Óvænt, en skemmtileg heimsókn.

 Listamennirnir Jón Reykdal og kona hans Jóhanna komu hingað í gær til að ,,tefja Þórð frá vinnu" eins og Jón orðaði það.  Við buðum þeim að gista hér hjá okkur þessa þrjá daga sem þau ætla að stoppa hér í sveitinni.  Það var að sjálfsögðu tekið upp Bohemia Champagne og skrafað langt fram eftir nóttu.

Yfir morgunkaffinu útí Leifsbúð settist ég niður með þeim og fór yfir áhugaverða staði hér í nágrenninu sem skemmtilegt væri að skoða.  Leifur Breiðfjörð og Helgi Gísla voru búnir að bulla þvílíkt við Jón áður en hann fór að heiman þannig að hann hélt að hér væri alltaf rigning og ekkert sérlega áhugavert að koma hingað.  Ég þarf að taka þá í gegn þegar ég hitti þá næst. Bíðið bara strákar!  Ótuktirnar ykkar!       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband