Á að halda Eurovision kvöld?

Þessi spurning kom frá mínum elskulega yfir morgunkaffinu. Ég varð nú hálf hissa á þessari spurningu þar sem hann hefur aldrei haft neinn áhuga á þeirri keppni.  En svo mundi ég eftir kvöldinu góða sem tíu laga úrslitin voru send út á rás 2 og þar sem við sátum heima og höfðum ekkert sérstakt fyrir stafni datt mér í hug að halda Eurovision kvöld fyrir okkur tvö.  Minn elskulegi tók bara vel í það og ég útbjó ostabakka og tók upp eðal rauðvín því nú átti að hafa það reglulega huggulegt og fylgjast með íslensku úrslitunum í útvarpinu.

Minn elskulegi kom sér makindalega fyrir í sófanum, ég kveikti á kertum og skálað var í eðalvíninu, sem sagt allt eins og það átti að vera.  Tónlistin hljómaði úr tölvunni og við skiptumst á skoðunum yfir fyrstu þremur lögunum.  Eftir sex laga flutning var minn farinn að hrjóta í sófanum og hundurinn lá hjá honum og hraut engu lægra.  Þarna sat ég ein og gæddi mér á ostum og sötraði rauðvín með hrotuspil undir íslensku lögunum, þvílíkt huggulegt eða þannig!  Minn elskulegi lyfti öðru hverju haus og spurði hvernig gengur?  Bara svona til að láta mig halda að hann væri að hlusta og væri mér til samlætis.

 Það er alveg á hreinu að hér á þessu heimili verður ekki haldið upp á Eurovision kvöld! Það er búið og gert!

  Ég óska rauðhausnum okkar alls hins besta í keppninni.  Áfram Eiríkur!       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband