2.11.2010 | 11:59
Hvað er planið þegar þú verður stór?
Ég sat í sjónvarpssófanum og um mig skoppuðu barnabörnin, þriggja og fjögra gjörsamlega upptekin af sjálfum sér. OK ég spurði aftur og var lítið um svör. Sá stutti fjögra ára fór inn í barnaherbergið en skotta litla skottaðist í kringum ömmu sína.
Í sjónvarpinu var einhver þáttur um fólk sem hafði getið sér nafns innan þjóðfélagsins og þ.á.m. var Diddu sem var komin til Verona og smakkaði á dýrindis ítölskum krásum og þess á milli tók nokkur stef. Skotta litla snerist á hæl og snarstansaði þegar hún heyrði Diddú opna fyrir hljóðpípurnar og eins og við manninn mælt þá fór hún að fylgjast með dýfunni okkar. Ég reyndi að skjóta inn á milli laga að þetta væri mjög góð vinkona okkar afa en sú athugasemd fór inn um annað og út um hitt þar sem söngurinn heillaði Elmu Lind gjörsamlega og ekki vegur að ná kontakt við þá stuttu svo ég ákvað bara sjálf að þessi stelpa yrði einn daginn óperusöngkona enda ekki langt að sækja það í ættirnar.
Ég leyfði henni að vera í sínum draumheimi og gekk inn í barnaherbergið þar sem fjögra ára puttinn lá á maganum og málaði í gríð og erg. Amman alveg.....Váááá hvað þetta er flott! Ég fór ekkert út í spurningar heldur sló því föstu að þarna færi listamaður mikill sem ætti framtíð fyrir sér. Nóg væri af hæfileikunum.
Ég gerðist svo djörf að spyrja hvað þetta væri og þá var hann kominn með frænku sína á pappírinn og svei mér þá ef það líktist skottu ekki bara ótrúlega mikið.
Ég ákvað að þar færi mikill myndistamaður með árunum, ekki spurning.
Á meðan þau fara ekki út á leiklistabrautina þá er allt í góðu. Amma búin að prófa það og sér ekkert vit í því ja nema fara erlendis en það stóð nú ekki svo léttilega til boða á þeim árunum.
Æ hvað er ég að bulla hér núna.
Gerið bara það sem ykkur langar til elskurnar og verið hamingjusöm og lifið lífinu lifandi!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Vinir og fjölskylda | Breytt 8.11.2010 kl. 04:40 | Facebook
Athugasemdir
Elsku Ía - ekki hætta að "bulla" þú ert ekkert að bulla. Börn eru besta fólk !! - og svo miklir gleðigjafar. Mín reynsla er að þau eru bestu sálfræðingarnir. Þakka þér ljúf skrif - aldrei hætta þeim ég kíki hingað á hverjum degi mín kæra kærleikskveðja Anna Sig
Anna Sig (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 00:49
Gaman að lesa þessar hugleiðingar þínar Ía mín. Við ömmurnar fáum víst engu um það ráðið hvað barnabörnin leggja fyrir sig, en það er auðséð hvar þinn hugur liggur....í listinni
Sigrún Jónsdóttir, 3.11.2010 kl. 01:51
Alltaf gott að heyra frá þér, njóttu lífsins það geri ég hvern dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2010 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.