28.5.2007 | 19:24
Sveinn Björnsson sendiherra afhjúpaði listaverk eftir Helga Gíslason hér að Stjörnusteini
Í gær hélt Helgi Gíslason listamaður sýningu á verkum þeim sem hann hefur unnið að hér í Leifsbúð undanfarnar fimm vikur. Fjöldi gesta voru viðstaddir sýninguna, þar á meðal Sendiherrann okkar, Sveinn Björnsson sem afhúpaði tréskurðarverk eftir listamanninn hér í garðinum við hátíðlega athöfn og mikinn fögnuð gesta. Verkið hlaut það skemmtilega nafn Andante og höfum við þá eignast fyrsta íslenska skúlptúrinn hér að Stjörnusteini.
Helgi útskýrði verkin fyrir gestunum, sem voru mjög hrifnir og undruðust það hversu afkastamikill hann hefði verið þessar vikur, enda mörg verkanna mjög stór. Nokkrir göntuðust með það að hann hefði víst lítið sofið þessar vikur.
Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með Helga þessar vikur og mikill heiður fyrir okkur að fá hann og Gerði konu hans hingað sem gesti okkar. Við Þórir þökkum þeim fyrir skemmtilegar samverustundir og vonum að þau komi aftur sem fyrst.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.