Ég er eins og hinir hrafnarnir nema ég er mörgum sinnum stærri

Hann blaktir hér fallegi fáninn okkar fyrir utan gluggann minn og er í fullkomni setteringu við  dimmbláan voginn sem næstum er spegilsléttur.

Það hefði verið gaman að hafa hér teljara við höndina í dag og taka tölu á öllu því iðandi mannlífi sem nýtir sér góða veðrið, gangandi, hjólandi nú eða hlaupandi hér út um allar trissur.

Eins og margur veit þá er ég nú ein af þessum göngufríkum og tek mína klukkustund eða meir á hverjum degi mér til heilsubótar.  Og vegna þess að ég er að segja ykkur þetta þá ætla ég að vara ykkur líka við.  Það er ekkert ólíklegt að fólk skoði mig sem dálítið furðuverk þar sem ég lít út eins og risa stór hrafn þar sem ég arka í skósíðri skepnunni minni með eldrauða húfu frá húfum sem brosa.  Múnderingin er hrikaleg skal ég segja ykkur en mér er hlýtt og það er auðvitað fyrir öllu.

Ég komst að því um daginn að ég gæti komist inn á lóðina hjá gömlu skóræktinni og gengið þar óhindrað.  Þá byrjar ballið skal ég segja ykkur.  Þá fer Hrafninn á stjá og gerir æfingar með fótum, höndum og beygi og toga með stafnum eins og ég vilji bara takast á loft með hinum fuglunum. Kolsvartur minkurinn slæst um mig þegar ég geri fótsveiflur og rauða skotthúfan dinglar á nauðasköllóttri kerlingunni 

Einn daginn verð ég sótt og lokuð inni, ég sver það!!!!!!!!   En þangað til ætla ég að halda uppteknum hætti.  Munið þið ekki eftir í gamla daga að það voru svona nornir eins og ég á sveimi út um allan bæ og krakkar voru skíthrædd við þær, nú er ég ein af þeim þessum skrítnu!!!!

Jæja elskurnar mínar sýnið mér umburðalindi og ég skal lofa að vera góð.

GLEÐILEGAN SUMARDAG OG NJÓTIÐ LÍFSINS OG HUGLEIÐIÐ.  SÆKIÐ KRAFT Í NÁTTÚRUNA.  EITT TRÉ HJÁLPAR MIKIÐ.  GEFIÐ ÞVÍ FAÐMLAG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert yndisleg norn.Gleðilegt sumar

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 17:00

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Væri til í að sjá mynd af þér í mudderingunni, örugglega flottust.  Gleðilegt sumar elsku Ía og ég vona að þú getir farið að drífa þig í hlýjuna á Stjörnusteini.  knús   mörg faðmlög sendast yfir heiðina.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2010 kl. 17:45

3 identicon

Gleðilegt sumar elsku Ía mín. Gott að heyra frá þér.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 18:01

4 Smámynd: Ragnheiður

Gleðilegt sumar <3

Ragnheiður , 22.4.2010 kl. 18:47

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðilegt sumar elsku Ía mín, mundi alveg vilja ganga með þér, fíla hrafnana í botn, hef átt einn og hann var sko flottur og það ert þú einnig dúllan mín.
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2010 kl. 06:38

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert góðGleðilegt sumar mín kæra

Jónína Dúadóttir, 23.4.2010 kl. 07:58

7 identicon

Gleðilegt sumar og ástarþakkir fyrir góða kvöld/morgunstund ; )

Sigrún Erla (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 09:40

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ahahahha jú ég man eftir einni svona hér og var einmitt skíthrædd við hana. Sé það núna að þetta eru konur með karakter - eins og þú

Hrönn Sigurðardóttir, 23.4.2010 kl. 10:59

9 identicon

Elsku Ía mín, rosalega gott að vita af þér á sveimi. Vonandi gerir þú það sem allra lengst. Haltu áfram að blogga það svo gaman að heyra í þér. Bkv. Maja

Maja (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 22:45

10 identicon

Gleðilegt sumar Ía mín. Ég er ekki viss um að ég vildi mæta þér í þessari mundaringu en auðvitað mundi ég faðma þig hvernig sem munderingin væri.

maja (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband