Nú er að forgangsraða og vera skynsöm.

Það er hljótt í húsinu enda Þórir Ingi farinn heim til Íslands.  Hefði alveg verið til í að hafa hann svolítið lengur en nú varð skynsemin að ráða.  Enga vitleysu en við vorum farin að ná saman ég og hann stutti minn og allt gaman tekur enda. 

 ´

Ég held líka að ég fari heim fljótlega og heimsæki lækninn minn á Lansanum.  Enga taugaveiklun fólkens.  Ég verð aðeins að forgangsraða og hlusta á skynsemina sem  betur fer tekur af mér völdin öðru hvoru.  Ekkert til að hafa stórar áhyggjur af. 

Það er eins og óhamingjan elti okkur vinina hér í Prag.  Núna rétt áðan hringdi ein vinkona okkar frá USA(Patty) og tilkynnti okkur að eiginmaður hennar til tugi ára hefði kvatt þennan heimí seinustu viku.  Þau höfðu flutt til USA í haust sem leið og annar góðvinur okkar hér í Prag er illa haldinn eftir hjartaslag og má þ.a.l. ekki fljúga svo þau eru ,,stökk"  Já það er ekki bara á Íslandi þar sem vinir og vandamenn kveðja okkur en maður má búast við öllu þegar komið er á þennan aldur. Paul vinur okkar og pókerfélagi Þóris var 86 ára en kona hans var miklu yngri.  

Við biðjum ykkur Guðs blessunar og sendi ykkur öllum ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sömuleiðis sendi ég kærleik og ljós til þín elsku Ía mín

Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2010 kl. 12:52

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 4.9.2010 kl. 21:16

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 5.9.2010 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband