18.4.2007 | 20:04
Ísland í sjónmáli
Þá er heimsókn þeirrar gömlu að verða lokið í hundrað turna borginni að þessu sinni. Ég og minn elskulegi ákváðum að fara með hana heim og koma henni í örugga höfn. Treysti ekki alveg á þjónustuna heima eftir það sem á undan er gengið. Því miður!
Þetta eru búnar að vera góðar vikur hér með þeirri gömlu. Í gær var hér þessi líka fína grillveisla þar sem foreldrar Bríetar okkar komu í heimsókn. Það fannst henni aldeilis gaman. Hún er strax farin að tala um hvenær hún ætlar að koma aftur.
Í dag fór ég með hana í andlitsbað og nudd svo henni fannst hún yngjast um mörg ár. Á eftir fengum við okkur kvöldmat á Kogo og núna er hún að horfa á fótboltann með mínum elskulega. Bæði alveg í essinu sínu.
Við hlökkum til að sjá litla Juniorinn okkar, sem stækkar með hverjum deginum og ykkur öll. Við förum síðan aftur heim á mánudaginn svo þetta verður stutt stopp.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æðislegt að amma er búin að hafa það gott... kemur mér nú ekkert á óvart. Ég og mamma kíktum til Soffu, Steina og Þóris Inga um síðustu helgi og sá er orðinn stór og flottur (sko Þórir Ingi!).... algjört rúsínurassgat og brosir allan hringinn :)
Ragga (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.