Listamennirnir Þórður Hall og kona hans Þorbjörg komin í Leifsbúð.

Í gær tókum við ámóti þeim Þórði og Þorbjörgu í 30°hita.  Við Þórður erum gömul skólasystkin en höfðum ekki sést í fjölda mörg ár. Skemmtilegt að geta fengið tækifæri til að endurnýja gömul kynni eftir svo langan tíma.  Þau hjónin ætla að dvelja hér næstu vikurnar og vinna að ýmsum verkefnum sem ég kann engin skil á.

Þar sem þau eru að koma hingað í fyrsta sinn fór ég með þau í stutta gönguferð um miðborgina til að gefa þeim smjörþefinn af hundrað turna borginni okkar.  Eftir snemmbúinn kvöldverð, sem auðvitað var fiskisúpan okkar á Reykjavík héldum við í sveitina.  Ég held að þau hafi engan vegin gert sér í hugalund hverju þau mættu búast við og sýndist mér þau bara vera ánægð með aðstæður.  Velkomin kæru hjón  og njótið dvalarinnar sem best.  Það er okkur mikill heiður að fá slíka frábæra listamenn sem ykkur hingað í Leifsbúð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband