9.5.2007 | 22:40
Þvílíkur dagur! Dóttir okkar þrítug! Lunch hjá Skoda! Konsert í boði Hernaðarmálaráðherra! Dinner ,,með
Ja hérna, dóttir okkar varð þrítug í dag og ég byrjaði daginn með því að syngja fyrir hana í símann eldsnemma í morgun þar sem ég var svo langt frá henni og gat ekki knúsað hana nema í huganum. Soffa mín til hamingju með daginn!
Ég var síðan boðin í hádegismat til vinkonu minnar sem er gift forstjóra Skoda verkmiðjanna hér í landi. ,,Lunchinn" dróst aðeins á langinn eins og alltaf þegar við kellur komum saman en ég varð að yfirgefa samkvæmið um fjögurleitið þar sem ég varð að keyra heim, sem tekur mig yfirleitt ca. 40 mínútur þar sem við hjónin áttum að vera mætt í Tónleikahöllina klukkan sjö til að vera viðstödd hátíðartónleika í boði Hernaðarmálaráðherra Tékklands.
Þegar ég rann í hlaðið hér heima þá spurði ég hundinn hvar minn elskulegi væri eiginlega. Viti menn er hann ekki að sitja fyrir hjá listamanninum Helga Gísla og það er verið að móta kallinn í leir. Nú á sem sagt að gera minn elskulega ódauðlegann. Ég er viss um að hann lætur búa til fjöldan allan af afsteypum af sér og dreyfir þessu til ættingja og vina í famtíðinni, nei nú er ég bara að grínast, ekki séns.
Ég drattaðist síðan dragfín með mínum elskulega með hálfum huga á tónleikana því ég bjóst við að þetta yrði fremur þreytandi. En viti menn, þetta var þvílíkt skemmtileg uppákoma. Þarna tróð upp blásarasveit hersins og fékk í lið með sér frábæra listamenn. Við hjónin skemmtum okkur konunglega.
Þar sem ekki var boðið upp á neinar veitingar eftir tónleikana ákváðum við hjónin að halda upp á þrítugsafmæli dóttur okkar yfir síðbúnum kvöldverði á Four Season. Hver situr þá við næsta borð? Enginn annar en Morgan Freeman. Mikið rosalega er hann cool! En það er hér eins og annars staðar, hann fékk að vera í friði með sína súpu. Skemmtilegur dagur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.