Gleðilega páskahátíð!

Hér er búin að vera mikil hátíð í allan dag.  Lambakjötið að heiman var frábært!! Minn elskulegi stóð yfir pottunum og útbjó þvílíkt páskagúmmelaði!  Ég gerði síðan litlu ljúfu sæluna.  Glæsilegt páskaborð með Nóa Sirius eggjum og tilheyrandi dúlleríi.  Egill okkar, Bríet, Helga og Hafsteinn komu hingað og fögnuðu páskum með okkur. 

Í gær fór ég með þá gömlu á páskamarkaðinn á gamla torginu og hún var alsæl!  Ætlaði fyrst ekki að vilja fara neitt, var eitthvað sloj, en ég bara dreif hana með mér og enduðum við eftir góða göngu um markaðinn, með Helgu og Hafsteini á Reykjavík í kvöldmat.  Mín var alsæl og sat lengi vel hér í eldhúsinu hjá mér þegar heim kom og talaði um, úps, eitthvað fólk sem ég þekki ekki sporð né haus á.  Rlosalega gott að segja bara já og amen eftir efninu. 

Nú er sú gamla komin til kojs og ró farin að færast yfir okkur hjónin enda klukkan að ganga tíu.  Á morgun verður dagurinn tekinn rólega.  Ætli ég geri ekki huggulegan brunch fyrir okkur hér úti á veröndinni enda á sólin að skýna og hitinn að fara yfir 18°   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa bloggið þitt Ía. "Ætlaði fyrst ekki að vilja fara neitt, var eitthvað sloj..." alveg dæmigert.... sko málið er bara, eins og mamma segir, að láta hana taka inn allar verkjatöflurnar sínar (og jafnvel aðeins meira en það)... þá er hún hress allan daginn og ekkert að kvarta yfir verkjum og þreytu!!

Kv. RAGGA :)

Ragga (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 20:46

2 Smámynd: Sigrún Erla Sigurðardóttir

Góður Ragga ;o)

Gleðilega páska öll sömul. Hittu pönnukökurnar í mark?

Sigrún Erla Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband