7.3.2007 | 08:30
Góu-gleði í Vínarborg
Við hjónakornin renndum til Vínar um síðustu helgi til að taka þátt í árlegu Þorrablóti Íslendinga í Austurríki. Ég vil nú heldur kalla þetta Góu - gleði þar sem Þorrinn er nú löngu liðinn og Góan gengin í garð.
Um áttatíu landar okkar voru þarna saman komnir til þess að háma í sig "ónýtan mat" Ég hef aldrei skilið hvernig fólk getur látið þennan óþverra inn fyrir sínar varir. En sitt sýnist hverjum. Fyrir þá sem fussa við súrmetinu komum við hjónin með lax, síld og rækjur í farteskinu til að einginn færi svangur heim.
Það var mikið fjör á litlu kránni þar sem hófið fór fram og kyrjaðir ættjarðarsöngvar fram eftir nóttu eins og venja er á slíkum samkomum, enda miklar upprennandi söngpípur í Vínarborg.
Til hamingju landar mínir í Austurríki! Þið stóðuð ykkur með sóma! Hlökkum til að koma aftur næsta ár!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.