8.6.2007 | 08:11
Sakna þín ömmustrákur!
Eftir að hafa haft litla sólargeislann okkar hér í tvær vikur er tómlegt í húsinu. Enginn sem bablar á sínu máli. þeysist um á göngugrindinni. rífur út allar skúffur og gefur lífinu lit. Og nú þarf amma að pakka niður öllu dótinu þínu og geyma það vel þar til þú kemur aftur í haust. Ætli við komum ekki heim fljótlega til að fylgjast með þér stúfur litli.
Að sjálfsögðu vakti átta mánaða drengurinn mikla athygli hvar sem hann kom enda síbrosandi og þar sem afi hans gekk um götur Würzburg með hann á háhesti hélt hann uppi miklum söng við fögnuð gangandi vegfaranda. Margir höfðu á orði að þarna væri á ferðinni upprennandi óperusöngvari, nú ekki ólíklegt að hann kippi í kynið sá stutti.
Eftir að hafa skilið við Soffu okkar og Juniorinn litla á flugvellinum í Frankfurt héldum við, ég og minn elskulegi til suður Þýskalands og þvældumst þar um í nokkra daga. Frábært frí en alltaf er nú gott að koma heim aftur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.