Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Nú er að forgangsraða og vera skynsöm.

Það er hljótt í húsinu enda Þórir Ingi farinn heim til Íslands.  Hefði alveg verið til í að hafa hann svolítið lengur en nú varð skynsemin að ráða.  Enga vitleysu en við vorum farin að ná saman ég og hann stutti minn og allt gaman tekur enda. 

 ´

Ég held líka að ég fari heim fljótlega og heimsæki lækninn minn á Lansanum.  Enga taugaveiklun fólkens.  Ég verð aðeins að forgangsraða og hlusta á skynsemina sem  betur fer tekur af mér völdin öðru hvoru.  Ekkert til að hafa stórar áhyggjur af. 

Það er eins og óhamingjan elti okkur vinina hér í Prag.  Núna rétt áðan hringdi ein vinkona okkar frá USA(Patty) og tilkynnti okkur að eiginmaður hennar til tugi ára hefði kvatt þennan heimí seinustu viku.  Þau höfðu flutt til USA í haust sem leið og annar góðvinur okkar hér í Prag er illa haldinn eftir hjartaslag og má þ.a.l. ekki fljúga svo þau eru ,,stökk"  Já það er ekki bara á Íslandi þar sem vinir og vandamenn kveðja okkur en maður má búast við öllu þegar komið er á þennan aldur. Paul vinur okkar og pókerfélagi Þóris var 86 ára en kona hans var miklu yngri.  

Við biðjum ykkur Guðs blessunar og sendi ykkur öllum ljós.


Ég er svo þakklát og glöð fyrir alla og allt.

Ég sat fyrir framan lækninn minn í morgun og tárin þrengdu sér fram í augnkrókana.  Ég grét af gleði.  Ég var búin að kvíða svo fyrir þessari heimsókn til doctorsins en algjörlega að tilefnislausu.

Æxlin þrjú við heilann hafa haldið kyrru fyrir og hvorki fjölgað sér né stækkað.  Hafa staðið í stað og ef eitthvað er þá hafa þau jafnvel minnkað. Þannig að nú vonast maður til þess að svo verði áfram næstu árin.

Verið bara róleg þarna og hreyfið ykkur ekki, fyrst það er ekki hægt að fjarlægja ykkur ótuktirnar þá skal ég lifa með ykkur þarna ef þið lofið mér því að vera til friðs.

Blóðtappana þrjá sem myndast hafa við lungun ætla ég að vinna á með því að sprauta mig með blóðþynningarlyfjum í nokkra mánuði eða ár og strax komin með fallegan rósóttan maga í öllum litum marbletta-flórunnar

Gasa sætt!

Nú er að halda áfram að byggja upp og hella í sig ljósi og jákvæðum hugsunum. 

Takk fyrir allar góðar kveðjur og kraft sem þið hafið sent mér.

Þetta hjálpar svo sannarlega.

 

 

 

 


Seinustu jólakortin voru að berast hingað frá vinum erlendis.

The last Christmascards 2010 arrived yesterday over the sea.  Thank you my friends, better late then never.  I love you all!

We hope you are all well and see you soon in Prague.  I will send you more detail next week after my appointment with my doctor.  I'm keping my fingers crosed and praying for the best.


Hér á suðvesturhorninu skín sólin og ekki auðvelt að ímynda sér að hér rétt austan við heiðina sé ástandið grámóskulegt.

Þegar ég minnist föðursystur minnar sem upplifði Kötlu gömlu í sínum mikla ham 1918 gleymi ég aldri svipnum sem myndaðist á  hálffrosnu andlitinu          og hún rifjaði upp fyrir mér þennan tíma þar sem illfært vara ða komast lönd né leið. Amma mín bjó þá með mörg börn í ómegð.   sum flutt á mölina en önnur brjóstmylkingar.

Í hvert sinn sem jarðhræringar fundust jafnvel þegar hún var flutt suður fraus hún á spottinu og stóð sem negld við gólfið.  Man að það tók hana langan        tíma    að fá lit í andlitið og verða aftur eðlileg. Þetta   fannst mér stelpunni  óþægilegt þrátt fyrir að skilja sem minnst á þeim tíma.

Nú á þessum tímamótum þar sem við erum í landinu okkar tilneydd þá fer að horfa á alla hluti öðrum augum og  vonandi mildari   dauðlangar okkur heim en sættum okkur við svo komið.      Við  erum svo  afskaplega þakklát fyrir alla á góðu ummönnun  sem við höfum fengið hér heima og verðum hér þar il annað kemur í ljós.

Það   fer ekkert á milli mála að nú verð ég að fara og versla mér nýja tölvu.  Þessi er að syngja sitt síðasta.

SENDI YKKUR ÖLLUM LÖGIN HANS Atla Heimis út Dimmalimm sem eru í mínu uppáhaldi.

Þau róa og hvíla huga, 

 

Hugur minn er oft í sveitinni minni fyrir austan fjall og hjá vinum mínum sem búa það og ströglast við að halda lífi í búfénaði  og bjarga landareignum og mannvirkjum.  Mín samúð er með ykkur öllum og bið fyrir hverjum þeim sem sárt á um að binda.  En þjóðin okkar er sterk og hefur komist í gegn um svo ótal ánauðir aldir eftir aldir með dug og þor!

Dálítið ruglingsleg færsla en ég skrifa það alfarið á tölvuna sem senn fær ferðapassann í Sorpu.


Langt síðan síðast ég hef verið annars hugar, þið fyrirgefið letina eða hugsunarleysið.

Um hádegi gengum við langan göngutúr héðan að heiman og út að Nauthól. Við heilsuðum til hægri og vinstri þar sem margir voru á heilsubótagöngu í fallegu veðri.  Einnig tókum við eftir því að á korters fresti tóku á loft vélar sem við töldum vera ,,sight seeing" vélar á leið austur að Vatnajökli.  Það hefur ekki farið fram hjá mér allur sá fjöldi véla sem hafa tekið sig upp hér í dag þar sem ég hef setið með útsýni yfir Öskjuhlíðina eru vélar á ferð þó klukkan sé að verða sex. 

Ég finn að með þessu brambolti í jöklinum hjálpar það mér að koma góðu brambolti á líkama minn og sál.   Það er farið að virka heilmikið af þeirri meðferð sem ég hef gengið í gegn um undanfarið og ég trúi á virknina.

Ég ætla að fara heim í maí og hlakka til að njóta vorsins á veröndinni okkar og göngu í skóginum sem sendir góða og stranga strauma til mín.   Hlakka til að fara heim og knúsa hann Erró minn.  Hann hefur sent mér einhverja vini sína til þess að fylgjast með mér og hjálpa.  Takk fyrir það dúllu voffi minn!

Ég hef verið löt að skrifa nýlega en vona að ég taki mig til.  Einnig hef ég heldur ekki komið mér að því að lesa blogg og bið ykkur kæru bloggvinir afsökunar á letinni.  Ég vona að ég geti bætt úr þessari vitleysu fljótlega og þið fyrirgefið mér.

Bestu kveðjur til ykkar allra bloggvinir og þið sem lesið bloggið mitt öðru hverju.

Ég er öll að skríða saman, í alvöru tala.   Ég trúi að góðar framfarir núna og stórar breytingar á hverjum degi.  

Elska ykkur öll og við sjáumst vonandi fljótlega.  

   


Hún vinkona mín heitir Eir eftir Lionsklúbbnum mínum gamla góða. Takk fyrir mig.

Við vorum átta vinkonur sem fórum í bíó í gær og síðan í súpu til Helgi í Garðabæinn.  Frábært að eiga svona skemmtilegar vinkonur sem hressa bæta og kæta.

Dálítið sláandi að af þessum átta erum við þrjár sem erum búnar og erum enn að fara í gegn um græna karls dæmið eins og ég kalla það.  Þær gáfu mér mikinn styrk og góð ráð sem ég tók með mér í rúmið í gærkvöldi enda svaf ég eins og steinn þar til ég varð að koma mér upp á spítala í morgun.

Frábært starfsfólk sem tekur á móti manni á geisladeildinni á Lansanum.  Eftir gott viðtal var mér vísað inn og kynnt fyrir vélinni sem ég tók jafnvel sjálf þátt í að safna fyrir (að ég held).  Þarna var hún þessi risa Eir.  Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að fá afnot af henni blessaðri en svona er nú lífið okkar einkennilegt á stundum.  Hafði dálítið á tilfinningunni að ég þekkti þessa kellu og hún væri mér hliðholl.

Eftir að hafa verið reyrð niður eins og ,,Hanibal Hekter" tók ég um litla kútinn, lokaði augunum og gerði eins og Helga mín hafði sagt mér að gera.  Fór með Faðir vorið tvisvar og um leið og það var búið gat ég sest upp með hausinn fullan af góðum geislum frá Eir.

Takk fyrir mig gott fólk!  Frábært staff þarna á deildinni.  Svo mikil hlýja og natni.

Nú ætti ég að fara og hvíla mig en ég hef enga eirð í mér að liggja núna.

Ætla í göngutúr á eftir og anda að mér fersku Íslensku vetrarlofti.

 


Bara allt brjálað að gera og mér finnst það miður!

Undir eðlilegum kringumstæðum á maður að fyllast þakklæti fyrir hönd viðmælenda þegar okkur er tilkynnt að viðkomandi hafi yfir nóg að gera, sé eiginlega alveg að kafna úr vinnu og sjái varla út úr augum vegna þreytu og álagið sé alveg að fara með hann.

Maður á að biðjast velvirðingar á að vera að trufla og segjast bara bera upp erindið seinna ekki satt?  Á þessum síðustu og verstu tímum er gott að einhver sé á kafi í vinnu, geti aldrei unað sér hvíldar hvort sem er á nóttu eða degi.

En það er ein stétt manna sem ég get ómögulega samglaðst eða fyllst þessari samhyggju og þakkað guði fyrir að þetta fólk hafi nóg að gera.  Nú halda sumir að ég sé alveg að missa það því ætti manni ekki að líða vel að allir hafi næga vinnu og yfirfulla tímatöflu jafnvel marg yfirbókaða.

Mér datt þetta bara sí svona í hug hér rétt áðan þar sem ég var að tala við einn af mínum frábæru læknum hér í Prag.  Símtalið byrjaði sem sagt þannig:

-  Good afternoon Dr. Koupkova.  This is I.J. speaking.  How are you?

- Ohh hi madam.  I´m fine but very busy, lot of work, lot of work! 

Það er einmitt það hugsaði ég og varð hálf billt við.  Og hvað segir maður þá við lækninn sinn? 

 - So sorry to hear that, call you later in more convenient time,  því ekki getur maður sagt ,,Great, good you are keeping your self busy and people are still geting sick" 

Eins mikið og ég vildi samgleðjast yfir vinnuálagi lækna þá bara get ég það ómögulega.

Þess vegna varð hálf vandræðaleg þögn í símann en ég lét síðan vaða með erindið og fékk skír og góð svör. 

Þarf vonandi ekki að trufla hana næsta hálfa árið eða svo. 

Svona getur lífið stundum verið öfugsnúið.

 

 


Taktu svo bara tramm númer 27 hann stoppar rétt hjá....

Minn góði læknir ,,Dr. House" sagði við mig um daginn:  Þú verður að gera þér vel grein fyrir því að þú ert að leggjast inn á Tékkneskan spítala þar sem fáir tala ensku eða þýsku og viðbúnaður er allur annar en þú ert vön að sjá annars staðar. Síðan rétti hann mér kortið sitt og sagði - þú bara hringir í mig ef þú þarft á túlk að halda.  Mér létti stórum skal ég segja ykkur.

Oftsinnis hef ég sagt að aldrei skildi ég leggjast inn á spítala hér í Tékklandi en maður á víst aldrei að segja aldrei og hér urðum við að bregðast fljótt við svo það eiginlega gafst engin tími til umhugsunar.  Það einkennilega við þetta er að ég er mjög sátt við þessa ákvörðun okkar.

,,Dr. House" hefur leitt mig í gegn um þetta og hann hafði strax samband við færustu læknana hér svo ég veit ég er í góðum höndum. 

Ég las um daginn grein þar sem einhver var að kvarta undan vegalengdum á göngum spítalana heima á Íslandi þegar fólk væri að fara í rannsóknir.  Biðsalirnir væru svo ómanneskjulegir.  Ég gat nú ekki annað en brosað þetta fólk ætti að vera komið hingað.

Undanfarnar vikur er ég búin að endasendast borgarhluta á milli, ein rannsókn hér önnur þar.  Hef nú verið heppin þar sem ég hef bílstjóra og oft hugsað til allra þeirra sem verða að fara með tramminum eða strætó, fársjúkt. 

 Ég hef alltaf fengið leiðavísi með mér frá aðstoðarkonu Dr. House og hún alltaf boðin og búin til að segja mér hvaða tramm ég eigi að taka þrátt fyrir það að ég væri marg búin að segja henni að ég væri á bíl þá fannst henni bara svo eðlilegt að fólk notaði þjónustu borgarinnar, brosti alltaf voða sætt og sagði´- já en hann stoppar alveg rétt hjá...... 

Nú læt ég þetta duga hér í bili kem aftur seinna í dag.

   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband