Þessar línur rakst ég á í einhverju blaði ekki alls fyrir löngu. Ég veit að það er margt rétt og satt sem stendur hér og sjálf hef ég upplifað ýmisegt skondið með hundinum mínum. Hann veit sko stundum lengra en nef hans nær, ekki að það sé þefskynið heldur sjötta skilningavitið, eða hvað sem maður á að kalla það hjá dýrum. Mér datt í hug að deila þessu með ykkur.
BÆN HUNDSINS
ÉG LIFI VARLA LENGUR EN FIMMTÁN ÁR.
MÉR LÍÐUR ILLA ÁN ÞÍN.
HUGLEIDDU ÞAÐ ÁÐUR EN ÞÚ TEKUR MIG AÐ ÞÉR.G
GEFÐU MÉR TÍMA OG SVIGRÚM TIL AÐ SKILJA TIL HVERS ÞÚ ÆTLAST TIL AF MÉR.
HRÓS ÞITT OG UMBUN ER SEM SÓLARGEISLI, REFSSING SEM ÞUNGUR DÓMUR.
REIÐSTU EKKI SAKLYSI MÍNU, ÉG VIL ÞÉR VEL.
ÞÚ ÁTT ÞÍNA ATVINNU, ÁTT ÞÍNA VINI OG ÁNÆGJUSTUDIR. ÉG Á AÐEINS ÞIG.
TALAÐU VIÐ MIG.
ENDA ÞÓTT ÉG SKILJI EKKI MÁL ÞITT, ÞÁ SKIL ÉG TÓN RADDAR ÞINNAR.
AUGU MÍN OG LÁTBRAGÐ ERU MÍN ORÐ.
(NÆSTU GREIN SLEPPTI ÉG, MÉR FANNST HÚN LJÓT).
EF ÞÉR FINNST ÉG LEIÐINLEGURVEGNA ANNRÍKIS ÞÍNS, MUNDU ÞÁ AÐ STUNDUM LÍÐUR MÉR ILLA OG VERÐ PIRRAÐUR, T.D. Í SÓLARHITA.
ANNASTU MIG ÞEAR ÉG VERÐ GAMALL.
ÁN ÞÍN ER ÉG HJÁLPARVANA.
DEILDU GLEÐI ÞINNI MEÐ MÉR OG SORGUM.
VEITTU MÉR HLUTDEILD Í LÍFI ÞÍU, ÞVÍ..............
ÉG ELSKA ÞIG.
Það fylgdi ekki greininni hver hefði skrifað hana en svo margt satt og rétt. Ég hef á undanfönum ellefu árum upplifað undarlegustu hluti með hundinum mínum og þegar ég las þetta þá fann ég hvað ég sakna hans óskaplega. Fjórir, nær fimm mánaða aðskilnaður er næstum óbærilegur.
Til að gefa ykkur smá hugmynd hversu náið samband er á milli okkar þá hef ég oft beðið hann að senda vini sína til að hjálpa mér og það hefur virkað. Einnig eitt sinn bað ég hann þar sem við sátum tvö við arininn að ná í ömmu mína sem ég vissi að var uppi á efri hæðinni með Þóri og hún kom eftir augnablík, þá búin að vera langt frá okkur í mörg ár. Erró kom fyrstur, síðan hún og svo kom Þórir niður rétt á eftir. Mér hafði liðið illa og hundurinn hjálpaði mér og ekki í fyrsta skipti.
Ég veit að dýraeigendur geta skilið mig vel og ætla ég ekki að hafa fleiri orð um þetta að sinni. Ef til vill segi ég ykkur fleiri sögur seinna.
Athugasemdir
Yndislegt
Jóhanna Magnúsdóttir, 16.5.2010 kl. 14:22
Yndislegt og svo rétt
Ragnheiður , 16.5.2010 kl. 14:34
Dásamlegt og svo rétt Ía mín kæraátti hund sem ég varð að kveðja :) þekki þetta :)
Anna Sig (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 15:55
Sæl Ía mín,
Þessi pistill höfðar sterkt til mín, 4 árum eftir að við dreifðum ösku vinar okkar á uppáhaldsútivistarsvæði hans á Íslandi. Gutti var líka 15 ára, hann og dóttir mín voru jafnaldra.
Þetta ljóð; I miss you, orti hún, 15 ára
You passed away not too long ago
I long for you to jump bafck in my arms and lick my face
Just hearing your innocent bark again would mean the world to me
I hope you´re not angry with me for putting you to sleep
I miss you
I was old, weak and could barely stand
And you released me into the clouds
That night you were crying rivers out your eyes,
I knew it was time to say good bye
Now I shall wait here until you grow as old as me
And then once again we shall be together
I miss you
Knús á alla hundaeigendur
Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.5.2010 kl. 16:27
Ég skil þetta vel, veit og hef upplifað margt með mínum hundum, Neró minn sem á sér fleti hér undir tölvuborðinu, leggst stundum ekki niður þar hann sér þann sem ég átti á undan honum og svo merkilegt sem það er þá ber hann virðingu fyrir honum og veru hans með okkur.
Ég er viss um að Erró saknar þín jafn mikið og þú hans.
Kærleik til þín elsku Ía mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2010 kl. 06:23
Elsku Ía þetta er fallegt, ég vona svo sannarlega að þið Erró hittist sem fyrst, rosalega held ég hann hljóti að sakna þín líka.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2010 kl. 20:13
Hann saknar þín jafnmikið mín kæra
Jónína Dúadóttir, 18.5.2010 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.