25.3.2007 | 13:49
Prague Premieres 2007 ,,Heading North"
Í gćrkvöldi hófst hér í Prag samnorrćn tónlistahátíđ sem Rudolfinum tónlistahöllin stendur fyrir dagana 24. mars til l. apríl. Frumflutt verđa verk eftir nútímatónskáld frá öllum Norđurlöndunum. Verk eftir ţrjú íslensk tónskáld verđa flutt á hátíđinni. Heimsfrumflutingur á Sinfóníu númer 4 eftir Atla Heimi Sveinsson ţann 30. mars, verk eftir Önnu Sigríđi Thorvaldsdóttur, ,,mine" verk fyrir selló og píanó ţann 28.mars og síđan verk eftir Jón Nordal 31. mars, tónverk fyrir barnakór og hljómsveit.
Viđ hjónin, ásamt Atla Heimi vorum viđstödd opnunartónleikana í gćr sem fluttir voru í Dvorák salnum. Fyrst á dagskrá var hljómsveitarverk eftir Kimmo Hakola frá Finnlandi, Verdoyances crépuscules pour orchestre. Síđan verk eftir John Frandsen frá Danmörku, At the Yellow Emperor´s time, aria fyrir sópran og hljómsveit. Eftir hlé var síđan flutt verk eftir Juraj Filas frá Tékklandi, Requiem - Oratio spei. Verk fyrir hljómsveit, kór, sópran, tenor og bariton.
Auk Fílharmoníu hljómsveitar frá Pilsen undir stjórn Jirí Malát sungu Fílhamoníukór Prag, Liana Sass, sópran, Michal Lehotský, tenór og Roman Janál, bariton.
Tónleikunum var mjög vel tekiđ og hlökkum viđ til nćstu tónleika sem verđa í kvöld.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.