Færsluflokkur: Trúmál
7.9.2010 | 11:44
Þegar sorgin knýr dyra og gerir jafnvel boð á undan sér.
Í gær ákvað ég að leggja mig í eftirmiðdaginn, fá mér smá kríu eins og amma mín kallaði það. Það var ekki eins og það sigi á mig höfgi helur bara lá ég þarna og lét mig hverfa smá stund, hélt um þríkrossinn minn sem ég er búin að bera meir og minna síðan ég veiktist en vinur okkar, Ásgeir Gunnarsson hannaði þennan kross ekki löngu áður en hann kvaddi þetta líf. Við hlið hans stóð systir hans Þórhildur Gunnarsdóttir, blessuð sé minning þeirra. Þau voru þögul en eins og þau væru að vara mig við einhverju óþægilegu, stóðu og gengu umhverfis rúmið og mikil blíða fylgdi þeim eins og alltaf í lifenda lífi.
Takk fyrir að koma og vara mig við.
Ég stóð upp úr rúminu ogþar sem ég stóg við gluggann fór ég að pæla í þessari heimsókn en í því kemur minn elskulegi upp og tekur um axlir mér og segir ég hef slæmar fréttir. Æ nei ekki enn ein fréttin sem kemur okkur úr jafnvægi (hélt e.t.v. að það væru foreldrar okkar eða einhver annar nákominn)
En þá kom það, góðvinkona okkar til margra ára, Þórunn Gestsdóttir hafði kvatt þennan heim þá um daginn eða daginn áður. Þessi fallega dugmikla kona sem aldrei bognaði undan byrgði eða gaf sig. Þórunn, Þórhildur og Maggi, maður Þórhildar bjuggu ekki langt frá hvort öðru og gott samand þarna á milli alla tíð.
Alltaf var jafn jákvæð og hress með allt og ekkert var það sem maður gat ekki unnið á! Elsku Þórunn mín takk fyrir að vera þú og gefa svo mikinn kraft frá þér. Minnist þín með söknuði. Við sjáumst áður en langt um líður.
Sendi börnunum ykkar dýpstu samúðarkveðjur svo og fjölskyldunni allri.
Guð blessi ykkur. Ég kveiki ljós vinkona fyrir ykkur öll. Ía og Þórir
Trúmál | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.2.2009 | 14:38
Litli ljóti græni karlinn sem fékk á sig skeifu og meig niður úr.
Eftir að vera búin að fara marga hringi með rússibananum undanfarnar þrjár vikur er ég loksin komin með bevis í vasann upp á það að ekkert sé til fyrirstöðu svo hægt sé að skera ljóta græna karlinn í þúsund einingar og henda út í hafsauga. Eitthvað verð ég vist að sjá eftir meiru en karlskömminni en ég hef það alveg af.
Nú spyrja margir af hverju ég tali um grænan karl en það er vegna þess að mig dreymdi draum um daginn þar sem ég skyrpti út úr mér ormum og í restina litlum grænum kalli sem var ekki stærri en helmingur litla putta. Hann leit út eins og Golem, lítill feitur samanrekinn óþverri eða eins og japanskur stríðsmaður, veit ekki alveg hvort. Ég hirti hann upp og lét í plastpoka og lokaði þéttingsfast, þá setti hann upp skeifu og síðan pissaði hann niður úr og með það vaknaði ég.
Þess vegna tala ég um litla ljóta græna karlinn.
Ég hef alla tíð verið hraust og eins og ein góð vinkona mín orðaði það eftir einni sem svipað er ástatt fyrir: Maður verður að vera djöfulli heilbrigður til að fá krabbamein. Ég held að það sé nokkuð til í því.
Þórir minn sagði við mig í dag þar sem við vorum á leið úr síðustu rannsókninni fyrir uppskurð: Þessar þrjár vikur eru búnar að vera mikill skóli og það er hverju orði sannara.
Núna hef ég viku til að undirbúa mig eins vel og ég get. Borða vel, sofa og hreyfa mig eins og hægt er. Það er líka skært ljós með mér núna á hverjum degi sem hjálpar mér að komast í gegn um daginn og er það ómetanlegur styrkur.
Ég segi ykkur líka e.t.v. nokkrar skondnar sögur næstu daga ef þið eruð góð.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
15.1.2009 | 18:32
Nú er hún alveg búin að missa það hugsa sumir....
Þið sem hafið lesið færsluna mína hér neðar á síðunni þar sem ég talaði um ítarlegar rannsóknir þar sem kaffi getur valdið ofskynjun og maður færi að heyra raddir þá sannprófaði ég þetta hér í morgun á leiðinni til hundrað turna borgarinnar.
Eftir að hafa hvolft í mig tveimur lútsterkum expresso var ég glaðvöknuð. (Er ekkert svona morgunmanneskja í janúar) Já, nei auðvitað henti ég ekki þessari fínu kaffikönnu út á hlað, það er bannað að taka mig svona alvarlega þegar ég bulla.
OK hvar var ég , já sem sagt klukkan var hálf tíu (hrikalega ókristilegur tími, enn nótt hjá mér) og ég keyrði mig niðr´í borg. Þar sem ég var komin langleiðina inn í borgina fór að hægjast á umferðinni svo ég renndi rúðunni aðeins niður mín megin. Þarna eru fjórar akreinar og ég var á þeirri ystu vinstra megin. Þarna dólaði ég góða stund á eftir hinum bílunum sem allir voru að fara í sömu átt og ég. Mín orðin aðeins of sein á fundinn og komin svona smá ergelsi í kroppinn.
Þá allt í einu heyri ég blístur. Ekki beint laglínu en mjög melódíska tóna. Mér fannst þetta koma úr aftursætinu og leit ósjálfrátt við um leið hugsaði ég: Ertu að verða vitlaus eða hvað það er enginn þarna aftur í. Hugsa rökrétt. Hljóðið hlýtur að koma úr einhverjum bíl hér við hliðina á mér og þar sem ég veit að blístur flyst betur en söngur rúllaði ég rúðunni alveg niður og stakk hausnum út. Nei þetta kom innan úr bílnum. Ég rúllaði rúðunni upp og enn hélt blístrið áfram. Fagrir tónar en engin laglína.
Ég hristi hausinn vel og stakk puttanum á kaf í eyrað. Nuddaði vel og vandlega en blístrið hélt áfram úr aftursætinu. Ég endurtók þetta með rúðuna upp og niður, stakk hausnum út en allt kom fyrir ekki það var einhver að blístra í aftursætinu.
Þá datt mér allt í einu í hug faðir minn heitinn. Á meðan hann lifði blístraði hann í tíma og ótíma enda mjög músíkalskur. Ég sneri höfðinu aftur og sagði: Veistu pabbi minn nú er komið nóg af þessu blístri. Blobbb.... blístrið hætti eins og við manninn mælt, sko í orðsins fyllstu....
Mér er alveg sama hvort þið trúið mér eða ekki en þeir sem þekkja mig vita vel að ég er stundum pínu öðruvísi á köflum.
Svo nú er ég alvarlega að hugsa um hvort ég eigi að henda helv... könnufjandanum út á hlað eða sjá til hvað gerist á morgun.
Ætla að bíða til morguns ég hef nefnilega grun um að ástæðan fyrir heimsóknin hans föður míns eigi sér skýringu og segi ykkur frá henni seinna.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)