26.10.2010 | 15:55
En hvað það var skrítið..................
Einn fjögra ára sat hjá afa og ömmu í flugvélinni á leið frá Akureyri til Reykjavíkur í gærkvöldi og spurði og talaði stanslaust allan daginn. En afi af hverju? og amma er þetta rétt hjá afa eða er hann bara að bulla? Amman svaraði að auðvitað hefði afi rétt fyrir sér en sendi pínu harkalegt augnaráð yfir ganginn til afans þar sem hann sat með smá glott á vörum.
Varaði við að fylla krakkann af lygasögum og ævintýrum sem hann gæti ekki staðið við og væru uppspuni eða hinn heilagi sannleikur.
Það var nú dálítið þreytt amma sem steig út úr flugvélinni í gærkvöldi og í sannleika sagt brá fyrir létti þegar hún bar mömmuna og pabbann í móttökunni sem tóku fagnandi syni sínum og sáu að hann var í góðum málum og afinn og amman höfðu klárað hlutverkið með sóma.
Amman vaknaði hálf tuskuleg í morgun en hún átti pantaðan tíma hjá uppáhaldslækni sínum og gat ekki hugsað sér að láta hann sleppa við að taka á móti henni svona um hádegið þrátt fyrir að jafnvægið væri ekki alveg hundrað prósent hvað þá getan en stundum er þægilegt að nota leikhæfileikana og getað platað flesta upp úr skónum sem ég notaði óspart í morgun eða svo hélt ég en minn ágætis doktor er ekkert auðvelt að fara í kringum og hann sér um leið hvernig ástandið er án þess að koma við mann með litla fingri.
Ég alveg, svona líka, reyndi að sína fram á að mér liði bara vel og hann sagði jú reyndar að hann gæti séð að ég væri miklu betri og þá gubbaði ég auðvitað út úr mér að ég hefði verið með svima í morgun en bara af því ég hefði komið að norðan sein í gærkvöldi úr barnaafmæli sem stóð í þrjá daga að góðum íslenskum sið. If we do it we do it with stile!
Minn elskulegi doktor brosti og sagði ,, Já og eftir slík partí á maður að taka sér þriggja daga hvíld, alls ekki minna" Já, já svaraði ég, bláeyg og ljóshærð (hvíthærð) lofa því næst! Síðan ræddum við um ýmis mál og hann sagðist jafnvel vera að fara að yfirgefa þetta krummaskuð fljótlega á næsta ári. Ég gat næstum grátið. Þetta verður þá í annað sinn sem ég missi hann héðan og held ég að í þetta sinn sé það for good. Djöfullinn, þessi þjóð hér og stjórn eða eigum við ekki að segja stjórnleysi. Ég er farin líka a.s.a.p.
Jæja ég er komin heim í hvíld og ætla að gera eins og læknirinn minn segir mér. Taka það rólega og njóta hverrar mínútu hér í þessu guðsvolaða landi þar sem sumir fá næstum hjartastopp þegar þeir heyra mig bölsótast yfir öllu hér, ósómanum og svo líka því sem vel er gert því ég kvarta líka yfir því stundum.
Þið þarna úti farið vel með ykkur og verið þæg, prúð og stillt.
Það ætla ég að gera.
Haga mér alveg eins og dúkka, dusta á mér kjólinn og dansa svo niður bæjarhólinn. Amma hefur lagt vendinum og gefur mér stóran bita af sköku sem ég þakka fyrir og og hoppa og skoppa út á hlað en hún amma mín horfir á mig hvar sem ég er stödd í heiminum.
..... EN HVAÐ ÞAÐ VAR SKRÍTIÐ ............
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:10 | Facebook
Athugasemdir
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 16:58
Elsku Ía en skemmtileg saga. Dásamleg.
Vonandi ertu akkúrat núna að hvíla þig og vera stillt og góð eins og læknirinn sagði þér.
xxx þín Erla
Erla (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 20:14
Ragnheiður , 27.10.2010 kl. 11:24
.... góðan dag Ía mín kæra, þakka þér skemmtilegu lesningu."En hvað það var skrítið " eftir Pál J. Árdal geymist mér aldreigott að heyra frá þér gangi þér voða vel í baráttunni love Anna Sig
Anna Sig (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 09:42
Yndisleg frásögn, svo létt og kát, vona að þú sért að fara extra vel með þig, passaðu þig vel
Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2010 kl. 17:36
Þú ert svo frábær elsku Ía mín.
Veistu að mér finnst svo gott að hugsa til baka er ég hvíli mig.
Ljós og orku til þín ljúfust
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2010 kl. 09:24
Ía mín. Til hamingju með afmælið í gær!!!! Nú erum við eins og sagt er komnar á sjötugs aldurinn og ég segi nú bara: "en hvað það var skrítið"
Gangi þér vel í baráttunni, farðu vel með þig og kveðja til allra þinna, þín vinkona Sigrún Erlends.
Sigrún Erlendsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 13:12
Verðum að fara að hittast stelpurnar fljótlega eftir jólin annað er bara ekki í myndinni. Kveðjur til ykkar allra elsku vinkona.
Ía Jóhannsdóttir, 8.11.2010 kl. 04:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.