Færsluflokkur: Dægurmál

É á engan lopp amma.

Í gærkvöldi hringdi síminn og á hinum endanum var lítill þriggja ára gutti:  ,,Amma ég á engan lopp, þú verður að kaupa nýjan, minn er allt of lítill"

- ,,Ha áttu ekki hvað?" skildi ekki hvað hann var að fara.

,,Ég á ekki lopp" endurtók hann og hvæsti aðeins á eftir svona pínu pirró, þessi amma hans var ekki alveg með á nótunum þar til mamman kom í símann og sagði:  ,,Mamma hann er að segja að hann eigi engan slopp"

OK, svo ég í einfeldni minni spurði:  Jæja ég skal athuga hvort ég finn slopp en hvernig á hann að vera á litinn.  Smá þögn í síman síðan:

,,Sona Spider - man eða Super- man loppur!"  Smá dæs, þessi amma var ekki alveg að skilja þetta.

,,Nú ok"  sagði ég og bætti við ,,hvar fæst þannig sloppur?"

Hann alveg búinn á því að ræða þessi sloppamál ,, Í HM heyrist frá mömmunni og síðan alveg búinn á því frá þeim stutta  ---- ,,blessssss"

Nú þá veit ég það. Og fer í þessi mál eftir helgi.

Sem betur fer var ég búin að kaupa harðan pakka handa honum í jólagjöf svo þetta verður bara nýársgjöf. 

 Ætla að kalla það kósígjöf. Spiderman loppur.

 

 


Sárt!

Hvernig getur konan látið annað eins út úr sér!

Mig verkjar í brjóstið eftir að hafa lesið þessa frétt! 

Hvílítkt blygðunarleysi hjá Margréti Tryggvadóttur!

Þráinn minn okkur tekur þetta sárt og sendum þér baráttukveðjur héðan frá Stjörnusteini.

 


mbl.is Þráinn segir sig úr þingflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þráinn stóð við sín loforð og er það vel!

Hafa þessir þremenningar ekkert betra að gera heldur en karpa yfir kaffibolla um hvort Þráinn sitji áfram eður ei.  Þið sem ætluðu að gera hrossakaupin á ,,Eyrinni"  hættið þessum bjánaskap og farið að vinna eða er Alþingi of stór vinnustaður fyrir ykkur?  Hvernig væri þá að þið fengjuð ykkar varamenn til að setjast í sætin ykkar og þið færuð heim og hugsið ykkar gang.

Þráinn gerði ekkert annað en að standa við gefin loforð! Stend með þér Þráinn!


mbl.is Vilja Þráin af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljúfur drengur ljós og fagur.......... fæddist í sólmyrkva...........

...........á Fæðingardeildinni fyrir fimmtíu og fimm árum. Himintunglunum varð svo mikið um þessa fæðingu að það gerði sólmyrkva um leið og hann kom úr móðurkviði.  Ég man ekki mikið eftir því að hafa verið eitthvað spennt fyrir þessari fæðingu en man þó hvar ég stóð með föður mínum fyrir utan Fæðingardeild Landspítalans og við horfðum saman til himins.  Faðir minn sjálfsagt að þakka fyrir fæðingu sonar síns og ég bara að glápa eins og fimm ára bjáni á sólina hverfa bak við tunglið.

Þessi ljúfi drengur sem fæddist þennan dag var auðvitað bróðir minn Kjartan Oddur Jóhannsson. Ég held ég hafi verið afskaplega stolt stóra systir en þar sem þetta barn var með einsdæmum rólegt og fyrirferðalítið hafði ég lítið af honum að segja fyrstu árin.  Ég man eftir honum sitjandi uppi í vagni með einn lítinn bíl burrrandi langtímum saman. Ég býst við því að mér hafi ekki þótt hann neitt sérlega spennandi leikfang.  Man aldrei eftir því að hann hafi grenjað eins og hinir krakkarnir í hverfinu.  Sem sagt frekar ólíkur systur sinni sem var algjört óþekktarrasskat.

Hann Daddi bróðir minn er enn þetta ljúfmenni og gæti ég ekki hugsað mér betri félaga og bróður.  Við þroskuðumst vel saman með árunum.  

Ég sendi þér kæri vinur okkar innilegustu hamingjuóskir með daginn sem þú heldur hátíðlegan þarna einhvers staðar norður í Eyjafirði.  Við skálum svo saman þegar ég kem heim í næstu viku.   


Ömmufærsla og smá dægurmál.

Spyrja afa! Hringja í afa!  Í gærkvöldi hringdi síminn og á línunni var litli dóttursonur okkar, rétt rúmlega tveggja ára.  Afi ég má fá tvö súkkli?  Afi skildi nú ekki alveg málið fyrr en útskýrt var að sá stutti hafði notað tækifærið, þar sem mamma hans var ekki heima, og reynt að plata pabba sinn að gefa sér tvö súkkulaði úr dagatalinu.  Pabbinn var auðvitað ekkert á því og þetta endaði með því að hann hringdi í afa sinn til að fá hann á sitt band.  Það gekk auðvitað ekki heldur.

Guði sé lof og þökk fyrir Skype á þessum báðum heimilum.  Við mundum slá þjóðhöfðingjann okkar út ef svo væri ekki.

Og nú fer skórinn í gluggann í kvöld og minn verður nú ekki lengi að fatta þann sið ef ég þekki hann rétt.

Annars er hér allt á fullu að undirbúa mikið matarboð á morgun svo ég rétt náði að rúlla Mbl. í morgun.  Rakst þar á grein eftir Glúm Baldvinsson sem ég hafði nú ekki tíma til að lesa fyrr en núna rétt áðan.  Þarna er talað skilmerkilega og tæpitungulaust.  Góð grein sem fólk ætti að lesa.

Ég er enn að reyna að vera sykk frí frá öllu þessu argaþrasi heima og njóta þess bara að undirbúa jólin og hafa það kósí á aðventunni. Hér er allt orðið skreytt utan sem innanhúss og ekkert eftir nema kaupa jólatréð en það fer nú ekki upp fyrr en rétt fyrir jólin.

Ég er komin í jólaskap og hlakka til að taka á móti góðum gestum á morgun. 


Mótmælendur eru ekki lýður að mínu mati nema til uppreisnar komi.

Hvað er lýður?  Í gamalli orðabók sem ég á hér og fletti upp í segir:  Lýður sbr. menn.  Þannig að við verðum að horfa fram hjá þessu orðalagi í fréttinni.  En lesandi fréttina  þá fannst mér þetta vera sagt í niðrandi merkingu.  Hörður Torfa ávarpaði lýðinn!

Orðið lýður fyrir mér hefur neikvæða merkingu.  Uppreisnarmenn, óaldalýður, þjófar og hyski.  Ekki kemur fram í fréttinni að til uppreisnar hafi komið eða fólk verið handsamað.  Var ekki einfaldlega hægt að segja Hörður Torfa ávarpaði viðstadda, eða ávarpaði mótmælendur fundarins.

Ég ber fulla virðingu fyrir þessu fólki sem hefur kjark og vilja til að standa í þessum mótmælum og svo framalega sem þetta fer fram á skipulagðan og skynsaman hátt finnst mér óþarfi að tala um að,, lýðurinn" hafi safnast saman á Austurvelli.   


mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisbarn dagsins í okkar fjölskyldu

25. október 2008 mikið líður tíminn hratt. Í dag er liðið eitt ár síðan prinsessan okkar hún Elma Lind fæddist hér í Prag. Amman er búin að baka köku og skreyta eftir sínu höfði síðan verður haldið inn í borgina til þess að fagna þessum merkisdegi með litlu fjöskyldunni. 

Innilega til hamingju með fyrsta afmælisdaginn litla vinkona!

 


Ljósið í myrkrinu.

Í gær ætlaði ég að taka fréttafrían dag.  Sem sagt ekki lesa eða hlusta á fréttir. Ég var svo harðákveðin í þessu enda alveg búin að fá nóg af sorgarfréttum undanfarna daga.  Jafnvel bloggið veitti enga ánægju og þar af leiðandi datt niður öll löngun til að skrifa.

Ég ákvað að nú skildi bara snúa sér að einhverju uppbyggilegu, þvo þvott og taka til í skápum heheheh... án gríns, mér datt í hug að það alla vega, væri eitthvað sem gæti dreift huganum og jafnvel gæti ég sett í kassa og gefið frá mér.  Gera eitthvað góðverk.  Það getur verið mjög uppbyggjandi fyrir sálina.

Ég var rétt komin í gírinn þegar gesti bar að garði frá Íslandi og þar með féll ég aftur inn í hringiðu daglegs lífs Íslendingsins.  Yfir kaffibollum voru hörmungarnar heima fyrir ræddar fram og til baka.  Satt best að segja var allt farið að hringsnúast í höfðinu á mér.  Hverjum var hvað að kenna, hver var góði maðurinn og hver var vondi maðurinn?  Hverjum var treystandi, hvern ætti að reka og hver fengi að sitja í stólnum sínum áfram.  Það eina sem ég vissi með vissu var að þessu yrði ekki bjargað hér heima í stofunni minni þótt ég fegin vildi að svo væri hægt.

Við hér erum sem betur fer ekki enn ekki farin að finna fyrir ástandinu og erum þakklát fyrir hvern dag sem líður.

Þetta hér á undan koma alveg óvart.  Mig langar ekki einu sinni að reyna að leika Pollýönnuleikinn.

Ljósið í myrkrinu, friðarljósið hennar Yoko Ono á nú eftir að lýsa heima og er þá ekki reynandi að horfa til þess og vona það besta okkur öllum til handa.  Frið í sálu og ekki hvað síst heimsfriði.

Eigið góðan dag.

 

 


mbl.is Yoko og Lennon á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

F..... kokkurinn er líka með veitingastað hér í borg.

Oft þarf nú oft ekki nema nafnið til að staðir gangi vel og Gordon Ramsey er inn. Engan hef ég séð fara öðrum eins hamförum í eldhúsinu eins og hann brussast í þáttunum nema ef væri minn elskulega eiginmann.  

 Við höfum nú ekki borðað nema einu sinni á staðnum hans hér í Prag og það var rétt eftir að hann opnaði.  Misstum af því að sjá höfðingjann sjálfan þar sem hann var nýfarinn heim enda komum við frekar seint að kvöldi og mesta traffíkin liðin hjá og hann örugglega dauðuppgefin eftir að hafa hent pottum og pönnum í gólf og veggi og öskrað sig hásan á starfsliðið.

Okkur fannst nú staðurinn ekki merkilegri en það að við höfum algjörlega gleymt honum og ekki farið þangað aftur en auðvitað á maður alltaf að gefa stöðum second change.  Ættum að láta verða af því við tækifæri enda heyrðum við frá syni okkar sem hefur farið þangað oftar en við að hann héldi alveg sínum standard. 

Ekki held ég að við komum til með að bera höfðingjann augum því blessaður karlinn hefur örugglega nóg með alla hina nítján ef fréttin er rétt.   

 


mbl.is Ramsey í klandri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ég þá heldur biðja um Jóhannes Arason, Jón Múla og Ragnheiði Ástu

Sátum hér undir stjörnubjörtum himni og borðuðum kvöldmatinn.  Ósköp notalegt, bara við tvö.  Þá dettur mínum elskulega í hug að tengja tölvuna við græjurnar og hlusta á fréttirnar frá RÚV.  Við erum með hátalara tengda hér út á veröndina svo sex fréttir bárust hér frá ljósvakanum eins og ekkert væri sjálfsagðra.

Á meðan við gæddum okkur á grillsteikinni og nutum þess að sötra á rauðvíni frá Toscana hlustuðum við á fréttafólk flytja okkur fréttir að heiman. Voða svona heimilislegt.

  Helst í fréttum: Þjóðin skuldar þetta marga milljarða, bankarnir þetta mikið o.sv.frv. Ég stein hélt kjafti á meðan á þessari upptalningu stóð.  Síðan kom, kona lamin í höfuðið til óbóta, liggur á gjörgæslu. Þarf ég að halda áfram, held ekki.

En það sem vakti athygli mína var fréttaflutningurinn.  Það var eins og allir fréttaþulir væru í kappræðu, að lýsa sinni eigin skoðun fyrir okkur almenningi.  Ekki tók nú betra við þegar eitthvað sem heitir Spegillinn, að ég held, kom á eftir fréttum.  Þar fóru menn hamförum í lestrinum mér fannst ég vera stödd í sal þar sem ræðumaður vildi láta í sér heyra og nú skuluð þið aumingjarnir hlusta á hvað ég er að segja ykkur.  Þetta var næstum óþolandi að hlusta á.  Einungis þegar þeir höfðu viðtöl urðu þeir manneskjulegir, annars var eins og þeir væru að flytja framboðsræðu eða tala á málþingi.

Ég hélt nú að fréttamenn ættu að vera ópólitískir í sínum fréttaflutningi og flytja okkur fréttir á passívan hátt, en hamagangurinn og lætin í kvöldfréttum RÚV í kvöld var alveg með ólíkindum.

Þegar leið á fréttirnar gat ég ekki orða bundist og sagði við minn elskulega:  Veistu, það er eitthvað mikið að í þessu þjóðfélagi, heyrir´ðu flutninginn þau eru öll svo hátt stemmd að það er virkilega pirrandi að hlusta á þetta. Hann játti því og fór og lækkaði í tækinu.

Við ræddum síðan um okkar góðu hæglátu, vitru fréttamenn sem höfðu rödd sem seytlaði inn í landsmenn í áraraðir.  Jón Múla Árnason, Jóhannes Arason og Ragnheiði Ástu Pétursdóttur.

Þau voru aldrei með nein læti, lásu fréttirnar á hlutlausan hátt og allir hlustuðu á þau með andakt.

Ef til vill erum við bara orðin gömul og aftur á kúnni en andskotinn þetta er ekki fréttaflutningur þetta líkist meir áróðri að mínu mati. 

Það skal tekið fram hér að ég hef ekki hlustað á íslenskar fréttir í útvarpi í nokkur ár.

Ég gat bara ekki orða bundist.

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband