Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Það var þá! Er sagan að fara að endurtaka sig?

Við sem erum fædd fyrir miðja síðustu öld munum vel eftir skömmtunarseðlunum.  Þar sem maður stóð í biðröð niðr´í gamla Gúttó og hékk í pilsfaldi mömmu eða ömmu bíðandi eftir að röðin kæmi að manni. 

Við munum líka eftir lyktinni fyrir jólin þar sem eplakassinn var vandlega falinn inn í kompu því ekki mátti snerta þessa munaðarvöru fyrr en á Aðfangadag.  Sumir voru heppnir og fengu appelsínur líka en þá varð maður að hafa ,,góð sambönd" eins og það var kallað. Stundum slæddist skinkudós með og súkkulaði.  Þá voru jólin fullkomin.

Vonandi koma þessir tímar aldrei aftur en þegar fólki er ráðlagt að fara að hamstra þá er útlitið ekki gott.

Ég tók eftir því þegar ég var heima um daginn að verslunarmenn voru svona hálfpartinn að afsaka vöruúrval og fékk ég oft að heyra eitthvað á þessa leið:  Nei, því miður við erum að bíða eftir næstu sendingu, kemur í næstu viku.  Ég hafði það svolítið á tilfinningunni að varan væri komin til landsins,  það væru bara ekki til peningar til að leysa hana út.

 Í einni af okkar betri verslunum í Reykjavík var mér sýnd flík sem ég vissi að hefði verið seld þarna síðasta vetur og stúlkan sýndi mér hana sem nýkomna haustvöru.  Ég gerðist svo djörf að segja upphátt:  Þetta er síðan í fyrra.  Aumingja konan fór öll hjá sér og til að bjarga sér fyrir horn greip hún nýjan bækling sem hún sýndi mér af miklum áhuga og allt var þetta væntanlegt innan skamms.

Ég er ansi hrædd um að útsölur byrji snemma í ár.

Eins einkennilega og það hljómar er eins og ég sé komin langt, langt frá ykkur núna.  Ég skynjaði það strax í gærkvöldi að ástandið heima skipti mig ekki svo miklu máli lengur og ég fékk hrikalegt samviskubit.  Á meðan ég dvaldi á landinu tók ég fullan þátt í daglegu lífi landa minna og skammaðist og argaði ekkert minna en aðrir.  Í morgun fletti ég blaði landsmanna og það eina sem kom upp í kolli mínum.  Djöfull er þetta ömurlegt!  Síðan hætti ég að hugsa um þetta ófremdarástand.  Það var eins og það snerti mig ekki lengur.

Ein góð bloggvinkona mín sem býr í DK skrifaði um þetta sama tilfinningaleysi hjá sér í morgun.  Held að okkur hafi liðið álíka illa.  Erum við svona vondar manneskjur eða er þetta eðlileg reaksjón.  Veit ekki!! 

Þetta hrellir mig satt best að segja en mér þykir ósköp mikið vænt um ykkur öll og vil ykkur ekkert nema alls hins besta.

Er farin að skoða hug minn.


mbl.is Verslunarmenn vænta vöruskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

F..... kokkurinn er líka með veitingastað hér í borg.

Oft þarf nú oft ekki nema nafnið til að staðir gangi vel og Gordon Ramsey er inn. Engan hef ég séð fara öðrum eins hamförum í eldhúsinu eins og hann brussast í þáttunum nema ef væri minn elskulega eiginmann.  

 Við höfum nú ekki borðað nema einu sinni á staðnum hans hér í Prag og það var rétt eftir að hann opnaði.  Misstum af því að sjá höfðingjann sjálfan þar sem hann var nýfarinn heim enda komum við frekar seint að kvöldi og mesta traffíkin liðin hjá og hann örugglega dauðuppgefin eftir að hafa hent pottum og pönnum í gólf og veggi og öskrað sig hásan á starfsliðið.

Okkur fannst nú staðurinn ekki merkilegri en það að við höfum algjörlega gleymt honum og ekki farið þangað aftur en auðvitað á maður alltaf að gefa stöðum second change.  Ættum að láta verða af því við tækifæri enda heyrðum við frá syni okkar sem hefur farið þangað oftar en við að hann héldi alveg sínum standard. 

Ekki held ég að við komum til með að bera höfðingjann augum því blessaður karlinn hefur örugglega nóg með alla hina nítján ef fréttin er rétt.   

 


mbl.is Ramsey í klandri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já þeir kunna ,,trikkin

Við höfum alltaf sagt hér að ef  eigendur verslana, veitingahúsa eða banka þekkja 20 aðferðir sem þeir nota þá kunna þeir 21 eða fleiri. 

Eitt sinn var ég stödd á Íslandi.  Ég brá mér inn í Hagkaup til að versla smotterí í poka. Þar sem ég var nýkomin til landsins var ég bæði með tékkneska og íslenska peninga í veskinu. Tékkneski þúsundkallinn lítur nær nákvæmlega eins út og sá íslenski, sami litur, sama stærð svo það er mjög auðvelt að rugla þessum seðlum saman.  

Í hugsunarleysi rétti ég konunni við kassann þrjá þúsundkrónu seðla og hún tók við þeim án þess að gera neina athugasemd.  Ég varð ekki vör við misskilninginn fyrr en ég kom upp á hótel og fór að taka til í veskinu.  Vissi að þar ættu að vera þrír 1000 korun tékkapeningar en fann ekki nema tvo. Vissi um leið að þarna hefði átt sér stað ruglingur.

Ég fór nú ekkert að garfa í þessu enda var tapið mitt en ekki Hagkaups þar sem 1000.- tékkapeningar voru þá 3.000.- ísl. kr.

Svona var nú það.        

   


mbl.is Starfsfólk verslana og banka beitt blekkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta fer allt einhvern veginn, þó sumir efist í dag.

Getur þetta bara verið rétt sagði vinkona mín í algjöri hneykslan við mig hér um daginn?

 -Hvað ertu að tala um spurði ég.

- Ég borgaði 130.- tékkapeninga fyrir eitt hvítvínsglas eða sem svarar 650.- ísl. kr. og sama fyrir einn bjór!

-já vinkona þetta er rétt verð, en ítrekaði við hana að hún hefði setið á fjölfarinni götukrá í miðbænum, þar sem verðið væri dálítið hærra en í úthverfum.

-ja hérna sagði hún, það er af sem áður var þegar krónan var ein á móti tveimur hér í Tékklandi.

Þessi sama vinkona mín hafi komið hingað frá Köben og tilkynnti mér um leið og hún kom hingað að hún hefði bara ekkert verslað í kóngsins Köbenhavn, allt hefði verið svo hrikalega dýrt.

Ég brosti aðeins út í annað og hugsaði: ja ekki held ég að þú gerir nein góð kaup hér heldur vinkona þar sem krónan er nú 5,4 á móti tékkapeningnum.

Við hér höfum fundið fyrir verðbólgunni eins og allir aðrir og á meðan 40% aukning er í verslun ferðamanna á Íslandi má segja að samsvarandi lækkun sé hér í Evrópu.  Hótelin keppast við að koma með lág tilboð þar sem nýting er í lágmarki miða við árstíma og útsölur hafa aldrei verið eins góðar og nú en jafnvel það dugar ekki til. 

En þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem verðbólgan hræðir fólk upp úr skónum og verðum við ekki að hafa þá trú að öldurnar fari að lægja svona smátt og smátt.  En á meðan þá bara heimsækjum við ,,útlendingarnir"  okkar góða gamla Ísland og lifum eins og kóngar í ríki okkar. Wink  

Er á meðan er.


mbl.is Ferðamenn hafa aldrei eytt meiru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að vera Íslendingur hér í dag.

Þegar við fluttum hingað fyrir átján árum og opnuðum fyrsta einkarekna veitingahúsið í Tékklandi fundum við vel fyrir því hversu velviljaðir Tékkar voru í garð okkar Íslendinga.  Þeir hræddust ekki þessa litlu þjóð úr norðri sem engan hafði herinn og orðið útrás þekktist varla í íslensku máli.

Öðru máli gegndi um stórabróður í vestri þar voru þeir ekki öruggir með sig.  Enda kom það í ljós 1993 þegar landið skiptist í Slóvakíu og Tékkland þá fengu útlendingar aðeins að finna fyrir því að þeir voru hér gestir og höfðu komið hingað með sitt ,,know how"  en nú gætu Tékkar tekið sjálfir við.

Margir hrökkluðust úr góðu starfi og sneru aftur til síns heima.  Tékkar tóku við yfirmannastöðum í stóru fyrirtækjunum en uppgötvuðu fljótlega að þeir voru alls ekki tilbúnir til að takast á við mörg af þeim verkefnum sem útlendingar höfðu leyst af hendi eftir ,,flauelisbyltinguna".

Hér var mikil ringulreið á markaðinum og við fengum svo sem líka að finna fyrir því að við vorum bara hér til að kenna en síðan gætum við farið heim og lokað á eftir okkur.  Við héldum okkar ásetningi og börðumst eins vel og við frekar gátum við að halda okkar fyrirtæki og láta engan hrekja okkur í burtu. 

 Árið 1994 viðurkendu Tékkar að hafa verið of fljótir á sér og tóku útlendinga í sátt, ja alla vega að hluta til.  Enn var samt hart barist á sumum vígstöðvum.

Greinin sem birtist í Prague Post 16. apríl þar sem m.a. er viðtal við minn eiginmann, hefur vakið mikla athygli, þá sérstaklega hjá útlendingum sem búa hér.  Litla landið okkar er komið á kortið svo um mundar og við erum ekki lengur þessi fátæka þjóð sem engum ögraði. 

Það er gaman að vera Íslendingur hér í dag.  Við erum mjög stolt af þessum íslensku fyrirtækjum sem hér hafa fjárfest og megi þeim vegna vel hér í framtíðinni.      

 


mbl.is Fjallað um útrásina í Tékklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þessi þjónusta fyrirfinnist í Hamingjulandinu?

Ég stóð við afgreiðslukassann í litlu Billa versluninni minni sem er lítil kjörbúð hér í nágrenninu.  Tíndi upp úr körfunni ýmsan varning og setti á færibandið.  Vegna þess að ég var á hraðferð hafði ég keypt innpakkað grænmeti en ekki valið sjálf úr körfunum sem ég geri nú alla jafna.

Brosandi afgreiðslukonan handlék pakka með átta tómötum og segir síðan við mig:

Það er einn tómatur ofþroskaður í þessum pakka.

Ó er það segi ég, og ætlaði bara að láta það eiga sig, nennti ekki að fara inn í búðina aftur og skipta.

Hún grípur til kallkerfisins og kallar í aðstoðarmann, hann kemur að vörmu spori, brosandi tekur hann við tómötunum og skiptir út pakkanum fyrir nýjan með ferskum fínum tómötum.

Á meðan á þessu veseni stóð lengdist röðin við kassann, allir biðu bara í rólegheitum og röbbuðu saman eins og ævagamlir vinir.

Er þetta bara ekki frábær þjónusta?  Datt í hug að segja þessa sögu eftir að hafa lesið bloggið hennar Helgu bloggvinkonu þar sem hún lýsir Bónusferð sinni þar sem hún varð að henda helmingnum af grænmetinu og ávöxtunum í ruslið þegar heim kom vegna þess að það var óætt.

 


Það er bara þetta sem vefst fyrir mér

Ekki ætla ég að setjast í dómarasæti vegna kostnaðar forsætisráðherra og hans fylgdarliði með einkaþotum til annarra landa og hér eru komin svör til almennings frá ráðuneytinu og þetta virðast nú ekki vera svo ýkja háar upphæðir sem um munar. 

Öll vitum við að tími kostar peninga og þessir heiðursmenn eru jú að vinna fyrir okkur alla daga svo í þessum tilvikum er ríkið að spara bara heil ósköp fyrir þjóðina, ja eða þannig, verðum við ekki að trúa því?!  Við vitum jú að ráðamenn dvelja einungis á fimm stjörnu hótelum og nóttin þar er ekki gefin.  Bílakostnaður ef ekki er um opinbera heimsókn að ræða og prívat móttökur kosta jú sitt.  Sem sagt safnast þegar saman kemur. Frown 

Að fljúga svona beint án millilendinga er kostur, ráðamenn geta hvílst á leiðinni og komið eiturhressir á fundi.  Reyndar veit ég að þeir vinna viðstöðulaust á meðan þeir eru í loftinu.  Það þarf að fara yfir ræður og önnur nauðsynleg gögn svo þeir sitja þarna kófsveittir á kaf í vinnu.  Já eða þannig!!! Tounge

Ég hef heyrt að þetta sé þrælavinna, aldrei stund á milli stríða svo eigum við bara ekki að leyfa þeim að ferðast eins og þeim finnst þægilegast, málið er að við, almenningur höfum akkúrat ekkert með þetta að segja, þeim er svo nákvæmlega sama hvað við röflum og ósköpumst, það bítur ekki á þau.

En þetta er það sem vefst fyrir mér:

OPINBERIR FUNDIR ERU ÁKVEÐNIR MEÐ LÖNGUM FYRIRVARA!    ÞAÐ ER VEL HÆGT AÐ PANTA FLUG Í TÍMA!      NATO FUNDIR ERU EKKI HALDNIR BARA SÍ SVONA UPP ÚT ÞURRU, ÞETTA ER AÐ MINNSTA KOSTI GERT MEÐ ÁRS FYRIRVARA.

Svo af hverju var ekki búið að panta flug fyrir þetta heiðursfólk löngu fyrr og fá þ.a.l. betra verð?

Annað:  HVAÐ ER Í GANGI?   AF HVERJU ÞIGGUR RÁÐUNEYTIÐ EKKI ÞESSA GREIÐSLU FRÁ FRÉTTASTOFU MBL.   HALDA ÞEIR AÐ VIÐ SÉUM AMERÍKA MEÐ MEIRU?  ,,FIRST LADY" OG ALLES?  ÞJÓÐIN Á EKKI AÐ BORGA FYRIR FRÉTTAMENN!!!!!

Jæja þetta var nú það sem ég var að velta fyrir mér hér í ljósaskiptunum. 

Fakta:  Nú er komin hefð á að ríkisstjórnin ferðist með einkaþotum og því verður ekki breitt héðan af, alveg klárt mál.  

  

 


mbl.is Þotuleigan var 4,2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú bunar gullvökvinn í tonnatali úr slöngunni hingað inn

Ekki skrítið að olíumálið hafi skotist hér upp á eldhúsborðið, allt að verða vitlaust á Íslandi, bílar blásandi um allar götur svo stoppa varð umræður á Alþingi hvað þá meir. 

 Eftir mikla útreikninga og málaþras á milli hjóna hér í gærkvöldi komumst við að þeirri niðurstöðu að við erum að borga nákvæmlega sömu upphæð fyrir olíulítrann hér í Tékklandi og þið þarna heima.  Verðum samt að taka með í reikninginn gengisbreytingar síðustu daga. 

Hér er samt allt með kyrrum kjörum, engin mótmæli á almannafæri, umferðin gengur sinn vana gang og við bara fyllum bílana með þessum gullvökva og borgum steinþegjandi og hljóðalaust. 

Nákvæmlega í þessum orðum rituðum er verið að dæla í tonnatali gullvökva hér inn í húsið þar sem við kyndum húsin hér með olíu og hitalagnir í öllum gólfum.  Ekkert smá sjokk þegar ég fæ reikninginn í hendurnar. Wink

 En hvað skal gera, ég þoli ekki köld hýbýli og vera með hor í nös alla daga.

Spurning er hvort ekki sé vænlegra að setja hér sólarorku?   

 

 

 

 


mbl.is Olíuverð hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þetta yrði ekki bannað á Íslandi en er samt snjöll hugmynd

Mitt í öllu krepputali, þá datt mér í hug að segja ykkur hvernig eitt stórfyrirtæki hér á landi kemur á móts við viðskiptavini sína og fær alla til að brosa um leið og þeir greiða fyrir sína vöru með ánægju.

Þetta stórfyrirtæki heitir Mountfield og selur allt frá garðhrífum upp í sundlaugar og stórvirk garðtæki.  Um daginn þegar minn elskulegi var að versla þar eitthvað smotterí og kom að kassanum gekk allt sinn vanagang.  Afgreiðsludaman stimplaði allt samviskusamlega inn og gaf síðan upp upphæðina.  Um leið og hún sá að viðskiptavinurinn átti pening í buddunni og ætlaði ekki að svíkjast um að borga tilgreinda vöru brosti hún sínu blíðasta svo skein í hvítar tennur og bauð mínum elskulega að snúa stóru rúllettuhjóli sem var við enda á kassaborðinu.

Hjólið var þannig útbúið að á því stóðu tölur frá 1% og upp í 100% og einskonar lukkuhjól fyrir viðskiptavini.  Minn sneri hjólinu af mikilli snilld og talan 17% kom upp.  Viti menn, hann fékk þá 17% afslátt af vörunni sem hann var tilbúinn að greiða fyrir fullt verð. 

Ég hélt nú í fyrstu þegar ég heyrði þessa sögu að hann væri að búa hana til bara svona til að lífga upp á hversdaginn en þetta var staðreynd. 

 Hann sagði mér að hann hefði að gamni fylgst með nokkrum viðskiptavinum og sumir hefðu farið upp í 20% en yfirleitt hafi nú hjólið stoppað í 10 prósentum.  Hann var líka viss um að hjólið væri stillt á ákveðna prósentu og síðan væri e.t.v. þúsundasti hver viðskiptavinur sem fengi 50% eða jafnvel 100%  bara til að fá umtalið.  Því auðvitað berast svona fréttir fljótt og örugglega og allir vilja jú græða ekki satt.

Þetta kallar maður hugmyndaflug í lagi.  Viðskiptavinir alsælir með kaupin og verslunin stórgræðir því auðvitað laðar þetta að viðskiptin.

En þetta væri nú örugglega stranglega bannað á Íslandi því landanum er forboðið að taka þátt í svona leikjum.Blush

 Roulette 


Það blæs ekki byrlega fyrir ferðamenn um páskana.

Þeir Íslendingar sem ætla að leggja land undir fót nú um páskana og heimsækja Evrópulöndin verða aldeilis að taka á honum stóra sínum. Það er ekki einungis blessuð krónan ykkar sem hefur lækkað heldur  líka hitastigið. Hér gengur á með hryðjum og blæs kröftuglega og hitinn um 3 gráður.  Skítakuldi.

Við máttum jú svo sem búast við páskahreti hér og marsmánuður getur oft verið ansi dyntóttur og spáin er ekki góð fyrir næstu daga svo þið sem leggið land undir fót verið viðbúin skítakulda.

Ekki beint góðar fréttir.  Money 2 

 

 


mbl.is Gríðarlegt flökt á krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband