19.6.2007 | 12:34
Án um hugsunar.....
...klæddi ég mig í morgun í bleika skyrtu og fór í bleika skó án þess að hafa hugmynd um hvaða dagur væri. Það var ekki fyrr en ég fór að fletta Mogganum að ég mundi eftir 19. júní. Skemmtileg tilviljun.
Annars ekki skrítið að maður ruglist hér á dögum þar sem síðasta vika var óvenju erilsöm. Endalaus veisluhöld ef ekki hér hjá okkur þá hjá vinum okkar inní Prag. Og þar sem flensudruslan hefur verið að hrjá mig undanfarið hefur útstáelsið ekki bætt þar um betur. Skrítið að maður skuli ekki geta sagt nei, ég kemst ekki, ég er lasin. Neihey, maður þvælist allt drullulasin og situr síðan úti í sumarnóttinni langt frameftir eða þar til maður er farinn að finna virkilega fyrir kvöldkulinu án þess að hugsa um afleiðingarnar daginn eftir. Hvaða vitleysa er þetta! Jú einfaldlega af því að það er svo gaman.
En nú er ég að taka mig saman í andlitinu og hér er ég búin að koma mér upp algjöru heilsu-apóteki. Nú á sko að taka á því, Coldrex, hálssprey og allskonar non-drowsy pillur. Ég gafst nefnilega upp á því að láta líkamann vinna úr þessu sjálfan, sem er víst svo inn í dag, því minn líkami vildi bara ekki gegna þessum nýju vísindum. Svo nú er bara að sjá til hvernig til tekst og það á næstu þremur dögum því þá er næsta party.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.