleyfi í bakgarði ömmu minnar.

Gönguferðir sem legið hafa niðri í allt of langan tíma voru teknar upp aftur í gær.  Við lögðum bílnum fyrir utan gamla Hvíta Bandið og ákveðið var að ganga hringinn í kring um tjörnina.

Þar sem við stóðum fyrir framan Ráðherrabústaðinn ákvað ég að fara inn á lóðina nákvæmlega á þeim stað sem ég stytti mér alltaf leið sem krakki.  Mig langaði svo mikið að fara á mínar gömlu heimaslóðir en ég ólst upp fyrstu árin mín í bústaðnum og var meir og minna alin þarna upp öll mín uppvaxtarár.

Það hafa ekki verið miklar breytingar gerðar þarna, sami grasflöturinn, jú nýjar tröppur upp á efri lóðina, rabbabarabeðið horfið og mikið búið að fjarlægja af rifsberjatrjánum hennar ömmu minnar. Annars allt eins.  Þegar amma mín fór þaðan upp á Hrafnistu var búið að malbika yfir bílastæðið að aftanverðu. 

Ég stoppaði aðeins og lét hugan reika til uppvaxtaráranna.  Mig minnir að það hafi alltaf verið sól og pönnukökulyktin svo og kleinulyktin úr litla eldhúsinu hennar ömmu sem var á efri hæðinni, þar sem nú er afdrep fyrir bílstjóra ráðamanna sem fyllti vitin og ég lét mig dreyma litla stund.  Ég horfði upp í gluggana þar sem svefnherbergi og stofa ömmu minnar var til tugi ára.  Þar sem við sátum tvær og spiluðum á spil og hún leiðbeindi mér um lífsins gagn og nauðsynjar sem ekki alltaf voru í samræmi við hugmyndir móður minnar.  Ég tók alltaf mark á ömmu minni og fór reglulega eftir því sem hún sagði enda samræmdust okkar hugmyndir og gjörðir vel.

Ég var nú ekkert að kíkja inn um gluggana enda oft búin að koma inn í bústaðinn eftir breytingar sem gerðar voru á herbergjaskipan fyrir nokkrum árum.  Nú er engin kónga eða drottningasvíta lengur en fallega borðstofan og stofurnar niðri eru eins.  Jafnvel held ég að gamli flygillinn sem ég glamraði á standi enn í sínu horni.

Ef ég hef verið nöppuð á eftirlitsvél öryggisráðsins þá bara það.  Mér fannst ég ekkert vera þarna í leyfisleysi þó ég kæmi aðeins við í bakgarðinum hennar ömmu minnar.

 


Þórir Gunnarsson aðalræðismaður var sæmdur riddarakrossi hinni íslensku fálkaorðu.

Um leið og við keyrðum í hlað að Bessastöðum í gær klukkan hálf fimm og staðarhaldari opnaði fyrir okkur braust sólin úr skýjum og geislar hennar flæddu yfir okkur þar sem við litla fjölskyldan vorum á leið í móttöku hjá Forseta Íslands.

Tilefnið var að heiðra minn elskulega fyrir góð og ötul störf í þágu þjóðarinnar á erlendri grundu.  Þar sem hann er búinn að starfa í tuttugu ár í Tékklandi sem Aðalræðismaður og unnið frábær st0rf hvort sem hefur verið í þágu lista, menningar og almennum samskiptum.

Svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu kominn.

Afhending fálkaorðunnar

Athöfnin var mjög látlaus og persónuleg þar sem engin annar var heiðraður í þetta sinn.  Við höfðum ákveðið líka að hafa þetta í okkar anda og buðum eingöngu börnunum okkar tveimur, tengdabörnum. barnabörnunum og móður minni og föður Þóris til þessarar sérstöku móttöku.

Þess vegna varð þessi stund eftirminnileg fyrir okkur öll.  Eftir afhendinguna fengu þau sem ekki höfðu áður heimsótt  Bessastaði tækifæri á að skoða aðeins heimkynni forsetans en við Þórir áttum góða stund með Hr. Ólafi og forsetaritara Örnólfi Thors í gömlu fundarstofunni.

Ég er mjög stolt af mínum elskulega og finnst hann vel að þessari viðurkenningu kominn.

Eftir athöfnina var hugmyndin að halda þessu nú bara fyrir okkur en á síðustu stundu var ákveðið að bjóða okkar nánustu ættingjum og vinum sem töldu sjötíu manns þó skorið væri við nögl.  Kampavínið flæddi í tvo tíma síðan fórum við litla kjarnafjölskyldan í Perluna og nutum þess að gleðjast áfram saman.      Yndislegur dagur sem aldrei kemur til með að líða okkur úr minni.

Þau eiga eftir að erfa landið Hér eru þau sem erfa eiga landið. 

 Búin að koma sér fyrir í góðum stól á Bessastöðum.  Eins og þjóðhöfðingjar bæði tvö.


Snillingur - Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari!

Í gærkvöldi rættist ein af mínum vonum, það að fá að hlusta á Víking H. Ólafsson spila með Sinfó. Mig var svo oft búið að dreyma um að fá tækifæri á að hlusta á þennan unga snilling sem fer svo mjúkum höndum um nótnaborðið.  Það er eins og þær varla snerti lyklana svo engillétt virðist hann slá hörpuna. 

 Það nærði sálina mína mikið að fá tækifæri til að láta hljóma hörpunnar fylla hug minn ljósi og kom endurnærð út eftir að hafa drukkið í mig allt sem hann hafði að bjóða í gærkvöldi.

Því miður hafði ég ekki kraft til að sitja restina af tónleikunum eftir hlé en fyrir mig var þetta nóg í þetta sinn. Ég kem til með að gera það seinna, ekki spurning.

Kæri Víkingur þakka kærlega fyrir frábæra tónleika og hugarró fyrir heila og sál.

Gangi þér allt í haginn ungi fallegi maður sem átt eflaust eftir að gleðja marga á ókomnum árum. 

Ingibjörg Jóhannsdóttir Prag Tékklandi.

 


Það kemur maður í manns stað. Takk fyrir mig í KOSTINUM í dag!

Að sjálfsögðu er það sárt þegar menn fara með fjölda fólks í hreina glötun og eiga tvímælalaust að borga fyrir allar misgjörðir alveg sama hversu dýrt drottins orðið er.  Lítil samúð hér með Jóhannesi og hans fjölskyldu.

Ég hef ekki mikið verið í matarbúðum hér síðan ég kom til landsins en í dag fannst mér tími til kominn að fara og versla inn á minn máta en ekki míns elskulega.  Þá datt mér í hug að kíkja í KOST hér í Kópavoginum. 

Ég hef rekið mig á það hér þessi fáu skipti sem ég hef farið í matvörubúð að vöruúrval er hrikalega takmarkað og hillur flestar fylltar með ódýrari vöruflokkum, útrunnið, eða hálf mokið og ónýtt,  því miður. 

Þess vegna gladdist ég þvílíkt í dag inn í Kost. Vöruúrvalið er e.t.v. ekki alveg eins og ég á að venjast frá heiman en var alveg tæmandi og margir vöruflokkar sem þú sérð ekki hvar sem er. 

Ég var fljót að fylla körfuna og kom heim með hluti sem ég gat sett í ísskápinn með ánægju. 

Frábært grænmeti og ávextir.  FERSKIR OG FALLEGIR.

Þakka kærlega fyrir góða þjónustu.  Hlaupið til og sett í poka með manni og allir brosandi.

VEL AFTUR KOSTINN      -     EKKI SPURNING!


mbl.is 80% vilja ekki Jóhannes í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er kallinn kominn á stall! Þökk sé listamanninum Helga Gísla.

Gaman að því að Albert skuli nú vera farin að spóka sig hér innan um almenning og sem flestir geti notið þess að horfa á fótfimi hans þó steypt sé í brons.

Það vakti athygli mína að hvergi sá ég getið þess hver listamaðurinn hefði verið sem gerði styttuna og finnst mér það miður þess vegna langar mig til að óska Helga Gíslasyni listamanni innilega til hamingju með þetta nýja verk. 

 


5. febrúar. Fallegur dagur hér í henni Reykjavík.

Hvað er með þessar gæsir sem vappa hér um allar jarðir.  Elta okkur jafnvel hér á bílastæðinu þá sérstaklega ef við erum með matarskjatta meðferðis.  Aldrei verið hrifin af gæsum, þátt fyrir að ég sé mjög elsk af fuglum.

Það er efni hér í stórveislu ef einhver hefur áhuga, en sjálfsagt má nú ekki lóga þessu fiðurfé.

Þegar ég stóð frá henni Eir minni í hádeginu þakkaði ég pent og sagði henni að nú fengjum við frí yfir helgina og ég væri farin á djammið.  Stelpunum á deildinni fannst þetta alveg tilvalið og hvöttu mig óspart til þess að eiga skemmtilega helgi sem ég ætla jú líka að gera.

Hann faðir minn hefði átt afmæli í dag, orðið 91 árs ef hann hefði lifað.  Ég fann fyrir honum með mér í dag og var það góð tilfinning. Við, ég og minn elskulegi skelltum okkur í blómabúð og keyptum nokkur grös sem við færðum móður minni.

Djamið er nú e.t.v. aðeins og stórt tekið upp í sig en ég ætla alla vega að njóta góða veðursins og reyna að gera eitthvað uppbyggjandi.

Góða og skemmtilega helgi kæru vinir og vandamenn. 

 


Hún vinkona mín heitir Eir eftir Lionsklúbbnum mínum gamla góða. Takk fyrir mig.

Við vorum átta vinkonur sem fórum í bíó í gær og síðan í súpu til Helgi í Garðabæinn.  Frábært að eiga svona skemmtilegar vinkonur sem hressa bæta og kæta.

Dálítið sláandi að af þessum átta erum við þrjár sem erum búnar og erum enn að fara í gegn um græna karls dæmið eins og ég kalla það.  Þær gáfu mér mikinn styrk og góð ráð sem ég tók með mér í rúmið í gærkvöldi enda svaf ég eins og steinn þar til ég varð að koma mér upp á spítala í morgun.

Frábært starfsfólk sem tekur á móti manni á geisladeildinni á Lansanum.  Eftir gott viðtal var mér vísað inn og kynnt fyrir vélinni sem ég tók jafnvel sjálf þátt í að safna fyrir (að ég held).  Þarna var hún þessi risa Eir.  Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að fá afnot af henni blessaðri en svona er nú lífið okkar einkennilegt á stundum.  Hafði dálítið á tilfinningunni að ég þekkti þessa kellu og hún væri mér hliðholl.

Eftir að hafa verið reyrð niður eins og ,,Hanibal Hekter" tók ég um litla kútinn, lokaði augunum og gerði eins og Helga mín hafði sagt mér að gera.  Fór með Faðir vorið tvisvar og um leið og það var búið gat ég sest upp með hausinn fullan af góðum geislum frá Eir.

Takk fyrir mig gott fólk!  Frábært staff þarna á deildinni.  Svo mikil hlýja og natni.

Nú ætti ég að fara og hvíla mig en ég hef enga eirð í mér að liggja núna.

Ætla í göngutúr á eftir og anda að mér fersku Íslensku vetrarlofti.

 


Hjúkket!!!!

Jæja strákar til hamingju með það!  Man ekki alveg hvort það var í gær eða í dag eftir að hafa rúllað Mbl. hér í gegn að ég skellti mér aftur í rúmið með Bubba og fleiru þotuliði og gleypti í mig ,,sannar sögur og lognar"

Ég var svo fegin að nú sæi ég fyrir endan á þessum handbolta og jafnvel Icesave var farið að halla undir fæti sem aðalfréttir í fjölmiðlum.  Guði sé lof.

Ég er samt búin að gera mitt besta með því að hjálpa til með að krúnka einhverju smáræði í Icesave á meðan ég hef dvalið hér núna. Kennitalan mín týndist og mér var afhent ný svo nú er ég með nafn með stjörnu fyrir framan og næstum allt stafrófið þar á eftir.  Óskaplega flott sagði konan á Lansanum.  Ég bara þakkaði pent og sagði að ég vildi alveg borga fullt gjald enda góður og þekktur borgari sem væri til í að hjálpa eins vel og ég gæti til að koma þessari volaðri þjóð á koppinn aftur.  Nóg væri nú um grenjuskjóðurnar hver í sínu horni.  Það hafði ég eftir að hafa lesið í Satt og logið. Einhver Á Rán grenjaði í Búlgaríu, og fleiri hingað og þangað um allan heim.  Ég sat hér á landinu og grenjaði í mínu horni en lét engan sjá það.  Svona er nú lífið óskiljanlegt á stundum.

Jæja ég er alveg hætt að grenja það hefur hvort eð er ekkert upp á sig.  Taka á móti storminum í fangið og rétta úr kútnum eins og Hörður Torfa orðaði það svo snilldarlega.

 

Ég segi það satt en þetta blað, nú er ég farin að tala aftur um ,,Satt og skrumskælt", sem engin segist lesa en allir gera þó, læt ég aldrei sjá mig með á almannafæri.  Jafnvel les frekar ,,Frú og bíll" ef ég hef ekkert annað menningarlegra í töskunni á meðan ég er að bíða á læknastofunum.  Núna passa ég mig á því að hafa Steinunni Sigurðar í hægri hendi og til vinstri liggur ávallt einhver önnur menningarleg skrudda svo allir á einhverju erlendu hrognamáli, geti nú dáðst að því hvað þessi kona er nú mikill menningarviti eða alla vega reynir að sýnast svo.

Jæja nú líður að morgni og kominn tími til að fara að sofa í hausinn á sér.  Alla vega að gæla við koddann.  Afsakið að ég skuli vera að blaðra hér um miðja nótt en það gera sterarnir sem eru að herja á minn fína haus þessa dagana.   

Mig langar svo í súkkulaði! NÚNA!

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ísland landaði bronsinu í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband