18.4.2010 | 11:50
Hér á suðvesturhorninu skín sólin og ekki auðvelt að ímynda sér að hér rétt austan við heiðina sé ástandið grámóskulegt.
Þegar ég minnist föðursystur minnar sem upplifði Kötlu gömlu í sínum mikla ham 1918 gleymi ég aldri svipnum sem myndaðist á hálffrosnu andlitinu og hún rifjaði upp fyrir mér þennan tíma þar sem illfært vara ða komast lönd né leið. Amma mín bjó þá með mörg börn í ómegð. sum flutt á mölina en önnur brjóstmylkingar.
Í hvert sinn sem jarðhræringar fundust jafnvel þegar hún var flutt suður fraus hún á spottinu og stóð sem negld við gólfið. Man að það tók hana langan tíma að fá lit í andlitið og verða aftur eðlileg. Þetta fannst mér stelpunni óþægilegt þrátt fyrir að skilja sem minnst á þeim tíma.
Nú á þessum tímamótum þar sem við erum í landinu okkar tilneydd þá fer að horfa á alla hluti öðrum augum og vonandi mildari dauðlangar okkur heim en sættum okkur við svo komið. Við erum svo afskaplega þakklát fyrir alla á góðu ummönnun sem við höfum fengið hér heima og verðum hér þar il annað kemur í ljós.
Það fer ekkert á milli mála að nú verð ég að fara og versla mér nýja tölvu. Þessi er að syngja sitt síðasta.
SENDI YKKUR ÖLLUM LÖGIN HANS Atla Heimis út Dimmalimm sem eru í mínu uppáhaldi.
Þau róa og hvíla huga,
Hugur minn er oft í sveitinni minni fyrir austan fjall og hjá vinum mínum sem búa það og ströglast við að halda lífi í búfénaði og bjarga landareignum og mannvirkjum. Mín samúð er með ykkur öllum og bið fyrir hverjum þeim sem sárt á um að binda. En þjóðin okkar er sterk og hefur komist í gegn um svo ótal ánauðir aldir eftir aldir með dug og þor!
Dálítið ruglingsleg færsla en ég skrifa það alfarið á tölvuna sem senn fær ferðapassann í Sorpu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Samgöngur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:12 | Facebook
Athugasemdir
Gott að heyra frá þér Ía mín, hvernig gengur lífið? vona að þú hafir það sem best. Kærleikskveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 18.4.2010 kl. 13:00
Þessar ógnir fyrir austan eru skelfilegar fyrir þá sem þar búa...gott að sjá þig hér Ía mín
Ragnheiður , 18.4.2010 kl. 13:39
Jónína Dúadóttir, 18.4.2010 kl. 14:11
Sigrún Jónsdóttir, 18.4.2010 kl. 21:24
Hrönn Sigurðardóttir, 18.4.2010 kl. 22:23
Gott að heyra frá þér. Þér líkt að hugsa til þeirra sem eiga um sárta að binda. Kær kveðja
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 07:33
Elsku Ía mín gott að heyra frá þér, já það er rétt að gosið fer illa með fólkið þarna fyrir austan, en vonandi fer þessu að slota.
Kærleik og orku sendi ég þér og þínum
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.4.2010 kl. 08:45
Sndi hjartanskvedjur frá okkur í Hyggestuen kæra Ía,mikid er gott ad heyra frá tér elskuleg.
Vid fylgjumst vel med fréttum ad gosinu eins og tú veist á ég fólkid mitt í Víkinni og er med hugann hjá öllu tessu fólki og dýrum á gossvædinu.
Hafdu tad sem best kæra Ía mín,mér er svo oft hugsad til tín
Gudrún Hauksdótttir, 19.4.2010 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.