Í kulda og strekkingi á Íslandi

Úps!  Þvílík veðrátta þessa daga sem ég dvaldi á Íslandinu góða.  Norðan garri og skítakuldi!  En nú er ég komin heim í hlýjuna frá mínum elskulega og vorinu í Prag,  og byrjuð að blogga aftur.

Það var gaman að koma heim til Íslands og þá sérstaklega að fá að njóta samvistar við Juniorinn minn.  Hann er soddan gleðigjafi.  Soffa okkar var að flytja frá London eftir sjö ára búsetu og ég kom heim til þess að hjálpa henni að koma sér fyrir í nýju íbúðinni þeirra í Garðabænum og leika Ömmuhlutverkið, sem felst í því að dekra drenginn í óþökk foreldrana, nei ég segi nú bara svona.

Eins og alltaf náði ég ekki að hitta alla þá sem mig langaði til, en í þetta skipti var fjölskyldan í fyrirrúmi.  Enda ekkert eins mikilvægt og að hlúa að sínum nánustu.

Sem sagt komin aftur heim og hversdagsleikinn tekinn við.  Sunnanvindar blása hér fyrir utan og sólin brosir blítt til okkar hér að Stjörnusteini.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband