Á morgun verður vika síðan við renndum hér í hlaðið, bæði með tárvot augu. Við vorum loksins komin heim eftir átta mánaða útiveru.
Erró okkar tók á móti okkur vælandi og tók það nokkurn tíma að róa hann niður hundspottið okkar.
Við erum núna fyrst að átta okkur og t.d. vorum við bæði hálf rugluð hvar hlutirnir væru þá sérstaklega í eldhúsinu en allt fannst þetta að lokum.
Nú er að njóta á meðan ég get og ekki verra að Soffa mín kemur á morgun með litla skottið sitt og verða þau hér í viku.
Líf og fjör að Stjörnusteini.
Farið vel með ykkur. Þangað til næst.
Veit ekki hversu dugleg ég verð að setja hér inn á síðuna mína næstu vikur en læt heyra í mér ef eitthvað merkilegt kemur upp á.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Mín kæra.
Farðu nú ekki fram úr sjálfri þér. Njóttu lífsins með þínum elskulega.
Kveðjur úr sólinni hér....
Erla Ó (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 13:42
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 14:05
. Ohoh en .............yndislegt - farðu voða vel með þig Ía mín kæra.
Anna (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 14:56
gott að þú ert komin heim elsku vina mín
Ragnheiður , 27.8.2010 kl. 21:09
Geymdu gleðina í hjartanu þá fylgir svo margt got á eftir.
Ísleifur Gíslason, 27.8.2010 kl. 22:24
Njóttu kæra Ía Knús og kveðjur til ykkar á Stjörnusteini
Sigrún Jónsdóttir, 28.8.2010 kl. 21:36
Elsku Ía! Velkomin heim. Mér var alveg stórlega létt að þú hefðir ekki hent mér út af Facebook-vinalistanum Mér er boðið til Prag 10.október en er svo veik að ég þarf að hafa læknana mína í næstu húsum og fjölskylduna innan seilingar. Klappaðu Erró frá mér, kysstu karlinn og skilaðu hjartans kveðjum til Soffíu, Egils og Bríetar. Kærar kveðjur
Anna Kristine (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 22:51
Mikið gleður það mig að vita að þið séuð komin heim. Innilega til hamingju með það. Vona að allt sé nú uppávið. Hjartanskveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2010 kl. 13:43
Jónína Dúadóttir, 2.9.2010 kl. 07:23
Knús & ljós.
Maja (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.