28.4.2010 | 17:03
Hádegistónleikar að Kjarvalsstöðum.
Við hjónin sóttum hádegistónleika ásamt móður minni í hádeginu í dag en þar fluttu listamennirnir Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Peter Maté vel valin verk sem nærði líkama og sál í klukkustund eða svo.
Takk kærlega fyrir okkur ágætu vinir. Við mætum örugglega næst þegar boðið verður upp á svona notalegheit í hádeginu. Á eftir fengum við okkur smá snarl í kantínunni áður en við gengum út í fallegt vorveðrið sem hefur verið hér í dag.
Ég hvet alla að gefa sér tíma til að njóta hádegisstundar með frábærum listamönnum sem kunna að gleðja og gefa.
Takk enn og aftur fyrir okkur!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist, Vefurinn | Facebook
Athugasemdir
Svo satt hjá þér Ía mín. Það er svo nærandi fyrir sálina að hlusta á falleg tónverk. Ætla að senda þér bréf aftur gegnum Facebook síðuna þína og bið þig að lesa það og svara mér elskan mín. Kærar kveðjur, Anna Kristine.
Anna Kristine (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.