Þú berð ábyrgð og þér ber skilda að hugsa vel um aldraða foreldra ef þau eru á lífi.

Að vakna upp einn daginn og gera sér grein fyrir því að nú er farið að halla undan fæti og nýtt verkefni hefur bæst við lífsstílinn þ. e. a. nú er komið að okkur að þakka fyrir góða umönnun foreldra og borga fyrir eins vel og maður getur. Þá vaknar oft spurningin erum við nægilega hraust sjálf til að standa í þessu og eigum við góð systkin sem eru tilbúin að taka þátt í þessu með okkur? 

Ég er heppin.  Á þrjú systkin sem öll taka þátt í því að hugsa um aldraða móður okkar.  Erum samt óskaplega heppin þar sem hún er hress og getur séð um sig sjálf að mestu leiti alvg að verða 86 ára, en auðvitað fylgir þessu kvabb og rugl öðru hverju sem við reynum að leiða hjá okkur eins og hægt er. 

Verðum stundum pirruð, bara eðlilegt.

Annað er með tengdaföður minn sem á fimm börn en engin virðist hafa tíma fyrir hann.  Ekki bara það en þau talast varla við.  Hann er orðinn mjög farlama og ótækt að hafa hann á Eir lengur þar sem hann getur engan vegin hugsað um sig og er ekki á sjúkradeildinni.

Ég skrifa þetta nú hér til að létta aðeins á sálinni.  Mér hefur fundist minn elskulegi alveg hafa haft nóg á sinni könnu með mig veika í nær átta mánuði fyrir utan árið á undan í Prag. Það er ekki bara hann Þórir minn sem er búinn að standa með mér í gegn um þessi veikindi, stundum finnst mér hann ofvernda mig en á að vera þákklát fyrir allt sem hann gerir fyrir mig.  Einnig hafa  

dóttir okkar og sonur, þeirra makar staðið eins og klettar við hlið okkar allan tímann og þess vegna veit ég hvað það er mikils virði að eiga góð og tillitsöm börn sem jafnvel fljúga yfir til Íslands til að fylgjast með gömlu kerlingunni. (ég er nú ekki alveg svo gömul samt)!

Nú stendur yfir ferðamannahelgi ársins og þá að sjálfsögðu öll fjölskylda míns elskulega í sumarhúsum eða annars staðar.  Það er eins og sumir hafi heldur ekki síma við höndina!

Á miðvikudaginn fór minn elskulegi í brjósklosaðgerð og á þ.a.l. að taka það rólega næstu vikur en er farinn að keyra bílinn og transporta upp á Eir til gamla ef hann hringir og það er ekki ósjaldan núna að hann er ósjálfbjarga heima hjá sér gamli maðurinn og eini afkomandinn sem honum dettur í að hringja í er Þórir.

Jæja þá er ég búin að koma þessu frá mér og eftir helgina verður að fara að ganga í því að koma gamla tengdó á öruggan stað þar sem hann fær almennilega hlynningu.

Ef til vill koma þessi skrif mín einhverjum til að hugsa sem er í svipaðri aðstöðu.

Komi fólki til að hugsa og framkvæma en ekki bera allar áhyggjur heimsins á herðunum og gera ekkert í málunum.  Nú tala ég til þeirra sem eiga systkini en deila ekki ábyrgð og allt liggur eins og mara á einum bróður eða systur.

Talið saman en þegið ekki þunnu hljóði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Skil vel hugrenningar þínar. Ég er lánsöm eins og þú að eiga samhent systkyni, sem stutt hafa við mömmu í veikindum pabba. Átta erfið ár eru nú að baki hans veikindastríðs en eftir stendur þakklæti fyrir þann kærleika og samheldni sem ríkt hefur þessi ár innan fjölskyldunnar. Ég tel mig afar lánsama að hafa átt þess kost í gegnum árin að fara heim og hjálpa til. Nú síðustu árin oftar og lengur í hvert sinn. Frá því í lok maí var ég á Íslandi, þar sem við systkynin stóðum saman um velferð foreldra okkar, því pabbi lá banaleguna sína og mamma þurfti að fara í gegnum tvær aðgerðir og ná sér eftir þær. Nú dvelur hún hér hjá mér til að brjóta upp það fasta munstur er áður ríkti hjá henni í ummönnun pabba öll þessi ár.

Ég er samt á því að á þessu tímabili sem nú er nýliðið hafi ég ekki verið sérlega félagslynd og vona að ég eigi enn vini þó ég hafi ekki sinnt þeirri hlið að neinu ráði.

Kærar kveðjur og góðar bataóskir til ykkar hjónanna.

Guðrún Þorleifs, 1.8.2010 kl. 12:30

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skil hugrenninga þína mjög vel. Ég er heppin með mínar systur og höfum við sameiginlega tekið á málum og gengið vel, en með tengdó var þessu öðruvísi farið og sáum við um hlutina en allt fór vel að lokum, sumir eru einfaldelga svo illa þroskaðir að þeir kunna ekki að vera góðir, því miður.  Gangi þér vel elsku Ía mín og Þóri þínum líka, vona að ykkur batn fljótt og vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2010 kl. 19:43

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 1.8.2010 kl. 23:53

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alltaf góð

Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2010 kl. 22:16

5 identicon

Þörf umræða hjá þér og þú ert greinilega kjarkmikil kona. Ég er sjálf í þeirri stöðu að fylgjast með foreldrum mínum meira og meira ósjálfbjarga með hverjum deginum sem líður og þó slík hrönun sé eðlilegur partur af lífinum er hún samt sár og tekur oft vel í. Við erum bara þrjú systkinin en eitt okkar lætur sig málið lítið varða og þar býr til sárar og vondaar tilfinningar hjá okkur hinum.

Gott hjá þér að ,,leggja í" að taka málefnið upp. Ég veit nefninlega um afar marga sem eru að klást við það sama. Gangi þér svo vel í öllu þínu í bráð og lengd!

Bkv. Mjó

Mjó (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 17:35

6 identicon

Góður pistill, og þörf áminning Ía!  Sendi þér og þínum heittelskaða baráttu og batnaðarkveðjur.  Kær kveðja Lilja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband