21.7.2010 | 11:59
Sumarsmellur Siglfirðinga algjör hitt-samba!
Í gærkvöldi hitti ég eðalperluvinkonur mínar sem ég hafði ekki séð í allt of langan tíma og hreinlega vanrækt. Ég vona að mér sé fyrirgefið það hér og nú.
Ef einhver hefur legið á hleri og heyrt í okkur masið og hláturrokurnar þá er það svo sem allt í lagi en á tímabili var ég fegin að við vorum ekki staddar í blokkaríbúð því það hefði örugglega einhver verið búin að hringja á babú-bílinn og senda okkur inn við sundin blá.
Þegar konur á sjötugsaldri eru farnar að syngja og leika Mærin fór í dansinn, Frímann fór á engjar. Rifja upp alla hina leikina sem við fórum í. Hvernig við strikuðum parís allt upp í tröllaparís, kíló, einn, tveir , þrír, fjórir, fimm, Dimmalimm. Sippó, teyjutwist, snú snú og hvað þetta nú allt hét.
Við skemmtum okkur mikið við endurminningarnar og hlátrasköllin heyrðust um langan veg. Þegar farið var að rifja upp gamla sénsa frá 1966 fannst mér tími til kominn að pilla mig heim og ein vinkonan gaf mér far upp í Kópavoginn.
Jésus hvað það var gaman! Er alveg á því að halda áfram að reyna að mæta með þeim næsta þriðjudag. Ekkert smá uppbyggjandi að hitta þessar stelpudruslur.
Birna mín takk fyrir móttökurnar og frábærar veitingar!
Gangi ykkur vel á hátíðinni fyrir norðan og veit að Sambasmellurinn verður hitt! Hvað heitir hann: Sumarfrí á Siglufirði, eða eitthvað sollis.
Er farin út í sólina og sumarið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Góðan daginn! Hvar var ég.....................átti ég ekki að vera í þessu partýi????????? Voru þetta Birna Dís og Réttósysturnar? Kveðja Sigrún Erlends.
Sigrún Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 10:47
Hæ ´Sigrún mín, nei þetta voru gamli góði saumó sem er víst í dag göngó. Góða helgi.
Ía Jóhannsdóttir, 23.7.2010 kl. 13:27
Svona á að gera þetta
Jónína Dúadóttir, 29.7.2010 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.