Með kantskera að vopni

Undanfarna daga hef ég verið með rassinn upp í loft  í garðvinnunni með kantskera, skóflu og önnur tiltæk áhöld að vopni, enda búið að vera hið fínasta vorveður. Eitthvað er nú aldurinn farinn að segja til sín því ég þarf að leggja sjálfa mig í bleyti á hverju kvöldi í nuddpottinn.  Wink Minn elskulegi segir að ég teygi ekki nóg á mér. þvílíkt bull og vitleysa, að hanga svona yfir beðunum eru ekkert nema teyjur og þrælerfiðar þar að auk.   

 Í morgun ætlaði ég síðan að fara að þrífa grillið hér úti eftir veturinn.  Ég vopnaðist bleikum gúmmíhönskum og vírbursta því nú átti að taka á því. En eftir svo sem hálf tíma úti hröklaðist ég inn.  Það var kominn skítakuldi. þvílík vonbrigðiCrying O, jæja, ætli ég bara taki ekki fram lopapeysuna og láti mig hafa það þegar líða fer á daginn

Nú er súkkulaði-hátíðin að ganga í garð svo ég skellti mér bara í smákökubakstur því hér verða alltaf að vera til Mömmu súkkulaði kökur á Páskum. Ætli ég verði ekki að hunskast út og halda áfram með grillþrifin því það á að grilla Páskalambið á Páskadag. Og að sjálfsögðu verður það Íslenskt lamb.

       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband