1.11.2010 | 14:31
Nú er maður komin á aldur sem vert er að tala um.
Í gær var haldið upp á afmælið mitt með pomp og prakt! Mikill gestagangur, blóm, sætindi, kossar og knús með tilheyrandi lúxus gjöfum og söng.
Takk fyrir ykkar nærveru og skemmtilegheit!
Enn sannast það hversu góða fjölskyldu ég á og hvað ykkar nærvera er mér mikils virði dúllurnar mínar.
Mikið gaman og mikið fjör. Saknaði Bríetar og Elmu Lindar en þær voru farnar heim til Prag en Egill minn fór í bítið í morgun.
Kvöldinu var slegið upp í matarveislu á Holtinu og stóð það (hótelið) alveg fyrir sínu eins og flest alla tíma sem við höfum komið þangað undanfarin fjörutíu ár eða svo.
Takk fyrir skemmtilegan dag kæru vinir og fam.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Breytt 8.11.2010 kl. 04:43 | Facebook
Athugasemdir
Elsku Ía - til hamingju mín kæra ! !! sama segi ég hérna megin á þessum fína aldri :) þegar mér er að lærast enn betur að gefa og þiggja svo ég tali ekki um að njóta. Þetta smá lærist. Gangi þér voða vel í rússíbana lífsins :D kæra Ía
Anna Sig (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.