17.6.2007 | 09:55
Góðir Íslendingar, gleðilega þjóðhátíð!
Hér að Stjörnusteini blaktir hátíðarfáninn okkar við hún og virkilega góð 17. júní stemmning. Ómur frá Íslenskum ættjarðarlögum í flutningi Íslenskra karlakóra og einsöngvara berst hér með hægum vindi um sveitina og við hér í hátíðarskapi.
Í þetta sinn ætlum við að halda daginn hátíðlegan með okkar litlu fjölskyldu í hádeginu en síðan að bjóða gestum okkar hér í Leifsbúð til kvöldverðar á veröndinni en ekki halda neina stórveislu eins og stundum hefur verið gert.
Góðir landar eigið ánægjulegan dag undir blaktandi fánum og lúðrablæstri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.